Hvað ef þú ættir sex mánuði eftir ólifaða?

Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi.
Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Ljósmynd/Aldís Pálsdóttir

„Mjög líklega hefur yfirskrift pistilsins annað hvort vakið forvitni þína eða hneykslað þig. Hvort heldur sem er, þá er tilganginum náð og tilgangurinn helgar meðalið í þessu tilfelli,“ segir Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi hjá Edda Coacing í sínum nýjasta pistli: 

Nýtt samhengi

Ég man þegar ég heyrði þessa spurningu í fyrsta skipti þegar ég var í markþjálfunarnámi. Hvað ef þú ættir sex mánuði eftir ólifaða?

Kennarinn útskýrði að tilgangurinn með spurningunni, væri að fá fólk til að setja lífið í nýtt samhengi og forgangsraða útfrá gildunum sínum. Því sem skiptir það virkilega miklu máli, raunverulega og að vel hugsuðu máli.

Mér fannst þetta fáránleg spurning. Hvernig í ósköpunum átti ég að geta sett mig í þau spor að ímynda mér að ég ætti aðeins sex mánuði eftir ólifaða? Auk þess þótti mér frekja og ósvífni að spyrja fólk að þessu.

En sannleikurinn er sá að ofsafengin viðbrögð mín við spurningunni, fengu mig til að hugsa. Spurningin hafði þá tilætluð áhrif þegar allt kom til alls. Síðan eru liðin mörg ár og þeir sem hafa verið hjá mér í einkaþjálfun vita að ég nota þessa spurningu stundum. Hún er nefnilega mjög gagnleg því hún er svo sannarlega róttæk og svörin við henni eru því gjarnan eftir því. Líkleg til þess að hjálpa manni að breyta um kúrs eða minnsta kosti átta sig á að sumir hlutir skipta engu máli í stóra samhenginu. Aðrir hlutir skipta hins vegar mjög miklu máli og kúnstin er að átta sig á muninum á þessu tvennu.

Upp úr hjólförunum

Við getum líka spurt okkur þessarar spurningar þegar við viljum losa okkur við ávana eða temja okkur góðar venjur.

Hverju myndir þú breyta ef þú ættir aðeins sex mánuði eftir ólifaða?

 • Sleppa fram af þér beyslinu?
 • Temja þér meiri aga?
 • Fara á fætur klukkan sex á morgnana?
 • Nota tímann betur?
 • Segja skilið við starfið sem þú fékkst nóg af fyrir löngu?
 • Segja fólkinu í kringum þig að þú elskir það?
 • Stofna fyrirtækið sem þig hefur dreymt um?
 • Gera upp gamlar sakir, þó ekki væri nema til að létta á samviskunni?
 • Binda enda á sambönd sem valda þér vanlíðan og þú veist að eru þér óholl?
 • Segja fallega og uppbyggjandi hluti við sjálfa/n þig?
 • Synda í köldum sjó?
 • Lesa bækurnar sem þig hefur alltaf langað að lesa en aldrei komið í verk?
 • Upplifa það sem þig dreymir um að upplifa?
 • Bættu við því sem vantar á listann þinn...

Hvað ef þetta væri lífstíll?

Margir vita að fólk sem hefur horfst í augu við dauðann er líklegt til að breyta lífi sínu í kjölfarið. Þetta fólk lifir lífi sínu eins og tíminn sé af skornum skammti. Sannleikurinn er auðvitað sá að enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Þetta vitum við en kjósum oftast að líta framhjá því, nema við séum tilneydd að horfast í augu við það. Kannski er dagurinn í dag svoleiðis dagur. Dagur þar sem við horfumst í augu við breyskleika okkar og ákveðum að breyta því sem við getum breytt – á meðan tími gefst.  

mbl.is

Föt sem ætti að banna í ræktinni

06:00 Er réttur brjóstahaldari og skór ofan í íþróttatöskunni þinni? Æfingin verður betri ef þú klæðir þig rétt í ræktinni.   Meira »

Missti báða foreldra og langar í barn

Í gær, 21:00 „Mínir stærstu draumar voru alltaf að eiga stóra fjölskyldu. Ég ætlaði að eignast fimm börn og þar með vera umkringd ást og umhyggju. Í dag stend ég hins vegar frammi fyrir því að treysta mér ekki í að eignast fleiri börn því ég á ekkert tengslanet á bak við mig.“ Meira »

María Jóna selur raðhúsið í Garðabæ

Í gær, 18:00 María Jóna Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, hefur sett sitt huggulega raðhús á sölu.   Meira »

Fegrunarráð Gemmu Chan

Í gær, 15:00 Leikkonan Gemma Chan hefur fengið orð á sig fyrir að vera nútíma Audrey Hepburn. Hún er klassísk og alltaf vel til höfð. Hvernig fer hún að því að fá húðina til að ljóma á þennan hátt? Meira »

Mega konur ekki ganga í jakkafötum?

Í gær, 12:00 Þegar Blake Lively klæðist jakkafötum er það fréttaefni en ekki þegar karlarnir við hlið hennar gera það. Leikkonan hvetur konur til þess að gera það sem menn gera án þess að vera strítt fyrir það. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

Í gær, 09:00 „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Fór til Noregs eftir hrun en kennir nú jóga

í gær Bríet Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur sérhæfir sig í námskeiðum í jóga og svefni hjá Heilsu og Spa. Reynsla hennar spannar allt frá gjörgæsludeild spítalanna yfir í lýðheilsuverkefni í samstarfi við norska hamingjusérfræðinga. Meira »

Pör sem hættu saman en eru enn bestu vinir

í fyrradag Nokkrum fyrrverandi pörum í Hollywood hefur tekist það ómögulega, að halda vinskapnum þrátt fyrir að ástarsambandið sé búið. Meira »

Þetta drepur alla stemmingu í rúminu

í fyrradag Það þarf ekki meira til en símhringingu frá mömmu þinni seint um kvöld svo að allir fari strax aftur í náttbuxurnar.   Meira »

„Það eru allir að reyna að vera fullkomnir“

í fyrradag Leikkonan Kristen Bell kemur fram í hjartnæmu viðtali og sýnir að stjörnurnar i Hollywood eru ekki ólíkar okkur hinum. Það eru allir með vandamál. Það er hluti þess að vera mannlegur. Meira »

Auglýsingageirinn skemmti sér

í fyrradag Pipar\TBWA fagnaði vel heppnaðri Krossmiðlun með teiti í lok dags í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnatún. Þar var margt góðra gesta og góð stemmning. Meira »

Allt sem þú vissir ekki um píkuna

í fyrradag Það þýðir ekkert að örva kynfærin ef heilinn er látinn eiga sig. Þetta er meðal þess sem fjallað er um í píkubókinni Gleðin að neðan - píkan, legið og allt hitt. Meira »

Það stoppar enginn Heiðdísi Rós

í fyrradag Heiðdís Rós Reynisdóttir fann sjálfa sig í L.A. eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í skóla á Íslandi. Heiðdís hefur sýnt það í verki að það stoppar hana ekkert. Meira »

„Flott taska er nauðsynleg og sólgleraugu“

22.9. „Að hafa góða heilsu til þess að geta notið lífsins alla daga með fjölskyldunni minni sem er frábær og góðum vinum. Ég er svo heppin að rækta líkama og sál og hafa gaman að. Ég hef frábæra aðstöðu til þess í World Class-stöðvunum.“ Meira »

Fegurðardrottningin lét sig ekki vanta

21.9. Anna Lára Orlowska fyrrverandi Ungfrú Íslands lét sig ekki vanta þegar ný lína frá Dr. Organic var kynnt á Kaffi Flóru í Laugardalnum. Um er að ræða nýja línu úr Cocoa Butter og í leiðinni var nýtt andlitskrem kynnt en það er með mikið af collageni í. Meira »

Linda Pé fór í loftbelg með dótturinni

21.9. Linda Pétursdóttir mælir með því að framkvæma hluti sem eru á „bucket“ listanum okkar. Eftir heilablóðfall gerir hún miklu meira af því að láta drauma rætast. Meira »

Græjan sem reddar á þér hárinu

21.9. Konur sem eyða miklum tíma í hárið á sér á hverjum morgni gleðjast yfir hverju tæki sem sparar tíma og gerir hárið betra. Þær sem eru vanar að slétta eða krulla á sér hárið eiga eftir að kunna að meta Inverse græjuna. Meira »

Endalausir möguleikar með einni pallettu

21.9. Nýjasta augnskuggapalletta Urban Decay nefnist Born To Run og fór hún eins og stormsveipur um förðunarheiminn en hún er loksins komin til Íslands. Meira »

Versalir Alberts og Bergþórs falir

21.9. Albert Eiríksson og Bergþór Pálsson eiga örugglega merkilegustu íbúð Íslands. Að utan er húsið látlaust en þegar inn er komið er eins og þú sért kominn til Versala. Þvílíkur íburður og fegurð. Meira »

Hulda og Aðalsteinn í Módern selja höllina

21.9. Hulda Hrönn Finsen og Aðalsteinn Finsen, eigendur Módern, hafa sett sitt fallega hús í Garðabæ á sölu.   Meira »

Er konan að brjóta á maka sínum?

21.9. Gift kona segir að hún sé ekki búin að lofa konu kvænta mannsins sem hún er að reyna við neinu og skuldi henni því ekki neitt. Sama segir hún um kvænta manninn sem er að reyna við hana að hann sé ekki búinn að lofa manninum hennar neinu og þess vegna skuldi hann honum ekki neitt. Þau séu bara að brjóta á mökum sínum en ekki mökum hvors annars. Er þetta rétt? Meira »