365 tækifæri 2019

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Önnur tengdadóttir mín sendi mér í gær teiknimyndina sem fylgir greininni. Skilaboðin á henni urðu kveikjan að þessari grein. Ég veit að hvert ár felur í sér ótal tækifæri en oft hef ég horft á stærri myndina og hugsað um þau markmið sem ég ætla að vinna að í hverjum ársfjórðungi eða árinu í heild. Því var svo gott að fá áminningu um að tækifærin sem við öll eigum eru 365, því hver dagur felur í sér ný tækifæri til að vinna að markmiðum okkar og bæta líf okkar á einhvern hátt. Með þetta í huga stefni ég á að halda dagbók yfir þau tækifæri sem hver dagur árið 2019 færir mér,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

49085529_2871185579562002_6867245629303685120_n

MARKMIÐASETNING Á NÝÁRSDAG

Venjulega byrja ég að skissa upp hvert væntanlegt ár í huganum í október eða nóvember. Þegar kemur fram í desember fer myndin af komandi ári að verða nokkuð skýr og ég fer að setja punkta niður á blað. Nýársdegi ver ég svo í að setja markmiðin mín niður á blað, tímasetja þau og kortleggja nokkuð nákvæmlega hvernig ég geri ráð fyrir að ná þeim.

Meðan ég bjó á Hellnum settumst við einn nýársdag niður og skrifðum á blað 24 atriði tengd rekstri Hótel Hellna, sem við vildum ná að gera það árið. Við vissum á þeim tímapunkti ekki hvernig við ættum að framkvæma þá, né hvernig þeir yrðu fjármagnaðir. Þegar farið var yfir listann í lok árs, höfðum við náð að ljúka 23 atriðum af honum.

Þetta dæmi sýnir að mínu mati að markmiðalistar hafa mikið gildi, enda hef ég gert mér slíka lista frá árinu 1990.

ALLT ER BREYTINGUM HÁÐ

Þar sem lífið er hins vegar allaf einhverjum breytingum háð er ég jafnan tilbúin til að vera sveigjanleg og breyta með stuttum fyrirvara áætlunum mínum. Þess vegna er svo gott að fara reglulega yfir plönin sín og endurskipuleggja þau. 

Stundum þarf að gera slíkt með mánaðar millibili, stundum dugar að skipta árinu í sína fjóra ársfjórðunga og yfirfara plönin á þriggja mánaða fresti.

365 DAGAR TÆKIFÆRA

Hver dagur felur í sér tækifæri til að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem styður okkur í að verða betri og hæfari í lífi og starfi. Við höfum tækifæri til að vakna fyrr á morgnana og nýta daginn þar með betur. Þeir sem vakna snemma geta byrjað daginn á einhvers konar líkamsrækt og haft þá meira úthald fyrir daginn framundan.

Við getum lagt okkur meira fram í vinnunni til að þjóna öðrum enn betur. Við getum varið meiri tíma með fjölskyldunni og til dæmis sett upp ákveðið kvöld í viku sem eru sjónvarps- og tækjalaus, til að tala saman, spila saman eða leika saman. Svo má líka velja að eiga gæðastund með hverju barni fyrir sig (ef þau eru fleiri en eitt) einn eða fleiri daga í mánuði.

Kvöldin bjóða upp á tækifæri til að fara fyrr að sofa, svo líkaminn fái svefn í þær mikilvægu klukkustundir sem svefn fyrir miðnætti er heilsu okkar. Við getum verið betri við hvort annað, hrósað þeim sem standa sig vel, stutt við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda og svo mætti lengi telja.

Mikilvægast er að hafa alltaf í huga að hver dagur felur í sér tækifæri til svo margra uppbyggilegra hluta bæði fyrir okkur sjálf, svo og aðra í kringum okkur.

Ég sendi þér sem þetta lest mínar bestu óskir um gleði- og gæfuríkt komandi ár 365 tækifæra!

mbl.is

Sápublöndur í staðinn fyrir skordýraeitur

18:00 Með góðu skipulagi og réttu vali á plöntum þarf ekki að útheimta svo mikla vinnu að halda garðinum fínum og fallegum. Margir rækta matjurtir og uppskera ríkulega eftir sumarið. Meira »

Hressasta kona landsins bauð í partý

14:00 Partýdrottningin Dröfn Ösp Snorradóttir sem búsett er í LA hélt partý á staðnum 10 sopum um síðustu helgi. Margt hresst fólk var saman komið enda aldrei lognmolla í kringum Dröfn eða DD Unit eins og hún er stundum kölluð. Meira »

Höll Víðishjóna föl fyrir 165 milljónir

09:45 Við Valhúsabraut á Seltjarnarnesi stendur einstakt 254,7 fermetra einbýlishús. Ásett verð er 165 milljónir sem gerir húsið eitt af dýrari einbýlishúsum á fasteignamarkaðnum í dag. Meira »

Athyglisbrestur: Hvað er hægt að gera?

05:00 ADD, hver eru næstu skref og hvað er hægt að gera sjálfur? Þessum spurningum reynir Þórey Krist­ín Þóris­dótt­ir, klín­ísk­ur sál­fræðing­ur og markþjálfi, að svara í sínum nýjasta pistli. Meira »

8 leiðir til að gera kynlífið í sumar betra

Í gær, 22:29 Flest pör stunda betra og meira kynlíf í fríinu. Svona ferðu að því að gera kynlífið í sumarfríinu enn betra.   Meira »

Álagið á okkar ferðatöskur miklu meira

í gær María Maríusdóttir hefur áratuga reynslu af sölu á ferðatöskum. Hún er eigandi verslunarinnar Drangey og segir að Íslendingar séu um margt ólíkir öðrum þjóðum þegar kemur að ferðalögum. Hún segir ferðatöskur segja mikið til um ferðalanginn. Meira »

Tennisdrottning undir japönskum áhrifum

í gær Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova á einstaklega fallegt hús í Kaliforníu. Einfaldur stíll ræður ríkjum á heimavelli Sharapovu. Meira »

Mamma mikil tískufyrirmynd

í gær Arkitektaneminn Aþena Aradóttir er með fallegan og klassískan fatastíl eins og kom í ljós þegar Smartland fékk að kíkja í fataskápinn hennar. Aþena starfar sem flugfreyja á sumrin en mun hefja nám á lokaári í arkitektúr í Listaháskóla Íslands í haust. Meira »

Fáðu mjaðmir eins og Halle Berry

í gær Leikkonan Halle Berry er dugleg í ræktinni en hún gleymir ekki að teygja á.   Meira »

Hvernig er kynlíf í hjónabandi?

í fyrradag Ekkert hjónaband er eins og því er ekkert kynlíf eins. Fólk á þó oft meira sameiginlegt en það telur sig eiga.  Meira »

Sokkaráð sem breytir lífi þínu

17.7. Það getur verið pirrandi að vera búinn að velja skó en finna svo ekki réttu sokkana til að vera í innanundir. Þetta ráð útrýmir þeim höfuðverk. Meira »

Hönnun Rutar Kára breytir öllu

17.7. Einn eft­ir­sótt­asti inn­an­húss­arki­tekt lands­ins, Rut Kára­dótt­ir, á heiður­inn af inn­rétt­ing­um í þessari fimm herbergja íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi. Meira »

Þetta gerir Gabrielle Union í ræktinni

17.7. Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union heldur sér í formi með þessum æfingum.  Meira »

Við ætlum að verða gömul hérna

17.7. Erna Geirlaug Árnadóttir innanhússarkitekt hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og tísku.  Meira »

Lótus-stellingin: fyrir þá sem vilja mikla nánd

16.7. Ef þú ert búinn að fara í nokkra jógatíma upp á síðkastið ættirðu að prófa lótus-stellinguna með maka þínum.   Meira »

Ræktarráð frá stjörnuþjálfurum

16.7. Stjörnuþjálfararnir vita hvað þeir syngja hvað varðar ræktina. Hver og einn þjálfari hefur þó mismunandi áherslur og ekki er víst að öll ráð henti einum. Meira »

Flest pör kynnast á netinu

16.7. Í fyrsta skipti kynnast flest pör í gegnum netið. Færri kynnast í gegnum sameignlega vini eða fjölskyldu.  Meira »

Þessar eru ekki lengur á lausu

16.7. Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

16.7. Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

15.7. Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

15.7. „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »