365 tækifæri 2019

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Önnur tengdadóttir mín sendi mér í gær teiknimyndina sem fylgir greininni. Skilaboðin á henni urðu kveikjan að þessari grein. Ég veit að hvert ár felur í sér ótal tækifæri en oft hef ég horft á stærri myndina og hugsað um þau markmið sem ég ætla að vinna að í hverjum ársfjórðungi eða árinu í heild. Því var svo gott að fá áminningu um að tækifærin sem við öll eigum eru 365, því hver dagur felur í sér ný tækifæri til að vinna að markmiðum okkar og bæta líf okkar á einhvern hátt. Með þetta í huga stefni ég á að halda dagbók yfir þau tækifæri sem hver dagur árið 2019 færir mér,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

49085529_2871185579562002_6867245629303685120_n

MARKMIÐASETNING Á NÝÁRSDAG

Venjulega byrja ég að skissa upp hvert væntanlegt ár í huganum í október eða nóvember. Þegar kemur fram í desember fer myndin af komandi ári að verða nokkuð skýr og ég fer að setja punkta niður á blað. Nýársdegi ver ég svo í að setja markmiðin mín niður á blað, tímasetja þau og kortleggja nokkuð nákvæmlega hvernig ég geri ráð fyrir að ná þeim.

Meðan ég bjó á Hellnum settumst við einn nýársdag niður og skrifðum á blað 24 atriði tengd rekstri Hótel Hellna, sem við vildum ná að gera það árið. Við vissum á þeim tímapunkti ekki hvernig við ættum að framkvæma þá, né hvernig þeir yrðu fjármagnaðir. Þegar farið var yfir listann í lok árs, höfðum við náð að ljúka 23 atriðum af honum.

Þetta dæmi sýnir að mínu mati að markmiðalistar hafa mikið gildi, enda hef ég gert mér slíka lista frá árinu 1990.

ALLT ER BREYTINGUM HÁÐ

Þar sem lífið er hins vegar allaf einhverjum breytingum háð er ég jafnan tilbúin til að vera sveigjanleg og breyta með stuttum fyrirvara áætlunum mínum. Þess vegna er svo gott að fara reglulega yfir plönin sín og endurskipuleggja þau. 

Stundum þarf að gera slíkt með mánaðar millibili, stundum dugar að skipta árinu í sína fjóra ársfjórðunga og yfirfara plönin á þriggja mánaða fresti.

365 DAGAR TÆKIFÆRA

Hver dagur felur í sér tækifæri til að gera eitthvað nýtt, eitthvað sem styður okkur í að verða betri og hæfari í lífi og starfi. Við höfum tækifæri til að vakna fyrr á morgnana og nýta daginn þar með betur. Þeir sem vakna snemma geta byrjað daginn á einhvers konar líkamsrækt og haft þá meira úthald fyrir daginn framundan.

Við getum lagt okkur meira fram í vinnunni til að þjóna öðrum enn betur. Við getum varið meiri tíma með fjölskyldunni og til dæmis sett upp ákveðið kvöld í viku sem eru sjónvarps- og tækjalaus, til að tala saman, spila saman eða leika saman. Svo má líka velja að eiga gæðastund með hverju barni fyrir sig (ef þau eru fleiri en eitt) einn eða fleiri daga í mánuði.

Kvöldin bjóða upp á tækifæri til að fara fyrr að sofa, svo líkaminn fái svefn í þær mikilvægu klukkustundir sem svefn fyrir miðnætti er heilsu okkar. Við getum verið betri við hvort annað, hrósað þeim sem standa sig vel, stutt við bakið á þeim sem þurfa á stuðningi að halda og svo mætti lengi telja.

Mikilvægast er að hafa alltaf í huga að hver dagur felur í sér tækifæri til svo margra uppbyggilegra hluta bæði fyrir okkur sjálf, svo og aðra í kringum okkur.

Ég sendi þér sem þetta lest mínar bestu óskir um gleði- og gæfuríkt komandi ár 365 tækifæra!

mbl.is

Pör sem eru líklegri til að skilja

Í gær, 22:51 Ákveðin vandamál hjálpa ekki þegar reyna fer á sambönd. Betra er að takast á við hlutina strax en að sópa þeim undir teppið. Meira »

Ofurparið selur sex herbergja útsýnisíbúð

Í gær, 19:00 Ofurparið Karitas María Lárusdóttir og Gylfi Einarsson hafa sett sína huggulegu 180 fm íbúð í Kópavogi á sölu.   Meira »

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

Í gær, 16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

Í gær, 13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

Í gær, 09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

Í gær, 05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

í fyrradag Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

í fyrradag Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í fyrradag Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í fyrradag Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í fyrradag Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í fyrradag Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

19.1. Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

19.1. Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »