Minnislærdómur þarf ekki að vera leiðinlegur

Thinkstock
Thinkstock

Lærdómsforrit hverskonar eru sniðug leið til að fanga athygli ungmenna og gera lærdóminn bæði skemmtilegan og gagnvirkan. Börn og unglingar í dag eyða miklum tíma í snjallsímum og smáforritum og því vel í stakk búin til að nýta sér slík forrit og bæta lærdómstækni sína. 

Spjaldalærdómur er talin árangursrík aðferð fyrir metnaðarfulla nemendur til að bæði læra og varðveita þekkingu. Rannsóknir sýna að þegar þú horfir á tiltekna spurningu á spjaldi og hugsar um svarið er ákveðinn hluti hugarstarfsemi þinnar virkjaður. Í ferlinu er semsagt ekki bara verið að leggja á minnið ákveðinn texta heldur reynir heilinn að hugsa hugtakið frá byrjun til enda, sem skilur eftir sig dýpri vitneskju. Þegar nemandinn svarar svo spurningunni og metur hvort svarið sé rétt eða ekki er hann um leið að meta eigin færni á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa líka sýnt að slík þekking á eigin hugsun verði til þess að svarið fari enn dýpra í minni hans en ella.

Eitt þessara forrita hefur náð sérstökum vinsældum vestanhafs en það er Anki-forritið, sem hægt er að nota í bæði tölvum og síma. Þeir nemendur sem kjósa að glósa á spjöld gætu haft áhuga á Anki-appinu. Anki, sem er japanska orðið yfir iðjuna að leggja eitthvað á minnið, gerir notendum kleift að búa til sín eigin spjöld upp úr námsefninu, svo sem spurningar eða myndir upp úr texta, ásamt svörunum, sem nemandinn svo flokkar í spjaldastokka eftir viðfangsefni. Nemandinn flettir í gegnum stokkana, svarar eftir bestu getu og metur hversu erfitt honum þótti spjaldið. Við lok hverrar tarnar hefur forritið safnað saman gögnum um hversu vel notandinn þekkir hvert spjald og prófar nemandann í því sem hann sjálfur telur sig eiga erfiðast með að muna. Ef nemandinn gerir villu á einu spjaldi kemur sama spurning upp stuttu síðar og tryggir þannig að hann læri það sem hann átti í mestu erfiðleikum með og beinir athygli hans í rétta átt.

Dæmi um atriði sem eru tilvalin í appið eru tungumál, landafræði, líkamspartar eða sjúkdómar (appið er mikið notað meðal læknanema í Bandaríkjunum).

Vissulega er slík spjaldagerð vinna þar sem nemandinn þarf að setja upp eigin spjöld, gera þau vel og fara yfir þau daglega. Já, daglega. En minnislærdómur gengur einmitt út á endurtekningu og þar kemur appið að góðum notum.

Önnur forrit sem vert er að benda á sem einnig ganga út á notkun slíkra spjalda eru til dæmis forritin iStudious, Brainscape og QuizLet.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »