Svefn og vodki lykillinn að velgengninni

Vera Wang hefur byggt upp stórveldi á síðustu áratugum.
Vera Wang hefur byggt upp stórveldi á síðustu áratugum. skjáskot/Instagram

Fatahönnuðurinn Vera Wang segir lykilinn að velgengni sinni án efa fyrst og fremst svefn. Hún hafi alltaf passað að fá næga hvíld á meðan hún byggir upp stórveldi sitt samhliða því að ala upp tvö börn. 

Wang er eflaust einn þekktasti hönnuður heims í dag og hefur hannað kjóla fyrir hvaða tilefni sem er fyrir stærstu stjörnur þessa heims. 

Vera Wang hefur haldið áfram að vinna heima í heimsfaraldrinum.
Vera Wang hefur haldið áfram að vinna heima í heimsfaraldrinum. Skjáskot/Instagram

„Svefn er lykillinn að því að lifa það af að eiga stækkandi fyrirtæki og ala upp tvö börn. Ég meina; ég held ég gæti ekki verið til ef ég gæti ekki sofið. Ég þarf svefn því þá endurnýjar maður allt. Þannig að svefn er mjög stór hluti og klárlega vodki líka. Því ég meina, það er bara svo gott að geta slakað á með kokteil,“ segir Wang í viðtali við People.

Wang bætti við að hún væri ekki að tala um að fá sér 10 vodkadrykki heldur bara einn. 

Heimsfaraldurinn hefur haft áhrif á vinnu Wang eins og flestra. Hún og teymið hennar hafa þó haldið áfram að vinna á netinu. „Það voru mun fleiri sem ákváðu að fresta en að hætta algjörlega við. Brúðir gefast ekki upp á því að ganga í það heilaga. Ég held að núna frekar en nokkru sinni fyrr hafi þær fengið löngun í að finna fyrir spennunni sem fylgir brúðkaupi, þannig að það er dásamlegt,“ sagði Wang.

Zendaya á Emmy-verðlauna hátíðinni á síðasta ári, í gullfallegum kjól …
Zendaya á Emmy-verðlauna hátíðinni á síðasta ári, í gullfallegum kjól úr smiðju Veru Wang. ROBYN BECK
mbl.is