Viltu ná meira jafvægi milli vinnu og einkalífs?

Ljósmynd/Unsplash

Nútímafólk hugsar meira um forgangsröðunina í lífinu. Samkvæmt nýjustu rannsóknum sem gerðar voru í Bretlandi velja æ fleiri starf út frá jafnvægi milli vinnu og einkalífs - ekki út frá launum. Smartland ætlar í samstarfi við Dale Carnegie að bjóða upp á vinnustofuna Jafnvægi vinnu og einkalífs þriðjudaginn 8. nóvember. 

Á vinnustofunni; Jafnvægi vinnu og einkalífs er farið yfir hvernig fólk metur jafnvægið á milli sviða eins og vinnu, fjölskyldu, heilsu, samfélags, andlegra mála, félagslífs og fjármála. Á vinnustofunni er lagt mat á hversu sátt fólk er við þá orku og þann tíma sem fólk gefur hverju sviði fyrir sig. Á vinnustofunni skuldbindur fólk sig til þess að öðlast meira jafnvægi í lífinu. 

Stundum verður til ójafnvægi sökum tímabundinna aðstæðna, svo sem slysi eða meiðslum, breytingum á vinnustað, eða flutningi. Í öðrum tilfellum er þetta ójafnvægi viðvarandi ástand. Ef okkur finnst við vera í ójafnvægi dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, jafnvel ár eftir ár, ættum við að skoða hvers vegna og greina hvert við beinum orkunni. Hve miklum tíma við verjum í hvert svið lífs okkar. Það gerir fólki kleift að komast á braut betra jafnvægis.

Burtséð frá kröfum atvinnurekenda er margt sem fólk getur gert til þess að skapa meira jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Staðreyndin er að fæstir gera sér áætlun til að ná árangri á þessu sviði heldur taka við endalausum verkefnum þangað til að eitthvað fer á hliðina.

Hvenær: Þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20.00 til 21.30

Hvar: Live online í beinni á netinu með virkri þátttöku

Fyrir hverja: Lesendur Smartlands á mbl.is

Verð: 17.900 - en lesendur Smartlands greiða ekkert. 

Skráning HÉR! 

Ljósmynd/Unsplash, Brooke Cagle
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál