Sunneva Ása færði miðbæinn upp á Höfða

Listakonan Sunneva Ása Weishappel segir frá því hvernig hún færði menninguna úr miðbænum upp í atvinnuhúsnæði á Höfða. 

„Það var tómt rými upp á Höfða, ódýrt og risa stórt. Ég held þetta hafi verið eitthvað yfir 1.000 fermetrar Þetta var rosalega skemmtilegt tímabil. Við setjum upp smíðaverkstæði og prentverkstæði og búum til risa stórt rými til að taka upp vídjóverk eða tónlistarmyndbönd. Þetta varð svona Mekka,“ segir Sunneva Ása í þættinum Þær njóta velgengni. 

Þættirnir fjalla um konur sem eru metnaðarfullar og njóta velgengni hver á sínu sviði. Í þáttaseríunni Þær er ljósinu varpað á Eddu Hermannsdóttur markaðsstjóra, Unni Valdimarsdóttur prófessor, Írisi Dögg Einarsdóttur ljósmyndara, Erlu Björnsdóttur doktor og Sunnevu Ásu Weishappel listakonu. Þar fjalla þær meðal annars um ljónin í veginum og það hvernig þær hafa náð sínum eftirtektarverða árangri.

Fyrsti þátturinn er kominn inn á Sjónvarp Símans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál