Auðvelt að vera feitur á Íslandi

Helga Reynisdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í ...
Helga Reynisdóttir er ein af þeim sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingunni.

Helga Reynisdóttir er ein af spriguggunum sem tekur þátt í Lífsstílsbreytingu Smartlands og Sporthússins. Hún segist strax vera farin að finna mikinn mun á fötunum sínum enda hefur hún staðið sig vel og meðal annars lagt uppáhaldsgosdrykkinn sinn á hilluna!

„Ég er að byrja hjá kírópraktor í Sporthúsinu í vikunni og vona svo innilega að ég fari að verða betri í kroppnum. Ég fór til hans Magna á föstudaginn og var tekin röntgenmynd þar sem gallar mínir leyndu sér ekki. Hann hvatti mig til að gera æfingar, fara í sjúkraþjálfun og mæta til sín, hugsa að þetta sé skothelt plan að verkjalausri og betri útgáfu af mér. 

Það sem ég hef veitt gaum á þessu ferðalagi mínu er hvað við Íslendingar erum rosalega miklir neytendur og látum auðveldlega stjórnast af auglýsingum. Þá eru freistingarnar við hvert fótmál, endalausar auglýsingar hvar sem við erum og hvert sem við förum. Úrvalið af skyndibita er endalaust og lúgusjoppurnar út um allt, ég var að reyna að fela mig fyrir þeim um daginn og held að bærinn minn Hafnarfjörður, hljóti að eiga heimsmet í að koma fyrir sem flestum skyndibitastöðum á sem minnstum landskika! Í sjálfsölum við sundlaugar og íþróttamiðstöðvar eru eintómt gos, sætindi og ís! Einhvern vegin finnst mér þetta ekki fara saman,“ segir Helga í sínum nýjasta pistli:

Það er mjög auðvelt að verða feitur á Íslandi, það er ekki skrýtið að við séum ein feitasta þjóð í heimi. Skammtastærðirnar fara stækkandi, sykri er troðið í allar matvörur og áður en við vitum af erum farin að setja einhvern óþverra í okkur og börnin okkar án þess að gruna það.

Ég hef verið að skoða leirtau að gamni og diskar eru orðnir svo stórir að ef að ég ætlaði mér að kaupa diska eða glös eins og mamma mín og pabbi notuðu þyrfti ég að kaupa mér barnaleirtau. Nú á dögunum birtist frétt á mbl.is þar sem rannsókn ein leiddi það í ljós mín kynslóð á erfiðara með að halda sér í kjörþyngd heldur en kynslóð foreldra minna, þrátt fyrir sömu matarvenjur og hreyfingu.

„Ein­stak­ling­ar sem borðuðu sama magn af mat voru 10% þyngri árið 2006 held­ur en jafn­aldr­ar þeirra árið 1971. Þyngd­ar­stjórn­un snýst um fleira held­ur en hversu marg­ar hita­ein­ing­ar maður inn­byrðir á móti því hversu mörg­um hita­ein­ing­um maður síðan eyðir. Lífstíll og um­hverfi, svo sem lyfja­notk­un, streita og erfðir, hafa auk þess áhrif á þyngd fólks.“

Þá hafa endalausar rannsóknir birst á undanförnum árum sem að sýna tengingu matarræðis og sjúkdóma eins og sykursýki, krabbameins og hjartasjúkdóma. Þetta er allavega nóg fyrir mig til þess að reyna hugsa betur um hvað ég og fjölskyldan mín setjum ofan í okkur.

Ég veit að það er auðvelt að segja þetta en þetta snýst allt saman um að byrja bara, bara byrja einhverstaðar! Það sem að gerist þegar að við hreyfum okkur að okkur líður betur, ósjálfrátt fer maður að hugsa betur um það sem að maður borðar en þetta helst allt í hendur. Áður en maður veit af er maður farinn að draga fjölskylduna með sér, í stað þess að fara í bíó og gúffa í sig gotteríi þá er maður farinn að fara í sund. 

Það er ekki nóg að hugsa bara um hvern líðandi dag og vera fastur í núinu þegar kemur að heilsusamlegum lífstíl, maður verður að hugsa til framtíðar. Það getur verið erfitt að grípa inn í þegar vandamálin eru komin og ætla að laga þau eftir á. Því á setning á myndinni hér vel við en reynum öll að gera eitthvað á hverjum degi sem að verður okkur og fólkinu okkar til góðs í framtíðinni, sama hvort það er að taka heilbrigðar ákvarðanir eða sýna náunganum kærleika.

mbl.is

Gefandi að hjálpa fólki að finna sér heimili

Í gær, 21:00 Guðbjörg Guðmundsdóttir rekur fasteignasöluna Fjölhús ásamt Thelmu Víglundsdóttur. Þær eru engir venjulegir fasteignasalar því þær taka að sér að stílisera íbúðirnar fyrir sölu. Meira »

Svona býr einn frægasti arkitekt í heimi

Í gær, 18:00 Einn frægasti arkitekt í heimi, Frank Gehry, flutti nýverið í nýtt hús enda níræður. Húsið er þó ekki hefðbundið frekar en annað sem Gehry kemur að. Meira »

Svona undirbýrðu húðina fyrir stóra daginn

Í gær, 14:00 Flestir vilja líta sem best út á brúðkaupsdaginn en gott er að byrja með góðum fyrirvara að hressa upp á húðina og hárið til að fyrirbyggja öfgar stuttu fyrir stóru stundina. Meira »

Hvað þarftu að eiga til að geta keypt?

Í gær, 11:00 Það getur verið snjallt að nota viðbótarlífeyrissparnaðinn til að brúa bilið í fasteignakaupum. Með smá aga og góðri yfirsýn ætti flestum að takast að spara fyrir innborgun á nokkrum árum. Meira »

Armbeygjurnar sem koma Hudson í form

Í gær, 05:00 Leikkonan Kate Hudson gerir armbeygjur sem fær fólk til að svitna við það eitt að horfa á hana framkvæma þær. Þjálfarinn kallar æfinguna nöðruna. Meira »

Algeng og óþægileg kynlífsvandamál

í fyrradag Vill hún ekki leyfa þér að sleikja píkuna eða rennur limurinn alltaf út? Ekkert vandamál er of stórt eða flókið fyrir kynlífssérfræðinginn Tracey Cox. Meira »

Öll leynitrixin í bókinni fyrir karlana

í fyrradag „Það er nú bara þannig að við karlarnir erum jú orðnir mun meira metro en fyrir einhverjum árum og ég vil meina að okkar metro tími hafi samt sem áður farið að kikka inn fyrir u.þ.b. 20 árum eða þegar ég var á hátindi míns hárferils.“ Meira »

Svona hefur gardínutískan þróast

í fyrradag Guðrún Helga Theodórsdóttir fékk sitt fyrsta starf níu ára en hún hefur allar götur síðan unnið í fjölskyldufyrirtækinu Z-brautum og gluggatjöldum. Foreldrar hennar stofnuðu fyrirtækið eftir að faðir hennar hafði gengið í hús til þess að kynna gardínukappa. Meira »

„Ég var feit sem barn“

í fyrradag Radhi Devlukia Shetty átti erfitt með þyngdina þegar hún var ung stúlka. Sumir eru á því að ef Dalai Lama og Oprah Winfrey hefðu átt barn væri það hún. Meira »

Vertu í þínu pínasta pússi um páskana

20.4. Óþarfi er að kaupa nýjan fatnað fyrir páskahátíðina. Fylgihlutir geta verið það eina sem þarf til.   Meira »

Þetta ljúga konur um í kynlífi

20.4. Fæstir eru 100 prósent heiðarlegir við bólfélaga sína. Konur ljúga ekki endilega til um kynferðislega ánægju.  Meira »

Arnar Gauti mætti á nýja staðinn í Mosó

20.4. Blackbox opnaði nýjan stað í Mosfellsbæ og áður en staðurinn var formlega opnaður mættu Arnar Gauti, Ásgeir Kolbeins, Jóhannes Ásbjörnsson, Hulda Rós Hákonardóttir, Skúli á Subway og fleiri til að smakka. Meira »

Þetta er hollasta fitan sem þú getur borðað

20.4. Krabbamein er algeng dánarorsök sem einkennist af stjórnlausum vexti fruma í líkamanum. Rannsóknir hafa sýnt að fólk í Miðjarðarhafslöndum er í hlutfallslega minni hættu á að fá krabbamein og sumir hafa getið sér þess til að ólífuolía hafi eitthvað með þetta að gera. Meira »

Klæddu þig upp á í kjól um páskana

20.4. Ljósir rómantískir kjólar eru í tísku þessa páskana. Gulur er að sjálfsögðu vinsæll litur á þessum árstíma. En fleiri litir koma til greina. Meira »

Andlega erfitt að grisja og flytja

20.4. Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað. Meira »

Hilmar hætti að drekka og fékk nýtt líf

19.4. Hilmar Sigurðsson sneri lífi sínu við eftir að hafa farið í meðferð í Hlaðgerðarkoti. Hann segir alkóhólismann vera sjálfhverfan sjúkdóm og ein besta leiðin til að sigrast á honum sé að hjálpa öðrum. Meira »

Ætlar að nýta páskana í að mála

19.4. Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og eigandi Nielsen hönnunarstofu, býr á Seltjarnarnesi ásamt eiginmanni og þremur börnum.  Meira »

Maja heldur kolvetnalausa páska

19.4. Anna María Benediktsdóttir eða Maja eins og hún er vanalega kölluð skreytir fallega hjá sér fyrir páskana. Hér gefur hún nokkur góð ráð, meðal annars hvernig upplifa má góða sykurlausa páska. Meira »

Getur verið að tengdó sé spilafíkill?

19.4. Ég hef staðið manninn minn að því að vera lána föður sínum peninga og oftar en ekki skila þessir peningar sér ekki. Ég hef reynt að ræða þetta við hann og alltaf segist hann sammála mér og hann ætli að hætta þessu en svo næsta sem ég veit að þá er hann búinn að lána honum meira. Meira »

Thelma hannaði töfraheim fyrir fjölskyldu

19.4. Thelma Björk Friðriksdóttir innanhússarkitekt hannaði ákaflega heillandi heimili utan um fjögurra manna fjölskyldu.  Meira »

Geggjaður retró-stíll í 101

18.4. Við Framnesveg í Reykjavík stendur 103 fm raðhús sem byggt var 1922. Búið er að endurnýja húsið mikið og er stíllinn svolítið eins og að fólk gangi inn í tímavél. Meira »