„Þetta verður aldrei auðveldara“

Sólveig Sigurðardóttir hefur náð miklum árangri í crossfit á nokkrum ...
Sólveig Sigurðardóttir hefur náð miklum árangri í crossfit á nokkrum árum.

Sólveig Sigurðardóttir keppir í annað sinn í liðakeppni á heimsleikunum í crossfit í sumar. Sólveig er komin í fremstu röð þrátt fyrir að hafa haft lítinn íþróttabakgrunn þegar hún byrjaði að æfa crossfit fyrir nokkrum árum. 

Hvenær og hvernig kom það til að þú byrjaðir að æfa crossfit? 

Ég fór í skiptinám til Spánar árið 2012 og þegar ég kom heim vildi ég losna við nokkur aukakíló sem höfðu safnast saman yfir árið. Frænka mín var þá nýbyrjuð í einhverju sem hét crossfit og ég ákvað að slá til og prófa. Ég fann strax að þetta var eitthvað fyrir mig og áhuginn varð mikill mjög snemma. Ég hef engan sérstakan íþróttabakgrunn. Þegar ég var yngri prófaði ég allar íþróttir sem voru í boði á Íslandi og áhuginn minnkaði alltaf eftir nokkra mánuði í íþróttinni, svo ég endaði alltaf á að hætta bara í staðinn fyrir að gefa þeim séns. 

Hvað er svona skemmtilegt við crossfit?

Það sem mér finnst skemmtilegast við crossfit er að þessi íþrótt er sífelld áskorun. Þetta verður aldrei auðveldara. Ef einhver æfing er orðin auðveldari þá þarftu bara að gera hana hraðar. Crossfit tvinnar saman þol og styrk á mjög skemmtilegan máta þar sem þú þarft að geta verið sterkur þótt þú sért þreyttur. Mér finnst íþróttin líka draga fram það besta í manni á flestum sviðum. Hún dregur fram keppnisskap í rólegustu manneskjunum og fær fólk til að prófa hluti sem það hélt það gæti aldrei gert. Þegar ég byrjaði í crossfit kunni ég ekki að gera upphífingar eða labba á höndum. Svo ákvað ég að keppa á Íslandsmótinu eftir að hafa æft í ár og þá var ein greinin handstöðulabb. Ég hafði tvær vikur til stefnu en aldrei á ævinni lært að labba á höndum. Með smá þrjósku og þrautseigju lærði ég grunninn að handstöðugöngu á tveimur vikum og gat bjargað mér á mótinu.

Liðið fangað vel eftir að hafa tryggt sér rétt til ...
Liðið fangað vel eftir að hafa tryggt sér rétt til að keppa á heimsleikunum.

Hvernig er liðsandinn í liðinu?

Hann er virkilega góður. Við erum öll miklir vinir og æfum mikið saman. Við þekkjum veikleika og styrkleika hvert annars og styðjum við bakið á hvert öðru ef einhver á erfitt í einhverri grein. Við gerum okkur grein fyrir því að liðið er ekki sterkara en veikasti hlekkurinn í hverri æfingu fyrir sig og erum alltaf tilbúin að taka sem best á því.

Hvernig var að taka þátt á heimsleikunum í fyrra?

Það var sjúklega gaman. Ég var búin að fylgjast með heimsleikunum á netinu síðastliðin tvö ár og alltaf hugsað hversu geggjað það væri að keppa í sólinni í Los Angeles með öllum þessum heimsklassa crossfitturum. Svo bauðst tækifærið og þetta er ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í. Upplifunin og apparatið í kringum þetta var alveg hrikalega flott og verður seint toppað.

Hvernig gengur að tvinna saman miklar æfingar og vinnu?

Ég kláraði menntaskólann fyrir rúmu ári síðan og hef ekki enn þá fundið mér nám sem mig langar í. Ég ákvað eiginlega eftir menntaskólann að fókusa meira á æfingarnar og sjá hvað myndi gerast. Ég var samt í 80% kvöldvinnu þannig ég nýtti dagana í að æfa og fór svo í vinnuna á kvöldin. Það heldur betur borgaði sig og ég var ein þrjátíu kvenna í Evrópu/Afríku sem komst inn á Evrópuleikana í crossfit í júní. Ég afþakkaði samt boðið og keppti með liðinu mínu í stað þess að fara einstaklings. Núna var ég að hætta í kvöldvinnunni og er byrjuð að þjálfa fleiri tíma í Crossfit Reykjavík sem gefur mér enn þá meira svigrúm til þess að æfa og ég er mjög spennt að sjá hvert það leiðir mig.

Hvernig og hvað æfirðu mikið í hverri viku? 

Ég fylgi prógrami sem heitir The Training Plan og það eru tvær æfingar á dag, fyrir og eftir hádegi, 5x í viku. Hina tvo dagana notum við í að hreyfa okkur létt og passa að vöðvarnir stífni ekki upp eftir æfingar vikunnar. Ef ég er að fara að keppa tek ég nokkra aðeins rólegri daga fyrir og leyfi líkamanum að jafna sig á álaginu.

Sólveig segir crossfit vera sífellda áskorun.
Sólveig segir crossfit vera sífellda áskorun.

Áttu þér uppáhaldsæfingu?

Mér finnst flest allar æfingar sem innihalda þunga lyftingarstöng mjög skemmtilegar. Ég hef mjög gaman af því að lyfta þungt, hvort sem það er inn í æfingu eða bara sér.

Verðurðu aldrei löt og nennir ekki á æfingu?  

Jú það koma dagar þar sem líkaminn og hausinn eru ekki alveg til staðar. En það skiptir máli að vita hvenær þú þarft í alvörunni að slaka á og taka frí eða hvort þú sért bara latur. Þá er gott að hafa æfingafélaga sem láta þig ekki komast upp með neitt bull. Og maður er alltaf glaður eftir á.  

Hvað gerirðu til þess að slaka á og gera vel við þig?

Ég er mikið fyrir að komast út úr bænum og labba fjöll eða bara fara í göngutúr, það slakar á hausnum. Ég geri svo bara vel við mig með góðum mat og desert einu sinni í viku.

Skiptir mataræðið málið þegar maður er að æfa svona mikið? 

Mataræðið skiptir virkilega miklu máli og ég komst almennilega að því eftir heimsleikana í fyrra. Þá ákvað ég að hafa samband við næringarþjálfara í Ameríku og bað hann um að hjálpa mér með næringu. Þá byrjaði ég að vigta matinn minn og passa að borða rétt hlutföll af próteini, kolvetnum og fitu. Það má segja að þá hafi hlutirnir byrjað að gerast. Ég léttist helling og styrktist í leiðinni. Gat lyft þyngra en líkamsþyngdaræfingarnar urðu léttari í leiðinni. 

Ég borða mjög mikið það sama dag eftir dag. Á milli æfinga fæ ég mér einföld kolvetni, smá fitu og prótein. Eftir æfingar og á kvöldin fæ ég flókin kolvetni, fitu og prótein. Svo rétt áður en ég fer að sofa fæ ég mér Casein-prótein (hægmeltandi prótein), hnetusmjör og kolvetni. Ég fæ eina svindlmáltíð á viku og nýti hana til fulls.

mbl.is

Er ég of ung fyrir botox?

11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

08:00 „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

Í gær, 23:59 Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

Í gær, 21:00 Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í gær Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í gær Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

í gær Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í gær Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

í gær Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

í fyrradag Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »

Passar skammtastærðirnar og forðast sól

18.2. Fyrirsætan Maye Musk er ekki bara móðir Elon Musk heldur líka næringarfræðingur sem skrifaði undir fyrirsætusamning 68 ára við eina stærstu fyrirsætuskrifstofu í heimi. Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Eru lambhúshettur töff?

18.2. Góðar fréttir fyrir Íslendinga berast af tískupöllunum í New York. Lambhúshetta er ekki lengur bara fyrir leikskólabörn með hor niður á höku. Meira »

Prjónaði peysur á forsetahjónin

18.2. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, sést oftar en ekki í fallegri lopapeysu. Kennarinn Ágústa Jónsdóttir prjónaði peysuna og segir uppskriftina einfaldari en hún lítur út fyrir að vera. Meira »