Drakk bara vatn í heila viku

Steinþór Helgi Arnsteinsson drakk bara vatn í heila viku.
Steinþór Helgi Arnsteinsson drakk bara vatn í heila viku.

Steinþór Helgi Arnsteinsson, viðburðastjóri hjá CCP, fastaði í heila viku í nóvember. Í heila viku borðaði hann ekki neitt heldur drakk eingöngu vatn. Hann segir að áhrifin af föstunni séu stórkostleg þótt þetta hafi verið erfitt á köflum.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af alls konar tegundum af föstum og mér finnst gaman að reyna á sjálfan mig. Þetta hefur verið að þróast í gegnum árin og ég hef verið að prófa mig áfram. Ég hef verið á Paleo-mataræði, stundað föstur eins og 16:8 og sleppt því að borða í einn og einn sólarhring,“ segir Steinþór. 

Hann segist hafa áttað sig á því að morgunmatur passaði ekki fyrir hann. Hann segist hafa reynt ítrekað að borða heilsusamlegan morgunmat og fann, að alveg sama hvað hann borðaði, hann var alltaf orðinn svangur aftur eftir klukkutíma. 

„Svengd er eitthvað sem ræðst ekki af því hvort þú þurfir mat eða ekki heldur spila hormón og líkamsstarfsemi þarna inn í. Ég sá heimildamynd um föstur á BBC og hef lesið bækur og greinar sem útskýra þetta betur,“ segir hann. 

Steinþór hafði prófað að fasta í einn og einn dag, fasta í þrjá daga og fimm daga þegar hann ákvað að taka þetta skrefinu lengra og fasta í heila viku. 

„Ég hef líka prófað djúsföstur og fann að þær henta ekki fyrir mig. Þær eru miklu óþægilegri en vatnsföstur því líkami minn er þannig að ef hann fær eitthvað smá að borða þá öskrar hann á meira. Annars er þetta persónubundið. Ég mæli með því að fólk prófi sig áfram því það er ekki neitt lífsstílstengt sem er gott fyrir alla,“ segir hann. 

Hann játar að hafa oft verið svangur en segir jafnframt að fyrstu þrír dagarnir hafi verið erfiðastir. 

„Svengdin kemur í bylgjum. Þegar ég finn fyrir svengd er líkaminn ekki endilega að segja að hann þurfi orku. Þetta kemur í bylgjum og gengur yfir. En það er merkilegt að upplifa líkamsstarfsemina á allt annan hátt. Líkaminn fer að forgangsraða öðruvísi þegar hann fær bara vatn.“

Hvernig þá?

„Mér fannst ég verða rólegri. Maður kynnist meltingarkerfinu betur þegar maður fer að pæla í svengd, í hvað þú ert að nota orku, hvenær dags þú borðar og þar fram eftir götunum. Þú upplifir hvað félagslegi hlutinn að borða, að setjast niður með einhverjum, skipuleggja hádegismat, er sterkur. En svo gerist margt jákvætt eins og það að húðin verður miklu betri, skynfæri verða skarpari, ég fann meiri lykt og heyrði betur,“ segir hann.

Föstur hafa mismunandi áhrif á fólk. Á meðan sumir verða orkumeiri verða aðrir það orkulitlir að þeir komast varla fram úr rúminu. Steinþór segir að hann hafi verið nokkuð sprækur þessa viku sem hann fastaði. 

„Ég var bara að lifa venjulegu lífi. Kíkti alveg í ræktina en var kannski meira að teygja og hanga, fór í heita og kalda pottinn, kíkti í IKEA og skrúfaði saman kommóðu,“ segir hann.

Steinþór játar að hann sé mjög öfgakenndur. 

„Ég hef mjög gaman af þessum öfgum. Ég tel sjálfan mig lifa mjög öfgakenndu lífi. Ég dýrka að reyna mjög mikið á líkamann en þess á milli drekk ég allt of mikinn bjór og borða allt of mikið nammi. Ég vinn of mikið og allt það og þess vegna er svo mikilvægt að núllstilla líkamann alveg.“

Hann segist ekki vera búinn að skipuleggja næstu föstu en segir að hann ætli pottþétt að taka aftur svona vatnsviku.

„Ég og kærastan mín erum að eignast okkar fyrsta barn eftir tvær vikur. Ég mun pottþétt gera þetta aftur. Í janúar ætla ég að vera á Keto-mataræði en ég á eftir að stúdera það aðeins. Vinur minn, Dóri DNA, hefur náð góðum árangri á því mataræði og mig langar að prófa.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Eliza fór að ráðum Smartlands

18:00 Eliza Reid forsetafrú klæddist ljósum sokkabuxum og ljósum skóm í sænsku konungshöllinni. Lesendur Smartlands þekkja þetta ráð en dökkir skór og ljósar sokkabuxur getur verið varhugaverður kokteill. Meira »

Regnhlífahattar í rigninguna

16:00 Í haust- og vetrarlínu Fendi má finna fjölmörg höfuðföt. Það voru ekki bara derhúfur og skíðahúfur heldur líka sérstakir regnhattar sem gætu komið í stað gamla sjóhattsins. Meira »

Margrét María og Guðmundur selja

13:00 Guðmundur Pálsson sem hefur gert garðinn frægan með hljómsveitinni Baggalút hefur sett raðhús sitt og eiginkonu sinnar, Margrétar Maríu Leifsdóttur, á sölu. Meira »

María Sigrún á von á barni

10:10 María Sigrún Hilmarsdóttir fréttamaður og Pétur Árni Jónsson eiga von á þriðja barninu. María Sigrún er gengin 22 vikur og er von á dóttur í vor. Fyrir eiga hjónin tvö börn. Smartland óskar hjónunum til hamingju með óléttuna. Meira »

Fagurkerinn Guðrún Björg

08:00 Guðrún Björg Sigurðardóttir ber það með sér að hún er mikill fagurkeri. Hún hefur ferðast víða og búið m.a. í Bretlandi. Um tíma heimsótti hún Rússland reglulega og varð fyrir miklum áhrifum þaðan. Meira »

Geirvörtur og snípur afar næm svæði

Í gær, 23:59 „Nú er staðan sú að ég nýt þess ekki þegar eiginmaður minn örvar geirvörturnar og snípinn. Þessir staðir eru mjög næmir og mér finnst slík örvun yfirþyrmandi.“ Meira »

Frekjukast í flugtaki

í gær Öll eigum við sögur um hræðileg flug. Ég flaug einu sinni í tólf tíma frá Kenya til Íslands og öll klósett voru orðin stífluð, enginn matur var til í vélinni og vatnið búið. Tvisvar var millilent en ekki var hægt að ná í vistir, ó nei. Í annað sinn sat ég með eldri konu frá Kambódíu nánast í fanginu. Meira »

Heimilistrendin 2018

Í gær, 21:00 Góðra hugmynda til að fegra heimilið er hvergi betra að leita en á Pinterest. Pinterest hefur gert spá um hvaða stefnur verði heitastar á árinu 2018. Meira »

Heimilið fullkomnað með hönnunarrusli

í gær Kim Kardashian er nýbúin að gera upp húsið sitt og veit að heimili er ekki fullkomnað nema með fínum ruslatunnum. Raunveruleikastjarnan á ekki bara handtöskur frá Louis Vuitton. Meira »

Ragnar og Ingibjörg eiga von á barni

í gær Einn dáðasti listamaður þjóðarinnar, Ragnar Kjartansson, á von á barni með eiginkonu sinni, Ingibjörgu Sigurjónsdóttur.   Meira »

Sjö ráð til að feika ferskleikann

í gær Ertu búin að liggja í flensu, horfa á Netflix fram eftir nóttu eða einfaldlega buguð í skammdeginu? Vissulega er sniðugt að drekka meira vatn, koma sér í ræktina og fara snemma að sofa en stundum þurfum við að framkalla ferskleikann á augabragði og hér eru nokkur ráð og vörur sem hjálpa þér á ögurstundu. Meira »

„Aukin þörf á hæfum stjórnendum“

í gær Guðrún Snorradóttir markþjálfari er einn helsti sérfræðingur landsins í jákvæðri sálfræði. Hún hefur verið að fara inn í fyrirtæki með lausnir fyrir stjórnendur, bæði einstaklinga og hópa. Meira »

Kyn­lífið sem fólk hræðist

í fyrradag Stellingar sem reyna á færni sem er auðveldara að þjálfa upp í fimleikasal heldur en upi í rúmi vekja frekar hræðslutilfinningu en þægilegt og rólegt kynlíf uppi í rúmi. Meira »

Frábær frumsýning

15.1. Það var glatt í hjalla þegar Efi var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir fer með aðalhlutverk sýningarinnar. Meira »

Hvað ertu tilbúin að ganga langt?

15.1. Það var glatt á hjalla í Borgarleikhúsinu þegar verkið Medea var frumsýnt. Í salnum sitja konur öðrum megin og karlar hinum megin. Kynjaskiptur salur er hluti af upplifun sýningarinnar og má hver og einn ráða hvorum megin hann situr. Meira »

Bað eða sturta, hvort borgar sig?

15.1. Þegar baðherbergið er tekið í gegn vaknar oft sú spurning hvort eigi að velja baðker eða góðan sturtuklefa. Þetta skiptir ekki síst máli þegar selja á húsnæðið. Meira »

Ríkir velja sér vini öðruvísi

15.1. Ertu meðvitaður um hvernig fólk vinir þínir eru og hvernig þeir geta hjálpað þér? Margir milljónamæringar velja vini sína vel löngu áður en þeir byrja að græða. Meira »

Arnar og María eiga von á barni

15.1. Arnar Gunnlaugsson og María Builien Jónsdóttir eiga von á barni. 16 ára aldursmunur er á parinu en Arnar er 44 ára og María 28 ára. Meira »

Ragnhildur og Hanna selja Logalandið

15.1. Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Logaland á sölu. Það sem er einstaklega gott við húsið er að bílskúrinn er áfastur, ekki í sérlengju. Meira »

Hversu oft þarf að þrífa heimilið?

14.1. Heimilisþrif eru ekki bara viðfangsefni Sólrúnar Diego heldur hafa vísindin sitthvað að segja um hversu oft skal þrífa heimilið. Meira »