Fáðu stinnari rassvöðva og sterkari miðju

Anna Eiríksdóttir leikfimisdrottning í Hreyfingu lumar hér á góðri æfingu sem þjálfar rassvöðvana og styrkir miðju líkamans. 

„Þetta myndband gefur þér hugmynd að góðum æfingum sem hjálpa þér að styrkja rass- og kviðvöðva. Hver æfing er gerð eins oft og þú getur í 30 sekúndur og næsta æfing er gerð í beinu framhaldi án þess að hvíla á milli. Frábært er að gera lágmark tvær umferðir hvora hlið eða samtals fjórar umferðir en velkomið er að gera meira.

Það þarf ekki alltaf að gera mikið til þess að æfingin skipti sköpum, prófaðu að bæta þessari stuttu en góðu lotu við þína æfingu eða gerðu þessa æfingu í beinu framhaldi af fimm mögnuðum kviðæfingum sem þú finnur HÉR og fáðu ennþá meira út úr æfingunni,“ segir Anna í sínum nýjasta pistli. 

Ef þú vilt frábæra 10 mínútna æfingu frítt, skráðu þig þá á póstlistann minn á annaeiriks.is

Gangi þér vel!

mbl.is