Töfrar hafsins

Pinterest

Þeir sem dragast að orku hafsins eru margir hverjir sammála um að hann ráði yfir öflum sem næra, hreinsa og slaka. Töfrar hafsins hafa í gegnum aldirnar haft áhrif á fólk. Margir af leiðtogum heimsins hafa notað sjóinn sér til fyrirmyndar. Á meðal þeirra eru Ernest Hemingway, Bruce Lee, Mahatma Gandhi, Ophra Winfrey, móðir Theresa og fleiri.

Hér eru 5 atriði sem gott er að hafa í huga í lífinu sem við getum tekið frá sjónum.

Vertu fastur fyrir eins og sjórinn

Þegar árstíðirnar ganga í garð hafa þær áhrif á sjóinn, en í minna mæli og hægar en mörg okkar höfum áttað okkur á. Sjórinn heldur hita sínum langt fram á vetur, og kólnar hægar en loftið sem umlykur hann. 

Af þessu getum við lært að við megum vera eins og sjórinn. Þótt á okkur dynji áföll, áskoranir eða verkefni, getum við haldið áfram að vera við. Ef einhver ákveður að láta neikvæð orð á okkur falla, getum við ráðið viðbrögðum okkar. Ekki ósvipað því hvernig hafið tekur við svamli frá fugli, regndropum úr lofti eða vindi. Ef þú ákveður að bregðast við af offorsi, mundu að í dýpstu rótum getur þú átt frið líkt og hafið. Það er mikið frelsi fólgið í því að geta valið um viðbrögð okkar við umhverfinu. 

Breyttu um form eins og sjórinn

Í miklu frosti frýs sjórinn, þegar hiti er mikill gufar hann upp. Í miklu roki geta öldurnar skollið lengra upp á land. En mundu, sama í hvaða formi, þá er sjórinn alltaf sjór.

Af þessu getum við lært að umverfið krefst stundum af okkur að við þurfum að aðlagast. Og þótt við séum ekki í sömu stöðu og í gær þá erum við þau sömu. Það að geta aðlagast og breyst getur verið kostur. Þá sér í lagi þegar um miklar breytingar er að ræða. Fjármál eru gott dæmi um þetta. Ef þú þarft að minnka við þig eða breyta til sem virðist áskorun mundu þá hvað raunverulega skiptir máli í lífinu og að lífið er ferðalag. Allt á sér upphaf og endir. Og flestallt sem við lendum í og breytir okkur, getur orðið til þess að við öðlumst auðmýkt, vöxum og eflumst.

Varðveittu þinn innri frið eins og sjórinn

Þótt sjórinn virðist oft fyrirferðarmikill á yfirborðinu, ríkir mikill friður og ró undir niðri í sjónum. Og á dýpstu stöðum sjávarins er erfitt fyrir okkur mannfólkið að rata.

Þú getur geymt slíkan stað innra með þér. Heilagan stað sem er bara fyrir þig. Þar sem þú geymir fallegar hugsanir og frið sem þú getur sótt þegar þú þarft á því mest að halda. Staðinn sem þú myndir fara á eftir lífið hér á jörðinni, til að mæta almættinu þínu og gera upp lífsins þroska og göngu. Hafðu þennan stað einungis fyrir þig og ræktaðu hann daglega.

Hafðu góð áhrif á umhverfið þitt eins og sjórinn

Þeir sem stunda sjóböð eru sammála um að hafið sé mikil heilsulind. Að sjóböð vikulega geta styrkt ónæmiskerfið, róað og hreinsað sálina. Eftir heimsókn í hafið virðist allt skýrt og hreint í höfðinu á okkur. Ef við umgöngumst hafið með réttum hætti skilar það okkur betur frá sér en áður en við heimsóttum það.

Ef við viljum vera eins og hafið getum við æft okkur í að næra og efla í staðinn fyrir að brjóta niður og tæta. Að fara í gegnum daginn með það að markmiði að vilja öllum vel er góður eiginleiki. Þú munt fá þetta vinarþel margfalt til baka. Ekki baktala, brjóta niður eða eyðileggja það sem á vegi þínum verður. Vertu í hópi þeirra sem byggja upp samfélagið og fólkið sem þeir hitta.  

Mundu að dropinn holar steininn

Einn dropi úr hafinu virðist í stóra samhenginu ekki skipta svo miklu máli, en ef maður hugsar til þess þá er auðsótt að sjá að hafið er samsett úr ótal sjávardropum. Eins og máltækið segir er mikið afl í dropanum, sem með tímanum getur holað steininn.

Hafðu þetta hugfast þegar þú ert að breyta til í lífinu, að búa til nýja vana eða venja þig af einhverju sem þú telur ekki gott fyrir þig. Þegar við tökum einn dag í einu í slíkum breytingum getur fyrirhöfnin oft orðið mikil án þess að maður sjái árangurinn strax. Þá er gott að minna sig á að dropinn holar steininn, og með þrautseygju og dugnaði getur maður breytt talsvert miklu til lengri tíma litið.

Pinterest
mbl.is

Hvers vegna viltu dýrt heimili?

Í gær, 18:00 Heimilið á að segja sögu okkar og alls staðar þar sem reynt er of mikið til að allt líti sem dýrast út, það er ekki heimili sem er að virka eins og það á að gera. Þar er verið að skapa ímynd sem er ekki raunveruleiki heldur draumur um eitthvað annað líf. Þar sem sótt er í það sem á að vera „æðislegra” en það sem er. Meira »

Mjöður sem kveikir meltingareldinn

Í gær, 16:00 „Logandi sterkur eplasíder er magnað fyrirbæri og eitthvað sem við ættum öll að brugga á þessum tíma árs. Svona mjöður „bústar“ ofnæmiskerfið og hitar okkur frá hvirfli ofan í tær. Nú er lag að skella í einn (eða tvo) til að koma eldhress undan vetri,“ segir Guðrún Kristjánsdóttir í Systrasamlaginu í sínum nýjasta pistli. Meira »

Allt á útopnu í Geysi

Í gær, 13:16 Það var margt um manninn við sýningaropnun í Kjallaranum í Geysi Heima á laugardaginn þegar Halla Einarsdóttir opnaði einkasýningu sína, ÞRÖSKULDUR, SKAÐVALDUR, ÁBREIÐUR. Fjöldi fólks lagði leið sína á Skólavörðustíginn en boðið var upp á léttar veitingar. Meira »

Er ég of ung fyrir botox?

Í gær, 11:06 „Ég er tæplega þrítug og farin að hafa áhyggjur af því að eldast. Það eru ekki komnar neinar sjáanlegar hrukkur en andlitið mitt er farið að missa fyllingu og verða „eldra“ í útliti,“ spyr íslensk kona. Meira »

Er sjálfsfróunartæknin vandamálið?

í gær „Hann hefur aldrei fengið fullnægingu eða sáðlát við samfarir. Hann sagði mér nýlega að hann fróaði sér á maganum (liggur með andlitið niður og nuddar sér upp við rúmið).“ Meira »

Katrín átti ekki roð í Naomi Campbell

í fyrradag Katrín hertogaynja er ekki alltaf best klædda konan á svæðinu. Á mánudaginn fyllti hún Buckingham-höll af fagfólki.  Meira »

Bað alltaf um það sama í förðunarstólnum

í fyrradag Lydia F. Sellers sá um hár og förðun á Meghan Markle í tvö ár áður en hún trúlofaðist Harry Bretaprins. Sellers segir áreynsluleysi einkenna útlit Meghan Markle. Meira »

Svona fór Aldís að því að léttast um 60 kg

í fyrradag Aldís Ólöf Júlíusdóttir var orðin 140 kg þegar hún ákvað að taka málin í sínar hendur árið 2015. Í dag er hún 60 kílóum léttari og segir að þetta sé allt annað líf. Hún er 32 ára, býr á Siglufirði þar sem hún starfar í kjörbúð og svo rekur hún fyrirtækið Krílaklæði. Meira »

Sveinbjörg Birna selur húsið

í fyrradag Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir borgarfulltrúi hefur sett raðhús sitt við Bakkasel í Breiðholti á sölu. Húsið er 253 fm og var byggt 1974. Meira »

Sex ára með 180 þúsund króna tösku

í fyrradag Blue Ivy dóttir Beyoncé og Jay-Z er sex ára og gengur um með tösku frá Lous Vuitton og í leðurjakka frá Givenchy.   Meira »

Í stærð 16 og hamingjusöm

20.2. Hunter McGrady sat fyrir í sundfatablaði Sports Illustrated. McGrady sem er stærri en flestar hinar stelpurnar í blaðinu leið ömurlega í stærð tvö. Meira »

Ertu búin að finna Le Mépris rauðan?

20.2. Kvikmyndin Le Mépris (Contempt) er án efa ein fallegasta mynd sögunnar. En rauði liturinn úr myndinni er nú vinsælasti rauði litur tískunnar. Meira »

Sex sambandsráð Kristen Bell

19.2. Leikarahjónin Kristen Bell og Dax Shapard eru hamingjusamlega gift og fara reglulega í hjónabandsráðgjöf. Bell kann því nokkur ráð þegar kemur að því að láta sambönd ganga upp. Meira »

Katrín stakk í stúf í grænu

19.2. Á meðan konur á BAFTA-verðlaunahátíðinni mættu flestar í svörtu mætti Katrín hertogaynja í grænum kjól.   Meira »

Hér æfir Anna þegar hún er í New York

19.2. „New York er ein af uppáhaldsborgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds „boutique“ stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Meira »

Áhrifamestu bloggarar heims

18.2. Víðsvegar um heiminn eru bloggarar að fjalla um áhugaverða hluti. Hér er samantekt um áhrifamestu erlendu bloggarana sem vert er að fylgja á netinu. Meira »

Marmari og stuð í Hafnarfirði

19.2. Við Vörðustíg í Hafnarfirði stendur sjarmerandi hús með ákaflega fallegu eldhúsi. Svört eldhúsinnrétting prýðir eldhúsið og marmaraborðplata setur setur punktinn yfir i-ið. Meira »

Hjörvar og Heiðrún eignuðust son

19.2. Útvarpsstjarnan Hjörvar Hafliðason og lögmaðurinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir eignuðust son á laugardaginn. Móður og barni heilsast vel. Meira »

Plöntur eiga ekki heima í svefnherberginu

19.2. Samkvæmt feng shui-fræðum ættu plöntur ekki að vera í svefnherberginu. Plöntur eru orkumiklar en svefnherbergið á að vera friðsælt og rólegt. Meira »

Fá fullnægingu með hvor annarri

18.2. Sigga Dögg er vinsæll fyrirlesari þar sem hennar meginviðfangsefni er kynlíf. Hún segir að konur eigi auðveldara með að fá fullnægingu með hvor annarri. Meira »