Töfrar hafsins

Pinterest

Þeir sem dragast að orku hafsins eru margir hverjir sammála um að hann ráði yfir öflum sem næra, hreinsa og slaka. Töfrar hafsins hafa í gegnum aldirnar haft áhrif á fólk. Margir af leiðtogum heimsins hafa notað sjóinn sér til fyrirmyndar. Á meðal þeirra eru Ernest Hemingway, Bruce Lee, Mahatma Gandhi, Ophra Winfrey, móðir Theresa og fleiri.

Hér eru 5 atriði sem gott er að hafa í huga í lífinu sem við getum tekið frá sjónum.

Vertu fastur fyrir eins og sjórinn

Þegar árstíðirnar ganga í garð hafa þær áhrif á sjóinn, en í minna mæli og hægar en mörg okkar höfum áttað okkur á. Sjórinn heldur hita sínum langt fram á vetur, og kólnar hægar en loftið sem umlykur hann. 

Af þessu getum við lært að við megum vera eins og sjórinn. Þótt á okkur dynji áföll, áskoranir eða verkefni, getum við haldið áfram að vera við. Ef einhver ákveður að láta neikvæð orð á okkur falla, getum við ráðið viðbrögðum okkar. Ekki ósvipað því hvernig hafið tekur við svamli frá fugli, regndropum úr lofti eða vindi. Ef þú ákveður að bregðast við af offorsi, mundu að í dýpstu rótum getur þú átt frið líkt og hafið. Það er mikið frelsi fólgið í því að geta valið um viðbrögð okkar við umhverfinu. 

Breyttu um form eins og sjórinn

Í miklu frosti frýs sjórinn, þegar hiti er mikill gufar hann upp. Í miklu roki geta öldurnar skollið lengra upp á land. En mundu, sama í hvaða formi, þá er sjórinn alltaf sjór.

Af þessu getum við lært að umverfið krefst stundum af okkur að við þurfum að aðlagast. Og þótt við séum ekki í sömu stöðu og í gær þá erum við þau sömu. Það að geta aðlagast og breyst getur verið kostur. Þá sér í lagi þegar um miklar breytingar er að ræða. Fjármál eru gott dæmi um þetta. Ef þú þarft að minnka við þig eða breyta til sem virðist áskorun mundu þá hvað raunverulega skiptir máli í lífinu og að lífið er ferðalag. Allt á sér upphaf og endir. Og flestallt sem við lendum í og breytir okkur, getur orðið til þess að við öðlumst auðmýkt, vöxum og eflumst.

Varðveittu þinn innri frið eins og sjórinn

Þótt sjórinn virðist oft fyrirferðarmikill á yfirborðinu, ríkir mikill friður og ró undir niðri í sjónum. Og á dýpstu stöðum sjávarins er erfitt fyrir okkur mannfólkið að rata.

Þú getur geymt slíkan stað innra með þér. Heilagan stað sem er bara fyrir þig. Þar sem þú geymir fallegar hugsanir og frið sem þú getur sótt þegar þú þarft á því mest að halda. Staðinn sem þú myndir fara á eftir lífið hér á jörðinni, til að mæta almættinu þínu og gera upp lífsins þroska og göngu. Hafðu þennan stað einungis fyrir þig og ræktaðu hann daglega.

Hafðu góð áhrif á umhverfið þitt eins og sjórinn

Þeir sem stunda sjóböð eru sammála um að hafið sé mikil heilsulind. Að sjóböð vikulega geta styrkt ónæmiskerfið, róað og hreinsað sálina. Eftir heimsókn í hafið virðist allt skýrt og hreint í höfðinu á okkur. Ef við umgöngumst hafið með réttum hætti skilar það okkur betur frá sér en áður en við heimsóttum það.

Ef við viljum vera eins og hafið getum við æft okkur í að næra og efla í staðinn fyrir að brjóta niður og tæta. Að fara í gegnum daginn með það að markmiði að vilja öllum vel er góður eiginleiki. Þú munt fá þetta vinarþel margfalt til baka. Ekki baktala, brjóta niður eða eyðileggja það sem á vegi þínum verður. Vertu í hópi þeirra sem byggja upp samfélagið og fólkið sem þeir hitta.  

Mundu að dropinn holar steininn

Einn dropi úr hafinu virðist í stóra samhenginu ekki skipta svo miklu máli, en ef maður hugsar til þess þá er auðsótt að sjá að hafið er samsett úr ótal sjávardropum. Eins og máltækið segir er mikið afl í dropanum, sem með tímanum getur holað steininn.

Hafðu þetta hugfast þegar þú ert að breyta til í lífinu, að búa til nýja vana eða venja þig af einhverju sem þú telur ekki gott fyrir þig. Þegar við tökum einn dag í einu í slíkum breytingum getur fyrirhöfnin oft orðið mikil án þess að maður sjái árangurinn strax. Þá er gott að minna sig á að dropinn holar steininn, og með þrautseygju og dugnaði getur maður breytt talsvert miklu til lengri tíma litið.

Pinterest
mbl.is

Getur fólk á ketó farið á þorrablót?

16:00 Er þorramatur hollur? Geta þeir sem eru á ketó gúffað í sig mat á þorrablótum? Gunnar Már Sigfússon, einkaþjálfari og höfundur bókarinnar Ketó hormónalausnin, segir að þeir sem eru á ketó geti fundið mat við sitt hæfi. Meira »

Íslensk fyrirsæta átti sviðið hjá Kenzo

13:30 Kristín Lilja Sigurðardóttir gekk tískupallinn fyrir franska tískuhúsið Kenzo ásamt ofurfyrirsætunni Winnie Harlow.   Meira »

Heimili Sölva er eins og leikvöllur

09:47 Sölvi Tryggvason á töluvert öðruvísi heimili en fólk almennt. Hann leggur mikið upp úr því að hann geti hreyft sig á heimilinu. Meira »

Hvað felst í norræna kúrnum?

05:12 Föstur, ketó, Miðjarðarhafsmataræðið, steinaldarmataræðið og hvað það nú heitir, listinn er endalaus. Norræna mataræðið komst í fréttir á síðasta ári og gott að kynna sér hvað felst í því nú þegar allir ætla að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Meira »

Svona æfir frú Bieber

Í gær, 21:00 Hailey Baldwin sýndi hvernig hún æfir en það er víst ekki nóg fyrir fyrirsætur að vera háar og grannar þær þurfa líka að vera með vöðva. Meira »

Hvenær verður fólk fullorðið?

Í gær, 18:00 Fólk verður fullorðið 18 ára samkvæmt lögum en fæstum líður þó þannig, nema ef barn er í spilunum.   Meira »

Þunnar sokkabuxur aftur í móð

í gær Ef marka má nýjustu herferð tískumerkisins Saint Laurent verða þunnar sokkabuxur í anda áttunda áratugarins vinsælar í sumar. Meira »

Er alltaf allt í drasli hjá þér?

í gær Ertu búin/n að gefast upp á öllu draslinu og nærðu ekki utan um tiltektina? Ef svo er þá er þetta það sem vantar í líf þitt! Meira »

Mætir klukkan 04:30 í ræktina

í gær Mel B ætlar að vera í góðu formi á tónleikum Kryddpíanna í sumar. Hún vaknar um miðja nótt til þess að mæta æfingu ef það er það sem þarf til. Meira »

Þór lærði tantra hjá jógamunkum

í gær Þór Jóhannesson er einn vinsælasti jógakennarinn um þessar mundir. Hann er að fara af stað með námskeið í World Class á nýju ári þar sem hann kennir fólki að ná jafnvægi á hvolfi. Meira »

Ástæður þess að fólk hendir ekki drasli

í fyrradag Það er fátt vinsælla núna en að endurskipuleggja líf sitt eftir aðferðum Marie Kondo. Það getur þó reynst erfitt að einfalda lífið þegar heimilið er fullt af óþarfa hlutum sem enginn tímir að henda. Meira »

Karlmenn lýsa ótrúlegum fullnægingum

í fyrradag Einn maður fékk svo rosalega fullnægingu að hann var ófær um gang næstu 20 mínúturnar. Var kannski besta fullnægingin þín fyrir 20 árum? Meira »

Toppurinn sem tryllir allt

19.1. Gífurlegur aukinn áhugi á stuttum öðruvísi toppklippingum gefur í skyn að toppatískan verði í anda Berglind Festival í ár.   Meira »

Þvoði ekki hárið í mörg ár

19.1. „Það var ógeðslegt,“ sagði GOT-stjarnan Sophie Turner um það þegar hún mátti ekki þvo á sér hárið.   Meira »

Fröken Fix endurhannaði Rekstrarvörur

19.1. Fyrirtækið Rekstrarvörur er eins og nýtt eftir að Sesselja Thorberg sem rekur fyrirtækið Fröken Fix endurhannaði húsnæði fyrirtækisins. Mesta áskorunin var að laga hljóðvistina og var það gert með risastórum sérhönnuðum loftljósum. Meira »

Léttist um 37 kg og langar í stærri brjóst

19.1. „Ég er búin að missa um 37 kg að verða á einu ári og er komin í kjörþyngd. Brjóstin á mér eru orðin mjög slöpp og eiginlega eins og tómir pokar. Hvað er best að gera?“ Meira »

Fitnessdrottningin Sigga Ómars flytur

18.1. Fitnessdrottningin Sigríður Ómarsdóttir, eða Sigga Ómars eins og hún er kölluð, hyggst flytja en hún hefur sett íbúð sína í Kópavogi á sölu. Íbúðin er 114 fm. Meira »

Langar í kærasta og upplifir höfnun

18.1. „Ég hitti mann á djamminu, fórum heim saman og kannski vöknuðum saman og svo heyrði ég ekkert í honum. Þá fór ég að vera óörugg og fór að hafa samband sem ég veit að er mjög „desperate“. Hvað geri ég til að eignast kærasta? Meira »

Samtalsmeðferð er ekki skyndilausn

18.1. „Rannsóknir sýna að samtalsmeðferð er sú aðferð sem best hefur nýst fagaðilum til að hjálpa einstaklingum að vinna úr ýmis konar áföllum, hvort heldur sem er í parsamböndum sínum, æsku eða í raun og veru hvar sem er á lífsleið viðkomandi. Samtalsmeðferð er hins vegar ekki skyndilausn og snýst ekki um 1-2 viðtöl.“ Meira »

Benedikt mætti með dæturnar

18.1. Það var líf og fjör þegar einleikur Charlottu Böving, Ég dey, var frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Benedikt Erlingsson eiginmaður Charlottu lét sig ekki vanta. Meira »

Fyrrverandi hættur að borga meðlag

18.1. „Sá sem greiðir auka meðlag hættir því án þess að láta neinn vita og án þess að sækja um niðurfellingu. Meðlagsþegi beitir innheimtuaðgerðum þar sem greiðslur berast ekki án árangurs og líða meira en tvö ár á þess að greiðslur berist. Hvað er til ráða?“ Meira »