Töfrar hafsins

Pinterest

Þeir sem dragast að orku hafsins eru margir hverjir sammála um að hann ráði yfir öflum sem næra, hreinsa og slaka. Töfrar hafsins hafa í gegnum aldirnar haft áhrif á fólk. Margir af leiðtogum heimsins hafa notað sjóinn sér til fyrirmyndar. Á meðal þeirra eru Ernest Hemingway, Bruce Lee, Mahatma Gandhi, Ophra Winfrey, móðir Theresa og fleiri.

Hér eru 5 atriði sem gott er að hafa í huga í lífinu sem við getum tekið frá sjónum.

Vertu fastur fyrir eins og sjórinn

Þegar árstíðirnar ganga í garð hafa þær áhrif á sjóinn, en í minna mæli og hægar en mörg okkar höfum áttað okkur á. Sjórinn heldur hita sínum langt fram á vetur, og kólnar hægar en loftið sem umlykur hann. 

Af þessu getum við lært að við megum vera eins og sjórinn. Þótt á okkur dynji áföll, áskoranir eða verkefni, getum við haldið áfram að vera við. Ef einhver ákveður að láta neikvæð orð á okkur falla, getum við ráðið viðbrögðum okkar. Ekki ósvipað því hvernig hafið tekur við svamli frá fugli, regndropum úr lofti eða vindi. Ef þú ákveður að bregðast við af offorsi, mundu að í dýpstu rótum getur þú átt frið líkt og hafið. Það er mikið frelsi fólgið í því að geta valið um viðbrögð okkar við umhverfinu. 

Breyttu um form eins og sjórinn

Í miklu frosti frýs sjórinn, þegar hiti er mikill gufar hann upp. Í miklu roki geta öldurnar skollið lengra upp á land. En mundu, sama í hvaða formi, þá er sjórinn alltaf sjór.

Af þessu getum við lært að umverfið krefst stundum af okkur að við þurfum að aðlagast. Og þótt við séum ekki í sömu stöðu og í gær þá erum við þau sömu. Það að geta aðlagast og breyst getur verið kostur. Þá sér í lagi þegar um miklar breytingar er að ræða. Fjármál eru gott dæmi um þetta. Ef þú þarft að minnka við þig eða breyta til sem virðist áskorun mundu þá hvað raunverulega skiptir máli í lífinu og að lífið er ferðalag. Allt á sér upphaf og endir. Og flestallt sem við lendum í og breytir okkur, getur orðið til þess að við öðlumst auðmýkt, vöxum og eflumst.

Varðveittu þinn innri frið eins og sjórinn

Þótt sjórinn virðist oft fyrirferðarmikill á yfirborðinu, ríkir mikill friður og ró undir niðri í sjónum. Og á dýpstu stöðum sjávarins er erfitt fyrir okkur mannfólkið að rata.

Þú getur geymt slíkan stað innra með þér. Heilagan stað sem er bara fyrir þig. Þar sem þú geymir fallegar hugsanir og frið sem þú getur sótt þegar þú þarft á því mest að halda. Staðinn sem þú myndir fara á eftir lífið hér á jörðinni, til að mæta almættinu þínu og gera upp lífsins þroska og göngu. Hafðu þennan stað einungis fyrir þig og ræktaðu hann daglega.

Hafðu góð áhrif á umhverfið þitt eins og sjórinn

Þeir sem stunda sjóböð eru sammála um að hafið sé mikil heilsulind. Að sjóböð vikulega geta styrkt ónæmiskerfið, róað og hreinsað sálina. Eftir heimsókn í hafið virðist allt skýrt og hreint í höfðinu á okkur. Ef við umgöngumst hafið með réttum hætti skilar það okkur betur frá sér en áður en við heimsóttum það.

Ef við viljum vera eins og hafið getum við æft okkur í að næra og efla í staðinn fyrir að brjóta niður og tæta. Að fara í gegnum daginn með það að markmiði að vilja öllum vel er góður eiginleiki. Þú munt fá þetta vinarþel margfalt til baka. Ekki baktala, brjóta niður eða eyðileggja það sem á vegi þínum verður. Vertu í hópi þeirra sem byggja upp samfélagið og fólkið sem þeir hitta.  

Mundu að dropinn holar steininn

Einn dropi úr hafinu virðist í stóra samhenginu ekki skipta svo miklu máli, en ef maður hugsar til þess þá er auðsótt að sjá að hafið er samsett úr ótal sjávardropum. Eins og máltækið segir er mikið afl í dropanum, sem með tímanum getur holað steininn.

Hafðu þetta hugfast þegar þú ert að breyta til í lífinu, að búa til nýja vana eða venja þig af einhverju sem þú telur ekki gott fyrir þig. Þegar við tökum einn dag í einu í slíkum breytingum getur fyrirhöfnin oft orðið mikil án þess að maður sjái árangurinn strax. Þá er gott að minna sig á að dropinn holar steininn, og með þrautseygju og dugnaði getur maður breytt talsvert miklu til lengri tíma litið.

Pinterest
mbl.is

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

18:30 Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

15:30 Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

12:14 Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

09:15 Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

06:00 Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

Í gær, 23:59 Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

Í gær, 21:00 Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

í gær Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

í gær Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

í gær Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

í gær Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

í gær Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

í fyrradag Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »

Rándýr trefill minnti á allt annað

í fyrradag Stundum minnir sköpun fólks helst á kvensköp. Ítalska tískuhúsið Fendi komst á dögunum í fréttir fyrir rándýran trefil sem þótti minna á píku. Meira »

Steinþór Helgi og Glódís stækka við sig

16.10. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Glódís Guðgeirsdóttir hafa sett sína huggulegu íbúð á sölu en hún stendur við Grandaveg í Reykjavík. Meira »

Hvernig verður lífið betra?

16.10. „Hversu oft er það ekki þannig að við finnum einhvern ófrið innra með okkur en veljum að hunsa þá líðan en komumst síðan að því að við höfðum rétt fyrir okkur, varnarkerfi hjartna okkar hafði varað okkur við en við treystum ekki á það.“ Meira »

Frikki Weiss best klæddi maðurinn?

16.10. Íslendingar þekkja Friðrik Weisshappel, þúsundþjalasmið og athafnamann. Nú eru Danirnir að fatta að þessi meistari er ekkert blávatn. Meira »

Pabbinn keyrður heim í löggubíl

16.10. „Eiginlega datt botninn úr þessu síðast þegar löggan kom með hann heim í annarlegu ástandi. Hann varð mjög blúsaður eftir þetta, sagðist ætla að hætta en svo fór hann í veiðiferð með félögum sínum og datt í það eins og ekkert væri sjálfsagðara.“ Meira »

0,73 prósent í „stórum stærðum“

16.10. Stærstu tískuhús í Evrópu stóðu sig herfilega í að sýna fjölbreytilegar líkamsgerðir þegar þau sýndu vor- og sumarlínu sína fyrir árið 2019. Meira »

Níu merki um framhjáhald

15.10. Er makinn að halda fram hjá? Komdu auga á hegðunarmynstur þeirra sem halda fram hjá.   Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »