Töfrar hafsins

Pinterest

Þeir sem dragast að orku hafsins eru margir hverjir sammála um að hann ráði yfir öflum sem næra, hreinsa og slaka. Töfrar hafsins hafa í gegnum aldirnar haft áhrif á fólk. Margir af leiðtogum heimsins hafa notað sjóinn sér til fyrirmyndar. Á meðal þeirra eru Ernest Hemingway, Bruce Lee, Mahatma Gandhi, Ophra Winfrey, móðir Theresa og fleiri.

Hér eru 5 atriði sem gott er að hafa í huga í lífinu sem við getum tekið frá sjónum.

Vertu fastur fyrir eins og sjórinn

Þegar árstíðirnar ganga í garð hafa þær áhrif á sjóinn, en í minna mæli og hægar en mörg okkar höfum áttað okkur á. Sjórinn heldur hita sínum langt fram á vetur, og kólnar hægar en loftið sem umlykur hann. 

Af þessu getum við lært að við megum vera eins og sjórinn. Þótt á okkur dynji áföll, áskoranir eða verkefni, getum við haldið áfram að vera við. Ef einhver ákveður að láta neikvæð orð á okkur falla, getum við ráðið viðbrögðum okkar. Ekki ósvipað því hvernig hafið tekur við svamli frá fugli, regndropum úr lofti eða vindi. Ef þú ákveður að bregðast við af offorsi, mundu að í dýpstu rótum getur þú átt frið líkt og hafið. Það er mikið frelsi fólgið í því að geta valið um viðbrögð okkar við umhverfinu. 

Breyttu um form eins og sjórinn

Í miklu frosti frýs sjórinn, þegar hiti er mikill gufar hann upp. Í miklu roki geta öldurnar skollið lengra upp á land. En mundu, sama í hvaða formi, þá er sjórinn alltaf sjór.

Af þessu getum við lært að umverfið krefst stundum af okkur að við þurfum að aðlagast. Og þótt við séum ekki í sömu stöðu og í gær þá erum við þau sömu. Það að geta aðlagast og breyst getur verið kostur. Þá sér í lagi þegar um miklar breytingar er að ræða. Fjármál eru gott dæmi um þetta. Ef þú þarft að minnka við þig eða breyta til sem virðist áskorun mundu þá hvað raunverulega skiptir máli í lífinu og að lífið er ferðalag. Allt á sér upphaf og endir. Og flestallt sem við lendum í og breytir okkur, getur orðið til þess að við öðlumst auðmýkt, vöxum og eflumst.

Varðveittu þinn innri frið eins og sjórinn

Þótt sjórinn virðist oft fyrirferðarmikill á yfirborðinu, ríkir mikill friður og ró undir niðri í sjónum. Og á dýpstu stöðum sjávarins er erfitt fyrir okkur mannfólkið að rata.

Þú getur geymt slíkan stað innra með þér. Heilagan stað sem er bara fyrir þig. Þar sem þú geymir fallegar hugsanir og frið sem þú getur sótt þegar þú þarft á því mest að halda. Staðinn sem þú myndir fara á eftir lífið hér á jörðinni, til að mæta almættinu þínu og gera upp lífsins þroska og göngu. Hafðu þennan stað einungis fyrir þig og ræktaðu hann daglega.

Hafðu góð áhrif á umhverfið þitt eins og sjórinn

Þeir sem stunda sjóböð eru sammála um að hafið sé mikil heilsulind. Að sjóböð vikulega geta styrkt ónæmiskerfið, róað og hreinsað sálina. Eftir heimsókn í hafið virðist allt skýrt og hreint í höfðinu á okkur. Ef við umgöngumst hafið með réttum hætti skilar það okkur betur frá sér en áður en við heimsóttum það.

Ef við viljum vera eins og hafið getum við æft okkur í að næra og efla í staðinn fyrir að brjóta niður og tæta. Að fara í gegnum daginn með það að markmiði að vilja öllum vel er góður eiginleiki. Þú munt fá þetta vinarþel margfalt til baka. Ekki baktala, brjóta niður eða eyðileggja það sem á vegi þínum verður. Vertu í hópi þeirra sem byggja upp samfélagið og fólkið sem þeir hitta.  

Mundu að dropinn holar steininn

Einn dropi úr hafinu virðist í stóra samhenginu ekki skipta svo miklu máli, en ef maður hugsar til þess þá er auðsótt að sjá að hafið er samsett úr ótal sjávardropum. Eins og máltækið segir er mikið afl í dropanum, sem með tímanum getur holað steininn.

Hafðu þetta hugfast þegar þú ert að breyta til í lífinu, að búa til nýja vana eða venja þig af einhverju sem þú telur ekki gott fyrir þig. Þegar við tökum einn dag í einu í slíkum breytingum getur fyrirhöfnin oft orðið mikil án þess að maður sjái árangurinn strax. Þá er gott að minna sig á að dropinn holar steininn, og með þrautseygju og dugnaði getur maður breytt talsvert miklu til lengri tíma litið.

Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál