Töfrar hafsins

Pinterest

Þeir sem dragast að orku hafsins eru margir hverjir sammála um að hann ráði yfir öflum sem næra, hreinsa og slaka. Töfrar hafsins hafa í gegnum aldirnar haft áhrif á fólk. Margir af leiðtogum heimsins hafa notað sjóinn sér til fyrirmyndar. Á meðal þeirra eru Ernest Hemingway, Bruce Lee, Mahatma Gandhi, Ophra Winfrey, móðir Theresa og fleiri.

Hér eru 5 atriði sem gott er að hafa í huga í lífinu sem við getum tekið frá sjónum.

Vertu fastur fyrir eins og sjórinn

Þegar árstíðirnar ganga í garð hafa þær áhrif á sjóinn, en í minna mæli og hægar en mörg okkar höfum áttað okkur á. Sjórinn heldur hita sínum langt fram á vetur, og kólnar hægar en loftið sem umlykur hann. 

Af þessu getum við lært að við megum vera eins og sjórinn. Þótt á okkur dynji áföll, áskoranir eða verkefni, getum við haldið áfram að vera við. Ef einhver ákveður að láta neikvæð orð á okkur falla, getum við ráðið viðbrögðum okkar. Ekki ósvipað því hvernig hafið tekur við svamli frá fugli, regndropum úr lofti eða vindi. Ef þú ákveður að bregðast við af offorsi, mundu að í dýpstu rótum getur þú átt frið líkt og hafið. Það er mikið frelsi fólgið í því að geta valið um viðbrögð okkar við umhverfinu. 

Breyttu um form eins og sjórinn

Í miklu frosti frýs sjórinn, þegar hiti er mikill gufar hann upp. Í miklu roki geta öldurnar skollið lengra upp á land. En mundu, sama í hvaða formi, þá er sjórinn alltaf sjór.

Af þessu getum við lært að umverfið krefst stundum af okkur að við þurfum að aðlagast. Og þótt við séum ekki í sömu stöðu og í gær þá erum við þau sömu. Það að geta aðlagast og breyst getur verið kostur. Þá sér í lagi þegar um miklar breytingar er að ræða. Fjármál eru gott dæmi um þetta. Ef þú þarft að minnka við þig eða breyta til sem virðist áskorun mundu þá hvað raunverulega skiptir máli í lífinu og að lífið er ferðalag. Allt á sér upphaf og endir. Og flestallt sem við lendum í og breytir okkur, getur orðið til þess að við öðlumst auðmýkt, vöxum og eflumst.

Varðveittu þinn innri frið eins og sjórinn

Þótt sjórinn virðist oft fyrirferðarmikill á yfirborðinu, ríkir mikill friður og ró undir niðri í sjónum. Og á dýpstu stöðum sjávarins er erfitt fyrir okkur mannfólkið að rata.

Þú getur geymt slíkan stað innra með þér. Heilagan stað sem er bara fyrir þig. Þar sem þú geymir fallegar hugsanir og frið sem þú getur sótt þegar þú þarft á því mest að halda. Staðinn sem þú myndir fara á eftir lífið hér á jörðinni, til að mæta almættinu þínu og gera upp lífsins þroska og göngu. Hafðu þennan stað einungis fyrir þig og ræktaðu hann daglega.

Hafðu góð áhrif á umhverfið þitt eins og sjórinn

Þeir sem stunda sjóböð eru sammála um að hafið sé mikil heilsulind. Að sjóböð vikulega geta styrkt ónæmiskerfið, róað og hreinsað sálina. Eftir heimsókn í hafið virðist allt skýrt og hreint í höfðinu á okkur. Ef við umgöngumst hafið með réttum hætti skilar það okkur betur frá sér en áður en við heimsóttum það.

Ef við viljum vera eins og hafið getum við æft okkur í að næra og efla í staðinn fyrir að brjóta niður og tæta. Að fara í gegnum daginn með það að markmiði að vilja öllum vel er góður eiginleiki. Þú munt fá þetta vinarþel margfalt til baka. Ekki baktala, brjóta niður eða eyðileggja það sem á vegi þínum verður. Vertu í hópi þeirra sem byggja upp samfélagið og fólkið sem þeir hitta.  

Mundu að dropinn holar steininn

Einn dropi úr hafinu virðist í stóra samhenginu ekki skipta svo miklu máli, en ef maður hugsar til þess þá er auðsótt að sjá að hafið er samsett úr ótal sjávardropum. Eins og máltækið segir er mikið afl í dropanum, sem með tímanum getur holað steininn.

Hafðu þetta hugfast þegar þú ert að breyta til í lífinu, að búa til nýja vana eða venja þig af einhverju sem þú telur ekki gott fyrir þig. Þegar við tökum einn dag í einu í slíkum breytingum getur fyrirhöfnin oft orðið mikil án þess að maður sjái árangurinn strax. Þá er gott að minna sig á að dropinn holar steininn, og með þrautseygju og dugnaði getur maður breytt talsvert miklu til lengri tíma litið.

Pinterest
mbl.is

Þetta ætti að gera fyrir 35 ára aldurinn

Í gær, 23:59 Það er ekki allir sem ná að safna tvöföldum árlaunum sínum fyrir 35 ára aldurinn. Hér eru níu atriði sem eru viðráðanlegri.   Meira »

Er kominn tími til að fella grímuna?

Í gær, 21:00 Hvernig er hægt að vera atvinnumaður í íþróttum, eiga fallega eiginkonu, fullt af eignum og í raun allt í lífinu sem maður óskaði sér. En ekki hamingjusamur? Atvinnumaðurinn Lewis Howes hefur fellt grímuna og hvetur aðra karlmenn til að gera hið sama. Meira »

Auðvelt að leika eftir hárgreiðslu Meghan

Í gær, 18:00 Hárgreiðslumaður hertogaynjunnar af Sussex segir að fólk ætti að geta leikið eftir brúðargreislu Meghan heima. Hárgreiðslukonan Teddi Cranford gerði ágæta tilraun. Meira »

Ágústa Eva hélt uppi stuðinu

Í gær, 15:00 Viðreisn og Neslistinn héldu kosningahátíð í kosningamiðstöð sinni við Sundlaug Seltjarnerness í gær. Kosningamiðstöðin er í sögufrægum söluskála sem meðal annars hefur hýst Skarasjoppu og Systrasamlagið, sem því miður hætti starfsemi sinni fyrir rúmu ári. Meira »

Stelpurnar á Nesinu fóru á kostum

Í gær, 13:00 Vel heppnað konukvöld Sjálfstæðiskvenna á Seltjarnarnesi vakti lukku. Neskonur fjölmenntu og skemmtu sér konunglega.  Meira »

Það má spila fótbolta í stofunni

Í gær, 10:00 Katrín Atladóttir býr ásamt eiginmanni sínum og tveimur börnum í Laugardalnum. Heimilið er bjart og huggulegt en hún leggur áherslu á að allir fái að njóta sín. Þar má til dæmis spila fótbolta í stofunni. Meira »

Snorri og Saga létu sig ekki vanta

Í gær, 06:00 Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, var frumsýnd í Háskólabíó við mikinn fögnuð. Halldóra Geirharðsdóttir leikur aðalhlutverkið í myndinni. Meira »

„Við stundum aldrei kynlíf“

í fyrradag „Læknirinn hans skrifaði upp á Viagra en hann neitar að taka það þar sem hann heldur að aukaverkanirnar séu hættulegar. Ekkert sem ég segi sannfærir hann um annað. Hann hefur sagt mér að hann muni skilja við mig ef ég held fram hjá.“ Meira »

Hárið verður eins og í sjampóauglýsingu

í fyrradag Ásta Bjartmars var alltaf með úfið hár og þráði rennislétt og lýtalaust hár. Hún þurfti að blása það hvern morgun og nota öflug sléttujárn til þess að vera sátt eða þar til hún kynntist Keratín hármeðferð sem lagar hárið. Marta María | mm@mbl.is Meira »

Ingó Veðurguð tryllti gestina

í fyrradag Kosningahátíð Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var haldin hátíðleg í Bæjarbíó í Hafnarfirði á annan á hvítasunnu. Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði var afar lukkuleg með hátíðina. Meira »

Í fyrsta sinn í síðbuxum í brúðkaupinu

í fyrradag Georg prins sést alla jafna í stuttbuxum, hvernig sem veðrar, hann braut því eiginlega konunglega reglu þegar hann klæddist síðbuxum í brúðkaup Harry og Meghan. Meira »

Laxerolía nýtist á ótrúlegan hátt

í fyrradag „Heitið er ekki sérstaklega sexý, enda dettur flestum í hug hægðalosandi áhrif laxerolíunnar þegar minnst er á hana. Fæstur vita nefnilega að laxerolían hefur öldum saman verið notuð til lækninga víða um heim, þar sem hún gagnast m.a. einstaklega vel við bólgum og býr yfir bakteríudrepandi eiginleikum,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli: Meira »

Hera Björk í partístuði með systur sinni

í fyrradag Konur sem skipa sæti á listum Viðreisnar og stórvinkonur þeirra hittust á Petersensvítunni í Gamla bíó síðastliðinn föstudag. Meira »

Svöl penthouse-íbúð við Mánatún

í fyrradag Dökkgráir veggir, flotuð gólf og heimilisleg húsgögn einkenna 183 fm íbúð við Mánatún í Reykjavík. Persónulegur stíll fær að njóta sín og er íbúðin ekki eins og hjá öllum öðrum. Meira »

Algengasta lygin á Tinder

22.5. „Ekki í kvöld, það er áliðið og ég er svo þreyttur, þarf að vakna snemma til vinnu á morgun,“ á þennan hátt hafa eflaust margir hætt við eða frestað stefnumótum. Meira »

Þær verst klæddu á Billboard

22.5. Billboard-tónlistarverðlaunin voru veitt um helgina í skugga konunglega brúðkaupsins. Á meðan fágun og elegans ríkti í Windsor um helgina var allt annað uppi á teningnum í Las Vegas þar sem verðlaunin voru veitt. Meira »

Samfylkingarkonur kunna að skemmta sér

22.5. Samfylkingarkonur í Reykjavík gerðu sér glaðan dag á föstudaginn og slógu upp veislu í kosningamiðstöð XS við Hjartatorgið í Reykjavík. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, var gestgjafi kvöldsins. Meira »

Mætti í strigaskóm í brúðkaupsveisluna

22.5. Konunglegt brúðkaup stoppaði Serenu Williams ekki frá því að mæta í strigaskóm í veislu Harry og Meghan á laugardagskvöldið. Williams klæddist einnig strigaskóm í sínu eigin brúðkaupi. Meira »

Ingvar Mar féll fyrir Fossvoginum

22.5. Ingvar Mar Jónsson býr í huggulegu húsi í Fossvogi ásamt Sigríði Nönnu Jónsdóttur, eiginkonu sinni, og fjórum börnum. Ingvar Mar og Sigríður Nanna kynntust árið 1997 og giftu sig ári síðar og eiga því 20 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Meira »

Svona fór Sigmundur að því að léttast

22.5. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er búinn að létta sig um 20 kíló. Hann segir að þetta sé allt annað líf en í dag lyftir hann lóðum og borðar ekki stöðugt eins og hann gerði áður. Meira »

Viltu upplifa besta kynlíf í heimi?

22.5. Ef þig hefur alltaf dreymt um að jörðin hristist undir þér þegar þú stundar kynlíf en ferð óvart að hugsa um nestið sem þú ætlar að smyrja fyrir börnin á morgun er þetta grein fyrir þig. Meira »
Meira píla