Fólk í samböndum líklegra til að fitna

Pizza fyrri framan sjónvarpið er kósí með maka og börnum.
Pizza fyrri framan sjónvarpið er kósí með maka og börnum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það kannast margir við að fá sambandsfitu, og já hún er raunveruleg ef marka má vísindalega könnun sem staðfestir þessa mýtu. Þrátt fyrir að fólk í sambandi lifði heilsusamlegra lífi en þeir einhleypu í könnuninni átti það frekar til að fitna. 

Independent greinir frá rannsókn sem vísindafólk við Central Queensland University í Ástralíu gerði á 15 þúsund fullorðnum einstaklingum til þess að skoða hvaða áhrif hjúskaparstaðan hefði á lífsstíl fólks. 

Fólk í samböndum lifði heilsusamlegra lífi, borðaði meira af grænmeti og ávöxtum, forðaðist að reykja og drekka of mikið auk þess sem það forðaðist frekar skyndibita. Þrátt fyrir allt þetta var fólk í samböndum samt þyngra. 

Stephanie Schoeppe, aðalrannsakandi rannsóknarinnar, telur að ástæða fyrir muninum sé að það sé minni pressa á að líta vel út fyrir fólk í samböndum og börn spili líka inn í. Fólk í samböndum þarf ekki að hugsa um að líta út vel út til þess að heilla væntanlegan maka upp úr skónum og því líður vel með það að borða fituríkan og sætan mat. 

Niðurstöðurnar passa við rannsókn sem University of Glasgow gerði þar sem nýgift fólk bætti að meðaltali á sig tveimur kílóum á fyrsta ári hjónabandsins. 

Sambandsfita er þekkt fyrirbæri.
Sambandsfita er þekkt fyrirbæri. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál