4 hörkugóðar æfingar frá Önnu

Ljósmynd/Saga Sig

Leikfimidrottningin Anna Eiríksdóttir býður hér upp á fjórar hörkugóðar æfingar sem eru frekar krefjandi. Þær eru hins vegar góð viðbót við æfingaplanið þitt. 

Gerðu hverja æfingu í 45 sekúndur á eins miklum hraða og þú getur. Ef þú getur ferðu strax í næstu æfingu eða tekur þér örstutta pásu inn á milli. 

Anna mælir með því að fólk geri hverja umferð fjórum sinnum. Hægt er að sjá fleiri æfingar á annaeiriks.is. 

mbl.is