9 merki um að þú sért með leka þarma

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrir rúmlega 2400 árum síðan hélt Hippocrates því fram að alla sjúkdóma mætti rekja til þarmanna. Einhvers staðar í aldanna rás gleymdist sú speki. Hún hefur hins vegar heldur betur átt endurinnkomu meðal þeirra lækna sem stunda heildrænar lækningar, hver svo sem upprunaleg sérgrein þeirra er. Læknar eins og ítalski meltingasjúkdómasérfræðingurinn Alessio Fasano og aðrir sem í fótspor hans hafa fylgt, segja okkur einfaldlega að þarmarnir séu varnarmúr okkar gagnvart árásum úr umhverfinu og því mikilvægt að þeir séu í lagi,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

ÁHRIFIN DREIFA SÉR VÍÐA UM LÍKAMANN

Hefurðu nokkurn tímann spáð í að heilaþoka, ADHD, húðsjúkdómar eins og exem eða hormónaójafnvægi gætu stafað út af ástandi í þörmum þínum? Menn greinir aðeins á um það hvort 70% eða 80% ónæmiskerfisins sé að finna þar, en það er í raun aukaatriði. Aðalatriðið er að þarmarnir eru mikilvægir fyrir ónæmiskerfi okkar og að mun algengara, en flestir halda, er að fólk sé með leka þarma.

LEKIR ÞARMAR – HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?

Í bók minni HREINN LÍFSSTÍLL fjalla ég nokkuð ýtarlega um leka eða gegndræpa þarma og hvers vegna þeir leka, hvað veldur því aðallega og hvað er til ráða. Hér er hins vegar nokkuð stutt skýring á fyrirbærinu. Ekki er langt síðan rannsóknir leiddu í ljós að þarmaveggirnir eru ekki en samofin heild, heldur eru á þeim „hlið“ sem opnast í stuttan tíma fyrir tilstilli efnis sem þarmarnir framleiða og heitir zonulin.

Opnunin leyfir litlum einingum næringarefna að fara í gegnum hliðin og út í blóðið. Svo eiga hliðin að lokast – EN ákveðnir þættir eins og fæða, sýkingar, eiturefni og streita geta leitt til þess að hliðin lokist alls ekki og þá komast stærri agnir í gegnum þau og út í blóðið. Þar flokkast þær sem „óvinir“, valda skaða og leiða oft til þess að ónæmisviðbrögðin verða þau að líkaminn ræðst á sig sjálfan = sjálfsónæmi.

9 MERKI UM LEKA ÞARMA

Í nýlegum pistil hjá bandaríska lækninum Amy Myers telur hún upp níu merki um að þú sért með leka þarma.

1 – Meltingarvandamál eins og loft í þörmum, uppþemba, niðurgangur eða iðraólga.

2 – Fæðuóþol eða ofnæmi gagnvart ákveðnum fæðutegundum.

3 – Heilaþoka eða erfiðleikar með að einbeita sér, ADD eða ADHD.

4 – Geðsveiflur eins og þunglyndi eða kvíði.

5 – Húðvandamál eins og bólur, rósroði eða exem.

6 – Ýmis árstíðabundin ofnæmi eða asmi.

7 – Hormónaójafnvægi eins og óreglulegar tíðablæðingar, PMS eða PCOS.

8 – Sjúkdómsgreining á sjálfsofnæmissjúkdómum eins og liðagigt, vanvirkni í
     skjaldkirtli (Hashimoto’s), lúpus, sóríasis eða glútenóþol.

9 – Sjúkdómsgreining á síþreytu eða vefjagigt.

HVAÐ VELDUR VANDANUM?

Helstu sökudólgarnir sem hafa þessi áhrif á þarmana eru ýmsar fæðutegundir eins og glúten, mjólkurvörur og aðrar matvörur sem hafa eitrandi áhrif á líkamann. Einnig fæðutegundir sem er miklir bólguvaldar, þar á meðal maís og maíssíróp, sem er mikið notað sem sætuefni í dag. Þú sérð það í innihaldslýsingunni undir heitinu „high fructose corn syrup“ eða það er einfaldlega falið undir stöfunum HFCS. Sykur og ofnotkun á áfengi hafa líka slæm áhrif á þarmaveggina. Glúten er þó einn helsti skaðvaldurinn, því glíadínið í því örvar zonulín-framleiðslu þarmanna, þannig að þarmaveggirnir lokast ekki – heldur „leka“ stanslaust.

Helstu sýkingar í þörmunum eru candida sveppasýking, snýkjudýr í þörmunum (geta t.a.m. komist inn í líkamann með hráum fiski = sushi) og SIBO sem er ensk skammstöfun á small intestinal bacterial overgrowth, eða offjölgun á bakteríum í þörmum.

Eiturefnin geta komið frá lyfjum eins og bólgueyðandi lyfjum – skilgreind á ensku sem NSAIDS – steralyfjum, sýklalyfjum og sýrustillandi lyfjum, svo og frá eiturefnum úr umhverfinu eins og skordýraeitri, kvikasilfri og BPA úr plasti.

Langvarandi streita getur líka haft skaðleg áhrif á þarmana, svo og á ýmis önnur líffæri, svo dagleg morgunhugleiðsla, þó ekki sé nema í 5 mínútur getur skipti miklu máli fyrir heilsuna almennt.

TENGSLIN MILLI SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMA OG LEKRA ÞARMA

Þegar þarmarnir leka (eða eru gegndræpir) kemst sífellt meira af ögnum út í blóðið. Stutta skýringin er að líkaminn svarar með bólguviðbrögðum, sem eiga að verjast óvininum og ráða niðurlögum hans. Undir stöðugum óvinaárásum virðist líkaminn hins vegar hætta að gera greinarmun á óvininum og heilbrigðum líkamsvef og fer að ráðast á sig sjálfan. Slíkt ástand leiðir til sjálfsónæmissjúkdóma, sé þörmunum ekki komið í lag á ný.

Niðurstöður rannsókna Dr. Alessio Fasano sýna að sjálfsónæmissjúkdómar myndast einungis séu þarmar fólks lekir. Sé ekki unnið í því að laga þarmana er hætta á áframhaldandi sjálfsónæmi í líkamanum.

HVERNIG ER GERT VIÐ LEKA ÞARMA?

Á námskeiðum mínum um HREINT MATARÆÐI sem tæplega ellefu hundruð manns hafa nú sótt er farið í gegnum hreinsikúr sem felur í sér grunn að viðgerðarferlinu. Með því að taka út ákveðnar fæðutegundir og borða aðrar og taka inn nærandi bætiefni og olíur næst frábær árangur á þremur vikum, sem svo þarf að halda við til að ná viðvarandi árangri.

1 – Á FORÐIST LISTA FER FÆÐA eins og glúten, mjólkurvörur, maís, soja og egg, auk koffíns, sykurs og áfengis. Hvítlaukur sér um að vinna á bakteríum í þörmunum.

2 – ÞARMAFLÓRAN ER BYGGÐ UPP með inntöku á góðgerlum sem stuðla að myndun heilbrigðrar þarmaflóru. Góðgerlana er nauðsynlegt að taka reglulega, til að viðhalda því ástandi sem næst á hreinsikúrnum. 

3 – OLÍUR EINS OG OMEGA 3 draga úr bólgum, byggja upp slímhúðina og eru góðar fyrir æðakerfið og liðamótin. 

4 – BÆTIEFNI STYRKJA líkamann, sem oft skortir bæði vítamín og steinefni. Með þeim styrkjast öll kerfi líkamans og starfa betur.

mbl.is

Viðskiptafræðingur skrifar um vændi

09:00 „Ég hef oft velt því fyrir mér af hverju vændi er löglegt sumstaðar og hvort það sé betra að hafa hlutina uppi á yfirborðinu eins og hefur verið tíðrætt um hér heima. Vændi er löglegt í mörgum löndum eins og Hollandi, þar sem sagan mín gerist að hluta til, þrátt fyrir að yfir starfsgreininni ríki ákveðin skömm. Þó svo það sé „samþykkt“ að stunda vændi, þá lítur samfélagið samt niður á vændiskonur.“ Meira »

Hvað ætti að gefa mínimalistanum?

05:30 Mínimalisma-byltingin barst til Íslands fyrir nokkrum misserum og margir sem leggja mikið á sig við að tæma heimilið af hvers kyns óþarfa. Meira »

Biggest Loser-þjálfari genginn út

Í gær, 23:47 Evert Víglundsson er formlega genginn út. Það gerðist fyrr í dag þegar hann kvæntist ástinni sinni, Þuríði Guðmundsdóttur.   Meira »

Heldur bara reisn í munnmökum

Í gær, 21:00 „En ég held ekki reisn í samförum án munnmaka. Hann helst ekki harður í meira en 40 sekúndur.“  Meira »

Lærðu að klassa þig upp

Í gær, 18:00 Peningar kaupa ekki stíl og alls ekki klassa en hvernig getur þú klassað þig upp án þess að fara yfir strikið?  Meira »

Knightley útskýrir umdeilda hattinn

Í gær, 15:00 Hver man ekki eftir pottlokinu sem Keira Knightley skartaði í Love Actually? Leikkonan var ekki með hattinn af því hann var svo flottur. Meira »

Heldur við tvöfalt eldri mann

Í gær, 12:00 „Ég á maka en samt hef ég verið að stunda kynlíf með manni sem er næstum tvöfalt eldri en ég, og ég finn ekki fyrir sektarkennd.“ Meira »

Svona lítur náttúrulegt hár Obama út

í gær Michelle Obama er ekki með eins slétt hár og hún sést vanalega með. Í vikunni birtist mynd af frú Obama með   Meira »

„Fatnaður er strigi innra ástands“

í gær Sunneva Ása Weisshappel er einn áhugaverðasti búningahönnuður samtímans. Hún fyrirlítur stefnu tískuheimsins en vill að tilvist hennar gefi konum kraft og hjálpi til við að víkka einlita heimsmyndina sem er að mestu sköpuð af valdakörlum að hennar mati. Meira »

Gjöf sem nýtist ekki er sóun

í fyrradag „Sem dæmi um óheppilegar jólagjafir mætti nefna það þegar fyrirtæki gefur 5.000 kr. gjafabréf í verslun þar sem ódýrasta varan kostar 15.000 kr. Það sama má segja um að gefa ferðatösku í jólagjöf til starfsfólks sem fer reglulega til útlanda og á að öllum líkindum slíka tösku.“ Meira »

Krónprinsessurnar í sínu fínasta pússi

í fyrradag Mette-Marit krónprinsessa Noregs og Mary krónprinsessa Danmerkur tóku fram sína fínustu kjóla þegar þær mættu í afmæli Karls Bretaprins. Meira »

Haldið ykkur: Weekday opnar á Íslandi

í fyrradag Fataverslunin Weekday mun opna í Smáralind vorið 2019. Verslunin er í eigu Hennes & Mauritz en nú þegar hafa þrjár H&M-búðir verið opnaðar á Íslandi, þar á meðal ein í Smáralind. Meira »

Sölvi Snær og fjölskylda selja á Nesinu

í fyrradag Sölvi Snær Magnússon listrænn stjórnandi NTC og Kristín Ásta Matthíasdóttir flugfreyja hafa sett sína fallegu hæð á sölu.   Meira »

Getur fólk í yfirvigt farið í fitusog?

16.11. „Ég er með mikil bakmeiðsl og er í yfirvigt. Mig langar að vita hvort hægt sé að fara í fitusog til að minnka magann?“  Meira »

Egill er fluttur eftir 37 ár í gamla húsinu

16.11. Egill Ólafsson flutti nýlega í útsýnisíbúð við sjóinn eftir að hafa búið í sama húsinu í 37 ár. Í dag býr hann á þremur stöðum, í 101, í bát og í Svíþjóð. Meira »

5 mistök sem fólk sem vill léttast gerir

15.11. Ef markmiðið er að léttast er best að byrja á mataræðinu enda gerist lítið ef mataræðið er ekki í lagi, jafnvel þótt þú hamist í ræktinni. Meira »

Fáðu tónaða handleggi eins og Anna

15.11. Anna Eiríksdóttir er þekkt fyrir sína vel þjálfuðu og tónuðu handleggi. Hér sýnir hún hvernig hún fer að því að láta þá líta svona út. Meira »

Hildur Eir og Heimir skilin

15.11. Hildur Eir Bolladóttir prestur í Akureyrarkirkju og eiginmaður hennar, Heimir Haraldsson, eru skilin. Hún greinir frá því á Facebook-síðu sinni. Meira »

Útvaldar máluðu Omaggio-vasa

15.11. Nokkrar útvaldar smekkskonur mættu í Epal í Skeifunni og gerðu sína eigin útgáfu af einum vinsælasta vasa landsins, Omaggio-vasanum frá Kähler. Reyndi á listræna hæfileika kvennanna enda erfiðara að mála rendurnar frægu á vasana en fólk heldur. Meira »

Hátíðalína Chanel fær hjartað til að slá

15.11. Meira er meira að mati Chanel fyrir jólin en hátíðarlína franska tískuhússins í ár nefnist Le Libre Maximalisme de Chanel. Innblástur förðunarlínunnar er sóttur í stjörnumerki Gabrielle Chanel, ljónið, og einkennast litirnir af djúpum gylltum og málmkenndum tónum. Meira »

Fór úr sínu versta formi yfir í sitt besta

15.11. Díana Hrund segir líklegt að hún hefði verið löngu búin að gefast upp á lífsstílsbreytingu sinni ef hún hefði mælt árangurinn á vigtinni. Meira »