9 merki um að þú sért með leka þarma

Guðrún Bergmann.
Guðrún Bergmann. mbl.is/Árni Sæberg

„Fyrir rúmlega 2400 árum síðan hélt Hippocrates því fram að alla sjúkdóma mætti rekja til þarmanna. Einhvers staðar í aldanna rás gleymdist sú speki. Hún hefur hins vegar heldur betur átt endurinnkomu meðal þeirra lækna sem stunda heildrænar lækningar, hver svo sem upprunaleg sérgrein þeirra er. Læknar eins og ítalski meltingasjúkdómasérfræðingurinn Alessio Fasano og aðrir sem í fótspor hans hafa fylgt, segja okkur einfaldlega að þarmarnir séu varnarmúr okkar gagnvart árásum úr umhverfinu og því mikilvægt að þeir séu í lagi,“ segir Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

ÁHRIFIN DREIFA SÉR VÍÐA UM LÍKAMANN

Hefurðu nokkurn tímann spáð í að heilaþoka, ADHD, húðsjúkdómar eins og exem eða hormónaójafnvægi gætu stafað út af ástandi í þörmum þínum? Menn greinir aðeins á um það hvort 70% eða 80% ónæmiskerfisins sé að finna þar, en það er í raun aukaatriði. Aðalatriðið er að þarmarnir eru mikilvægir fyrir ónæmiskerfi okkar og að mun algengara, en flestir halda, er að fólk sé með leka þarma.

LEKIR ÞARMAR – HVAÐ ER NÚ ÞAÐ?

Í bók minni HREINN LÍFSSTÍLL fjalla ég nokkuð ýtarlega um leka eða gegndræpa þarma og hvers vegna þeir leka, hvað veldur því aðallega og hvað er til ráða. Hér er hins vegar nokkuð stutt skýring á fyrirbærinu. Ekki er langt síðan rannsóknir leiddu í ljós að þarmaveggirnir eru ekki en samofin heild, heldur eru á þeim „hlið“ sem opnast í stuttan tíma fyrir tilstilli efnis sem þarmarnir framleiða og heitir zonulin.

Opnunin leyfir litlum einingum næringarefna að fara í gegnum hliðin og út í blóðið. Svo eiga hliðin að lokast – EN ákveðnir þættir eins og fæða, sýkingar, eiturefni og streita geta leitt til þess að hliðin lokist alls ekki og þá komast stærri agnir í gegnum þau og út í blóðið. Þar flokkast þær sem „óvinir“, valda skaða og leiða oft til þess að ónæmisviðbrögðin verða þau að líkaminn ræðst á sig sjálfan = sjálfsónæmi.

9 MERKI UM LEKA ÞARMA

Í nýlegum pistil hjá bandaríska lækninum Amy Myers telur hún upp níu merki um að þú sért með leka þarma.

1 – Meltingarvandamál eins og loft í þörmum, uppþemba, niðurgangur eða iðraólga.

2 – Fæðuóþol eða ofnæmi gagnvart ákveðnum fæðutegundum.

3 – Heilaþoka eða erfiðleikar með að einbeita sér, ADD eða ADHD.

4 – Geðsveiflur eins og þunglyndi eða kvíði.

5 – Húðvandamál eins og bólur, rósroði eða exem.

6 – Ýmis árstíðabundin ofnæmi eða asmi.

7 – Hormónaójafnvægi eins og óreglulegar tíðablæðingar, PMS eða PCOS.

8 – Sjúkdómsgreining á sjálfsofnæmissjúkdómum eins og liðagigt, vanvirkni í
     skjaldkirtli (Hashimoto’s), lúpus, sóríasis eða glútenóþol.

9 – Sjúkdómsgreining á síþreytu eða vefjagigt.

HVAÐ VELDUR VANDANUM?

Helstu sökudólgarnir sem hafa þessi áhrif á þarmana eru ýmsar fæðutegundir eins og glúten, mjólkurvörur og aðrar matvörur sem hafa eitrandi áhrif á líkamann. Einnig fæðutegundir sem er miklir bólguvaldar, þar á meðal maís og maíssíróp, sem er mikið notað sem sætuefni í dag. Þú sérð það í innihaldslýsingunni undir heitinu „high fructose corn syrup“ eða það er einfaldlega falið undir stöfunum HFCS. Sykur og ofnotkun á áfengi hafa líka slæm áhrif á þarmaveggina. Glúten er þó einn helsti skaðvaldurinn, því glíadínið í því örvar zonulín-framleiðslu þarmanna, þannig að þarmaveggirnir lokast ekki – heldur „leka“ stanslaust.

Helstu sýkingar í þörmunum eru candida sveppasýking, snýkjudýr í þörmunum (geta t.a.m. komist inn í líkamann með hráum fiski = sushi) og SIBO sem er ensk skammstöfun á small intestinal bacterial overgrowth, eða offjölgun á bakteríum í þörmum.

Eiturefnin geta komið frá lyfjum eins og bólgueyðandi lyfjum – skilgreind á ensku sem NSAIDS – steralyfjum, sýklalyfjum og sýrustillandi lyfjum, svo og frá eiturefnum úr umhverfinu eins og skordýraeitri, kvikasilfri og BPA úr plasti.

Langvarandi streita getur líka haft skaðleg áhrif á þarmana, svo og á ýmis önnur líffæri, svo dagleg morgunhugleiðsla, þó ekki sé nema í 5 mínútur getur skipti miklu máli fyrir heilsuna almennt.

TENGSLIN MILLI SJÁLFSÓNÆMISSJÚKDÓMA OG LEKRA ÞARMA

Þegar þarmarnir leka (eða eru gegndræpir) kemst sífellt meira af ögnum út í blóðið. Stutta skýringin er að líkaminn svarar með bólguviðbrögðum, sem eiga að verjast óvininum og ráða niðurlögum hans. Undir stöðugum óvinaárásum virðist líkaminn hins vegar hætta að gera greinarmun á óvininum og heilbrigðum líkamsvef og fer að ráðast á sig sjálfan. Slíkt ástand leiðir til sjálfsónæmissjúkdóma, sé þörmunum ekki komið í lag á ný.

Niðurstöður rannsókna Dr. Alessio Fasano sýna að sjálfsónæmissjúkdómar myndast einungis séu þarmar fólks lekir. Sé ekki unnið í því að laga þarmana er hætta á áframhaldandi sjálfsónæmi í líkamanum.

HVERNIG ER GERT VIÐ LEKA ÞARMA?

Á námskeiðum mínum um HREINT MATARÆÐI sem tæplega ellefu hundruð manns hafa nú sótt er farið í gegnum hreinsikúr sem felur í sér grunn að viðgerðarferlinu. Með því að taka út ákveðnar fæðutegundir og borða aðrar og taka inn nærandi bætiefni og olíur næst frábær árangur á þremur vikum, sem svo þarf að halda við til að ná viðvarandi árangri.

1 – Á FORÐIST LISTA FER FÆÐA eins og glúten, mjólkurvörur, maís, soja og egg, auk koffíns, sykurs og áfengis. Hvítlaukur sér um að vinna á bakteríum í þörmunum.

2 – ÞARMAFLÓRAN ER BYGGÐ UPP með inntöku á góðgerlum sem stuðla að myndun heilbrigðrar þarmaflóru. Góðgerlana er nauðsynlegt að taka reglulega, til að viðhalda því ástandi sem næst á hreinsikúrnum. 

3 – OLÍUR EINS OG OMEGA 3 draga úr bólgum, byggja upp slímhúðina og eru góðar fyrir æðakerfið og liðamótin. 

4 – BÆTIEFNI STYRKJA líkamann, sem oft skortir bæði vítamín og steinefni. Með þeim styrkjast öll kerfi líkamans og starfa betur.

mbl.is

Skúli aldrei verið flottari fimmtugur

19:00 Skúli Mogensen fagnar 50 ára afmæli í dag, 18. september. Smartland lítur hér yfir farinn veg og svo virðist sem Skúli eldist eins og gott rauðvín. Meira »

Fyrstu íslensku snyrtivörurnar í Sephora

16:22 Snyrtivörukeðjan Sephora er feykivinsæl um allan heim en nú voru þær fréttir að berast að íslenska húðvörumerkið BIOEFFECT væri nú komið í sölu í versluninni. Meira »

Gísli og Selma mættu með synina

12:37 Leikarinn Gísli Örn Garðarsson mætti með son sinn á Ronju ræningjadóttur og Selma Björnsdóttir mætti með son sinn. Selma leikstýrir sýningunni en dætur þeirra beggja fara með hlutverk í leikritinu. Meira »

Hvernig leita ég að sjálfri mér?

09:21 „Það sem gerist þegar við erum uppfull af streitu þá hættum við að sofa vel, við gleymum hlátrinum okkar og leikgleði og við hættum að lokum að vera félagslega tengd. En þetta eru einmitt þeir þættir sem við þurfum að passa upp á ef við ætlum að ná aðlögun að erfiðum eða nýjum aðstæðum nú eða koma okkur út úr kulnun ýmiskonar.“ Meira »

Allt á útopnu í peysupartýi

05:33 Fjölmennt var í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn þegar Peysupartýið var haldið með pompi og prakt. Partýið var liður í Útmeða-átaki Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins þar sem markmiðið er að fá ungt fólk til að tjá sig um erfiða líðan og leita sér hjálpar hjá fagfólki ef á þarf að halda. Meira »

„Ég er hrædd við að stunda kynlíf“

Í gær, 23:00 „Mig langar hræðilega mikið að vera í alvarlegu sambandi, eða einhvers konar sambandi, en ég er hrædd við að stunda kynlíf. Ég hef gert það nokkrum sinnum, en snertingar og leikir stressa mig, sérstaklega með ókunnugum.“ Meira »

Selja draumahúsið við Hafravatn

Í gær, 20:00 Fólkið á bak við Happie Furniture, þau Haf­steinn Helgi Hall­dórs­son og Guðrún Agla Eg­ils­dótt­ir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Meira »

Boxar og sippar til að vera í toppformi

í gær Gigi Hadid vekur athygli víða fyrir að vera í frábæru formi. Womens Health tímaritið fór yfir hvað fyrirsætan gerir til að halda sér í formi. Meira »

Fögnuðu húsnæði og hakkarakeppninni

í gær Tölvuöryggisfyrirtækið Syndis bauð í innflutningspartí á dögunum í tilefni af því að fyrirtækið flutti í Katrínartún 4. Á sama tíma veitti fyrirtækið verðlaun í IceCFT hakkarakeppninni. Meira »

Páll Rafnar selur íbúðina við Garðastræti

í gær Páll Rafnar Þorsteinsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, hefur sett sína huggulegu íbúð á sölu. Meira »

Það sem franskar konur gera aldrei

í gær Franskar konur hafa orð á sér fyrir að gera hlutina rétt þegar kemur að tískunni. Það eru nokkrir hlutir sem þær klikka aldrei á. Meira »

Morgundrátturinn gerir þig betri í vinnunni

í gær Kynlíf virðist oft vera svarið við öllum vandamálum. Kynlíf á morgnana er frábært ráð ef þú átt erfitt með að vakna. Það gæti líka hjálpað ef þú átt í erfiðleikum í vinnunni. Meira »

Allir geta lært nýja hluti

í fyrradag Erla Aradóttir hefur starfað sem kennari í yfir 40 ár. Hún stofnaði árið 1993 skólann Enska fyrir alla og leggur metnað sinn í að færa landsmönnum þá þekkingu sem þeir vilja öðlast á enskri tungu. Meira »

Sleppir aldrei þessari æfingu

í fyrradag Kourtney Kardashian er í hörkuformi og ekki að ástæðulausu enda gerir hún kassahopp á hverjum degi.   Meira »

Pínulítið geggjað samfélag

16.9. Margrét Grímsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsustofnun NLFÍ. Þar er boðið upp á 4 vikna streitumeðferð sem Margrét stýrir. Meira »

71 árs í fantaflottu formi

16.9. Leikkonan Susan Lucci er búin að finan út hvernig maður heldur sér í formi á áttræðisaldri. Aldur er greinilega afstæður!  Meira »

Ferillinn fór á flug eftir fertugt

16.9. Stóra tækifærið kemur ekki endilega fyrir þrítugt. Ferill margra þekktra kvenna fór ekki á flug fyrr en um fertugt, jafnvel sextugt. Meira »

Ballett fer aldrei úr tísku

16.9. Lára Stefánsdóttir lætur til sín taka og kennir pilates í eigin rekstri og hot barre fit-tíma í Hreyfingu.  Meira »

Ert þú í gáfaðasta stjörnumerkinu?

15.9. Fræðimenn hafa ályktað hvaða stjörnumerki eru þau gáfuðustu með því að fara í gegnum alla nóbelsverðlaunahafa.   Meira »

Hélt fram hjá með yfirmanninum

15.9. „Eiginmaður minn varð tortrygginn. Til þess að bjarga hjónabandi mínu þurfti ég að gera minna úr hlutunum og segja að ekkert væri í gangi. Það hefði líka flækt hlutina mjög mikið í vinnunni ef einhver hefði komist að þessu.“ Meira »

Augnkonfekt sem enginn má missa af

15.9. Nýjasta herferð Jil Sander er stuttmynd eftir leikstjórann Wim Wenders. Áhugafólk um kvikmyndagerð og tísku heldur ekki vatni yfir þessu verki. Meira »
Meira píla