Að sofa út getur lengt lífið

Það getur borgað sig að sofa út um helgar fyrir …
Það getur borgað sig að sofa út um helgar fyrir suma. mbl.is/Getty images

Það hefur lengi þótt vera merki um heilbrgiði að ná átta klukkutíma svefni á hverri nóttu. Þeir sem ná því ekki á virkum dögum geta bætt það upp um helgar samkvæmt sænskri rannsókn sem Washington Post  greinir frá.

Torbjorn Akerstedt og félagar hans rannsökuðu yfir 38 þúsund manns á 13 ára tímabili með tilliti til svefns á virkum dögum og um helgar. Fyrri rannsóknir hafa aðallega skoðað meðal svefn fólks og ekki greint á milli virkra daga og helga.

Í ljós kom að fólk undir 65 ára aldri sem fengu aðeins fimm eða færri klukkustunda svefn svaf lifði ekki jafn lengi og þeir sem sváfu alltaf í sjö tíma. Það kom þó í ljós að fólk sem svaf færri en sjö tíma á nóttu en vann það upp um helgar lifiði alveg jafn lengi og þeir sem sváfu alltaf sjö tíma.

Akerstedt tekur þó fram að þetta séu bráðabirgðaniðurstöður enda ekki allir á því að hægt sé að líta á svefn eins og innistæðu á bankabók. Það sé ekki bara hægt að leggja inn á svefninn um helgar og taka af honum þegar manni hentar á virkum dögum.

Það er mikilvægt fyrir heilsuna að fá góðan svefn.
Það er mikilvægt fyrir heilsuna að fá góðan svefn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál