6 hættulegir hlutir í svefnherberginu

Er koddinn þinn nokkuð eitraður?
Er koddinn þinn nokkuð eitraður? mbl.is/Thinkstockphotos

Við eyðum í kringum einum þriðja hluta af lífi okkar uppi í rúmi. Það borgar sig því að hafa svefnherbergið öruggt. Mirror tók saman nokkra hluti sem finnast í svefnherbergjum og geta haft skaðleg áhrif á heilsu okkar. 

Dýnur

Dýna er greinilega ekki sama og dýna en í sumum er að finna hættuleg efni sem eiga að koma í veg fyrir að kvikni í dýnunni. Þegar þessi efni fara út í andrúmsloftið og blandast við rykið getur það valdið höfuðverkjum, svima og öðrum alvarlegri einkennum. Það borgar sig reyndar að þrífa herbergið vel og opna glugga. 

Koddar

Í rannsókn sem gerð var við Háskólann í Manchester kom í ljós að hægt er að finna sveppi í ákveðnum tegundum af koddum. Að leggjast á koddann með blautt hárið getur ýtt undir þetta auk þess sem það borgar sig að þrífa og viðra koddana. 

Ljósaperur

Ákveðin tegund af ljósaperum getur haft slæm áhrif á húðina. Auk þess geta flöktandi ljós valdið höfuðverk. 

Hleðslutæki

Hleðslutæki og önnur rafmagnstæki geta haft truflandi áhrif á líkamsstarfsemina. Margir sofa til dæmis illa þegar þeir sofa nálægt hleðslutækjum og rafmagnsvekjaraklukkum. 

Rafmagnsvekjaraklukka hentar ekki öllum.
Rafmagnsvekjaraklukka hentar ekki öllum. mbl.is/Thinkstockphotos

Ofnar

Ofninn sjálfur er kannski ekki vandamálið en rykið á bak við ofninn er það. Ryk vill safnast saman á bak við ofna og er það einmitt staður sem fólk gleymir oft að þrífa. Mikilvægt er því að reyna að þrífa reglulega bak við ofna. 

Teppi

Það sama á við teppi en mikið ryk safnast saman í teppum. Gólfið þarf ekki að vera teppalagt enda virka gólfmottur eins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál