Jógadrottning missti eiginlega af sumrinu

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla.
Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Jógadrottningin Sólveig Þórarinsdóttir, eigandi Sóla, ætlar að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. 

„Við fjölskyldan ætlum að sameinast um þetta verkefni en börnin okkar Karín (10), Sólon (8) og Hákon (6) eru mjög spennt fyrir því að láta gott af sér leiða og hitta JóaPé og Króla,“ segir Sólveig og hlær. 

Ertu vanur hlaupari?

„Sannarlega ekki og því tek ég fjölskylduupplifunina í skemmtiskokkinu fram yfir blóð, svita og tár í ár. Ég hef einungis hlaupið og skokkað mér til gamans með það að leiðarljósi að njóta útiverunnar að sumarlagi.“

Er jóga góður undirbúningur fyrir maraþonhlaup?

„Ég fæ ekki nóg af því að ítreka hversu mikið jóga styður við allar íþróttir. Flestir þekkja ávinning og mikilvægi þess að teygja og tryggja endurheimt en margir telja jóga auðvelt en greinarnar innan jóga eru gífurlega fjölbreyttar með mismunandi erfiðleikastigi. Líkamanum eru færri takmörk sett en huganum og í jóganu erum við stöðugt að vinna með að skrúfa kollinn betur á kroppinn en það er oftar en ekki mest krefjandi vinnan og það vita allir langhlauparar.“

Hvað ætlar þú að borða á hlaupadegi?

„Ég borða afar sjaldan fyrir morgunæfingar og líður best fastandi í líkamlegri áreynslu. Fyrir mér er algjör mýta að fylla tankinn eins og sagt er fyrir álag sem varir bara í 30-90 mínútur, alveg sér vestræn nálgun hugsa ég.“

Hvaða tónlist ætlarðu að vera með í eyrunum á hlaupum?

„Ætli ég verði með nokkuð núna en þegar ég hef viljað auka hraða eða bæta tíma á hlaupum mínum þá hef ég iðulega hlustað á hollenska vin minn og besta DJ allra tíma að eigin mati, Tiesto,“ segir hún. 

Sólveig ætlar að hlaupa fyrir Blátt áfram til að vekja athygli á þeirra málefnum sem eru forvarnir gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

„Þrátt fyrir mikla vakningu síðasta áratug eru þessi mál, úrvinnsla þeirra í dómskerfinu og þöggun enn smánarblettur á samfélaginu okkar.“

Hvernig er sumarið búið að vera hjá þér?

„Ég dvaldi lungann af sumrinu í Taílandi þar sem ég var að bæta við mig 300 klukkustunda jógakennaranámi. Það var mjög krefjandi og ánægjulegt. En mér finnst ég svolítið hafa misst af þessu sumri og er algjörlega með allan fókus á haustinu og opnuninni sem er fram undan hjá okkur í Sólum en ég næ þó nokkrum góðum dögum núna en við fjölskyldan erum á stuttu ferðalagi um Ísland.“

HÉR er hægt að heita á Sólveigu. 

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Drukku í sig listina í kjallaranum

18:00 Á dögunum opnaði myndlistarkonan Þórdís Erla Zoëga sýninguna HARMONY í Kjallaranum, Geysi heima. Það var því fagnað í versluninni þar sem gestir og gangandi nutu listar og hönnunar með léttum veitingum. Meira »

Lærðu að farða þig eins og Kardashian

15:30 Nýlega tók Kim Kardashian smokey-augnförðunina alla leið og paraði brúnan varalitablýant við ásamt hlutlausum varalit.  Meira »

Henti tugum þúsunda í ruslið

11:46 Ebba Sig eyddi eitt sinn aðfangadagskvöldi úti í ruslageymslu við peningaleit. „Það er afar sjaldgæft að ég hjálpi við tiltekt, af því ég borða alltaf yfir mig, þannig að þetta hlaut að enda illa.“ Meira »

Rut Kára: „Svörtu-loftin stækka rýmið“

05:10 Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur verið leiðandi í hönnun á íslenskum heimilum síðan hún kom heim úr námi frá Ítalíu fyrir meira en tveimur áratugum. Hún notar sitt eigið heimili sem tilraunastofu og segir að það sé miklu betra að selja fólki sem hún er að hanna fyrir hugmyndir þegar það getur séð hvernig hlutirnir líta út í raun og veru. Hún segir líka að það að fá innanhússarkitekt spari fólki mikla peninga. Meira »

Heimilislæknir selur rándýrt hús við sjóinn

Í gær, 21:00 Heimilislæknirinn Torbjörn Andersen og eiginkona hans, Eygló Jónsdóttir, hafa sett einbýlishús sitt við Sæbraut 17 á sölu.   Meira »

Anna Margrét og Laufey buðu í flott partí

Í gær, 19:00 Útgáfuhóf barnabókarinnar Milli svefns og Vöku eftir Önnu Margréti Björnsson og Laufeyju Jónsdóttur var haldið að viðstöddu góðmenni á Hlemmi Square síðastliðið fimmtudagskvöld. Sagt var frá bókinni sem er tileinkuð Ásu Georgíu, dóttur Önnu Margrétar, sem fékk blóm í tilefni dagsins. Meira »

Svona fer Chris Pratt að því að grennast

í gær „Virkar frekar vel og ég hef misst nokur kíló nú þegar,“ sagði leikarinn Chris Pratt um föstuna sem hann er á en hann hvetur fólk til þess að kynna sér málið enn frekar. Meira »

Svona bjuggu Katrín og Pippa

í gær Áður en Katrín gekk að eiga Vilhjálm Bretaprins bjó hún með systur sinni í notalegri íbúð í eigu foreldra þeirra í Chelsea-hverfinu í London. Meira »

Algeng hönnunarmistök í svefnherberginu

í gær Þó að fólk geri fátt annað en að sofa í svefnherberginu ætti herbergið ekki að bíða afgangs. Listaverk og fjölbreytt lýsing er meðal þess sem ætti að fá að njóta sín í svefnherberginu líkt og í stofunni. Meira »

Æskan hefur áhrif á hjónalíf fullorðinsára

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir segir að tengsl okkar við foreldra í æsku hafi miklu meiri áhrif á tengsl okkar á fullorðinsárum en við gerum okkur grein fyrir. Meira »

Í gömlum kjól af mömmu 23 árum seinna

í fyrradag Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar mætti í 23 ára gömlum kjól af móður sinni þegar Nóbelsverðlaunahöfum ársins 2018 var fangað í Stokkhólmi. Meira »

Snákurinn sem táknar óendanleikann

11.12. „Við erum söm við okkur að því leyti að heimur táknanna er okkur endalaus innblástur. Að þessu sinni er það Ouroboros, snákurinn sem hringar sig og bítur í skottið á sér, hann byrjar hvorki né endar. Þannig minnir Ouroboros okkur á eilífa hringrás lífs og dauða.“ Meira »

Meghan Markle mætti óvænt og sló í gegn

11.12. Meghan Markle mætti öllum að óvörum á bresku tískuverðlaunin þar sem hún veitti Claire Waight Keller verðlaun. Keller hannaði brúðarkjól hertogaynjunnar fyrr á þessu ári. Meira »

Hjónarúmið í aðalhlutverki í stofunni

11.12. Við Njálsgötu í Reykjavík hefur fjölskylda búið sér fallegt heimili. Hjónaherbergið er inni í stofunni og býr til heillandi heildarmynd. Meira »

Jólagjafir fyrir hana sem munu slá í gegn

11.12. Þegar kemur að því að velja jólagjöfina hennar er úr miklu að moða í verslunum borgarinnar um þessar mundir. Jólagjafir hafa alls konar merkingu í huga fólks. Sumir kaupa einungis lúxus um jólin en aðrir vilja vera praktískir. Meira »

Fólk ætti að vakna ekki seinna en sex

10.12. Það hljómar eins og hræðileg hugmynd að vakna klukkan sex á morgnana en rannsókn sýnir þó að fólk sem vaknar snemma er hamingjusamara. Meira »

Styrkja Kristínu Sif á erfiðum tímum

10.12. Maður Kristínar Sifjar útvarpskonu á K100 féll fyrir eigin hendi fyrr í þessum mánuði. Siggi Gunnars, dagskrárstjóri K100 og spinning-kennari, ætlar að leggja sitt af mörkum ásamt Hafdísi Björgu. Meira »

Pattra mætti með Atlas Aron

10.12. Pattra Sriyanonge bloggari og eiginkona Theódórs Elmars Bjarnasonar fótboltamanns lét sig ekki vanta þegar HAF Store bauð í teiti á dögunum til að fagna nýju ilmkerti, VETUR, og úrum. Hún mætti með soninn Atlas Aron sem er alveg að verða tveggja ára. Meira »

Allt að gerast á pósunámskeiði fyrir fitness

10.12. Um næstu helgi fer fram mótið Iceland Open og er stór hópur frá Íslandi að fara að taka þátt. Spennan var í hámarki á pósunámskeiði sem fram fór um helgina. Meira »

Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

10.12. Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. Meira »

Friðrik Ómar býr í piparsveinahöll í 101

10.12. Söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson skildi fyrr á þessu ári eftir langa sambúð. Hann flutti í hjarta 101 og hefur komið sér vel fyrir. Meira »