Jógadrottning missti eiginlega af sumrinu

Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla.
Sólveig Þórarinsdóttir, jógakennari og eigandi Sóla. Ljósmynd/Ásta Kristjánsdóttir

Jógadrottningin Sólveig Þórarinsdóttir, eigandi Sóla, ætlar að reima á sig hlaupaskóna og hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. 

„Við fjölskyldan ætlum að sameinast um þetta verkefni en börnin okkar Karín (10), Sólon (8) og Hákon (6) eru mjög spennt fyrir því að láta gott af sér leiða og hitta JóaPé og Króla,“ segir Sólveig og hlær. 

Ertu vanur hlaupari?

„Sannarlega ekki og því tek ég fjölskylduupplifunina í skemmtiskokkinu fram yfir blóð, svita og tár í ár. Ég hef einungis hlaupið og skokkað mér til gamans með það að leiðarljósi að njóta útiverunnar að sumarlagi.“

Er jóga góður undirbúningur fyrir maraþonhlaup?

„Ég fæ ekki nóg af því að ítreka hversu mikið jóga styður við allar íþróttir. Flestir þekkja ávinning og mikilvægi þess að teygja og tryggja endurheimt en margir telja jóga auðvelt en greinarnar innan jóga eru gífurlega fjölbreyttar með mismunandi erfiðleikastigi. Líkamanum eru færri takmörk sett en huganum og í jóganu erum við stöðugt að vinna með að skrúfa kollinn betur á kroppinn en það er oftar en ekki mest krefjandi vinnan og það vita allir langhlauparar.“

Hvað ætlar þú að borða á hlaupadegi?

„Ég borða afar sjaldan fyrir morgunæfingar og líður best fastandi í líkamlegri áreynslu. Fyrir mér er algjör mýta að fylla tankinn eins og sagt er fyrir álag sem varir bara í 30-90 mínútur, alveg sér vestræn nálgun hugsa ég.“

Hvaða tónlist ætlarðu að vera með í eyrunum á hlaupum?

„Ætli ég verði með nokkuð núna en þegar ég hef viljað auka hraða eða bæta tíma á hlaupum mínum þá hef ég iðulega hlustað á hollenska vin minn og besta DJ allra tíma að eigin mati, Tiesto,“ segir hún. 

Sólveig ætlar að hlaupa fyrir Blátt áfram til að vekja athygli á þeirra málefnum sem eru forvarnir gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum.

„Þrátt fyrir mikla vakningu síðasta áratug eru þessi mál, úrvinnsla þeirra í dómskerfinu og þöggun enn smánarblettur á samfélaginu okkar.“

Hvernig er sumarið búið að vera hjá þér?

„Ég dvaldi lungann af sumrinu í Taílandi þar sem ég var að bæta við mig 300 klukkustunda jógakennaranámi. Það var mjög krefjandi og ánægjulegt. En mér finnst ég svolítið hafa misst af þessu sumri og er algjörlega með allan fókus á haustinu og opnuninni sem er fram undan hjá okkur í Sólum en ég næ þó nokkrum góðum dögum núna en við fjölskyldan erum á stuttu ferðalagi um Ísland.“

HÉR er hægt að heita á Sólveigu. 

mbl.is/Styrmir Kári
mbl.is

Ástin sigrar alltaf allt

21:00 Ástin er í forgrunni hjá bresku konungsfjölskyldunni og virðast meðlimir hennar keppast við að binda sig með formlegum hætti. Eugenie prinsessa gifti sig í síðustu viku og er önnur í röðinni á þessu ári sem gengur í heilagt hjónaband. Meira »

Stórglæsileg en í fokdýrum kjólum

18:00 Meghan klæddist tveimur kjólum í dag, föstudag, en samanlagt er kostnaðurinn við kjólana á við ein mánaðarlaun. Þó líklega ekki á við mánaðarlaun Harrys. Meira »

Mireya sýnir í Los Angeles

15:00 Mireya Samper flakkar um heiminn í tengslum við listsköpun sína en hún mun sýna verk sín á nýrri vinnustofu arkitektsins Gullu Jónsdóttur á La Peer-hótelinu í Los Angeles dagana 26. október til 8. desember næstkomandi. Meira »

Fögnuðu framúrskarandi sjónvarpsþáttum

12:00 Það var líf og fjör í Bíó Paradís þegar sjónvarpsþáttunum Líf kviknar var fagnað en þeir lentu í Sjónvarpi Símans Premium í vikunni. Meira »

Ösp gefur ráð til að fá ekki flensu

09:00 Hvað þarftu að gera til þess að minnka líkur á að flensan mæti á svæðið? Ösp Viðarsdóttir næringaþerapisti gefur góð ráð.   Meira »

„Vil ekki vera kúgari eins og pabbi“

06:00 „Ég er afburðastjórnsöm og frek. Ég er búin að standa sjálfa mig að því að beita móður mína og maka minn andlegu ofbeldi. Mér líður svo illa út af því að ég vil alls ekki vera eins og pabbi minn. Hann er stjórnsamur kúgari sem misnotar sér veikleika annarra og kemst upp með það.“ Meira »

Hringur Lady Gaga af dýrari gerðinni

00:30 Hringurinn sem Ariana Grande skilaði á dögunum kostaði rúmar tíu milljónir. Það er þó ekkert miðað við trúlofunarhringinn sem Lady Gaga ber. Meira »

Svona hugar Harry að heilsunni

í gær Harry Bretaprins notar nýjustu tækni til þess að halda sér hraustum. Harry hefur sést skarta nýjum hring á ferðalagi sínu um Eyjaálfu. Meira »

Bergþór Pálsson fyrir og eftir 15 kíló

í gær Þjóðargersemin Bergþór Pálsson er búinn að léttast um 15 kíló og bæta á sig tveimur kílóum af vöðvum með því að breyta lífsháttum sínum. Þetta byrjaði allt þegar hann tók þátt í sjónvarpsþættinum, Allir geta dansað, á Stöð 2. Meira »

Baldur hefur sjaldan verið glaðari

í gær Baldur Rafn Gylfason og samstarfsfólk hans sópaði til sín verðlaunum í Lundúnum um síðustu helgi. Hann segir að þetta sé mikil viðurkenning. Meira »

Dýrasta húsið í Kópavogi?

í gær Við Kleifakór í Kópavogi stendur 357 fm einbýli sem teiknað var af Sigurði Hallgrímssyni. Ásett verð er 169 milljónir.   Meira »

Hvað segir svefnstaðan um sambandið?

í gær Sofið þið bak í bak eða haldist þið í hendur í svefni? Svefnstaðan sem pör sofa í getur sagt ýmislegt um sambandið.   Meira »

Guðdómleg höll Lady Gaga

í gær Sígaunahöll Lady Gaga er litrík rétt eins og persónuleiki hennar. Höllin minnir á suðurevrópska villu sem er við hæfi enda er Gaga af ítölskum og frönskum ættum. Meira »

Buxur sem koma í veg fyrir prumpulykt

í fyrradag Það er fátt leiðinlegra en að leysa illa lyktandi vind á stefnumóti. Ef hætta er á því gæti verið sniðugt að ganga í sérstökum buxum sem koma í veg fyrir prumpulykt. Meira »

Sjö glötuð hönnunarmistök í eldhúsinu

17.10. Eldhús ætti ekki að hanna eins og atvinnueldhús enda þarf að vera skemmtilegt að eyða tíma í eldhúsinu sem oft er kallað hjarta heimilisins. Meira »

Amal Clooney er ekki hrædd við áberandi liti

17.10. Konur þurfa ekki að klæðast buxum til þess það sé hlustað á þær. Það veit Amal Clooney sem er þekkt fyrir að klæðast flíkum í áberandi litum og einlitum í þokkabót. Meira »

Hvaða andlitshreinsir hentar þér?

17.10. Hrein húð er lykillinn að fallegri húð en það er mikilvægt að ofgera ekki húðinni og gæta þess að hún sé í jafnvægi. Ofhreinsun húðarinnar getur skapað vandamál allt frá þurrki yfir í of mikla olíuframleiðslu því húðin fer að reyna að skapa alla þá húðfitu sem búið er að taka af henni. Meira »

Síðan hrundi þegar hún birtist í kjólnum

17.10. Heimasíða ástralska tískumerkisins Karen Glee hrundi eftir að Meghan hertogaynja birtist í 150 þúsund króna kjól frá merkinu í heimsókn sinni í Sydney. Meira »

Allt á útopnu í höllinni

17.10. Gleðin var allsráðandi hjá starfsfólki upplýsingatæknifyrirtækisins Origo þegar það hélt sitt árlega haustmót, sem að þessu sinni var í Origo-höllinni að Hlíðarenda. Starfsfólk fyrirtækisins stillti saman strengi eftir sumarfrí fyrir komandi vetur. Meira »

Hætti að hræðast kolvetni

17.10. Riverdale-leikkonan Camila Mendes hætti að vera í sífelli megrun og refsa sér fyrir að borða eitthvað sem hún átti til ef hún borðaði yfir sig af kolvetnum eða nammi. Meira »

Elskhuginn lét sig hverfa

16.10. Því ég held að mörg okkar myndu ekki segja já við spurningunni: Er í lagi að ég komi fram við þig eins og ég hafi áhuga á þér en svo mun ég láta mig hverfa? Meira »