8 ráð frá flottasta jóga veraldar

Sjana er 22 ára stúlka frá Ástralíu sem hefur vakið athygli út um allan heim fyrir að vera jóga-snillingur. Hún er með einstakan líkama og frábært viðhorf. Hér verða skoðuð 8 lífsviðhorf frá henni. Sjana er ung að aldri en hefur upplifað og sigrast á mörgu. Meðal annars einelti.

Líkamsrækt og breytt viðhorf, sjálfsást og jákvæðni hjálpaði henni á þann stað sem hún er á í dag. Hún heldur áfram að gefa batann sinn áfram.

Samfélagið sem við búum í kann oft ekki að meta einstaklinginn sem það elur. En þessi sterka stúlka hefur sýnt með fjölda fylgjenda á Instagram (1,4 milljónir) að samfélagið er stundum ekki dómbært á frábærleika einstaklingsins. Hún er mikil fyrirmynd, sterk og góð. Hér eru lífsviðhorfin hennar átta.

Lifðu heilbrigðu lífi

„Þegar þú gerir það sem er gott fyrir þig og ert í kringum þá sem þú elskar þá líður þér vel.

Þú myndir aldrei sjá mig hangandi á næturklúbbum eða á stöðum sem rækta ekki andann. Þó ég sé ung þá er ég þroskuð sál. Ég elska að vera umkringd fjöskyldunni minni með góðan te-bolla í þægilegum fötum. Þá get ég ræktað mig andlega. Ég hitti fólk reglulega í uppbyggilegu umhverfi, ferðast og starfa við það sem ég elska mest.“

Notaðu dagbók

„Ef þú skrifar niður hjá þér daglega það sem þú getur þakkað fyrir þá kemur þú auga á það sem er gott í lífinu þínu. Mundu að beina þakklætinu í þína átt. Þú átt einn líkama og þína einstöku sál. Eyddu allri neikvæðni í kringum þig.“

Breyttu rétt

„Þegar við gerum góða hluti þá líður okkur vel. Passaðu upp á svefninn þinn, farðu að sofa snemma, veldu heilsusamlegan mat, eigðu áhugaverða dagskrá, vertu með skemmtilegu jákvæðu fólki, leyfðu þér að gráta reglulega, ekki hika við að tala um tilfinningar þínar. Þetta eru einfaldir hlutir sem við eigum oft og tíðum erfitt með að setja í forgang.“

Ekki reyna fullkomnun

„Ekki glíma við fullkomnun. Það hindrar okkur í að verða besta útgáfan af okkur sjálfum. Ef þú stígur inn í kærleikann og gerir góða hluti þá slípast af þér allur óþarfi. Það að vera fullkomin útgáfa af okkur sjálfum er nóg. Ekki bera þig saman við aðra. Þú ert einstakur/einstök.“

Kærleiksríkt nám

„Finndu leið til að líta á mistök þín sem tækifæri til að læra af. Lærðu af því sem þú ert að gera og þú vilt ekki gera lengur. Notaðu leiðir til að vera góður við sjálfan þig í þessu ferli.“

Vertu jákvæðnismanneskja

„Finndu góða hluti við allt í lífinu. Ef þú getur tileinkað þér að verða jákvæðnis-manneskja í lífinu þá streyma góðir uppbyggilegir hlutir í áttina til þín.“

Vertu góður/góð við aðra

„Ef þú tileinkar þér að vera hreinn/hrein í hjarta gagnvart öðrum þá verður þú hreinn/hrein í hjarta gagnvart þér sjálfum/sjálfri. Það að gefa öðrum tekur aldrei frá okkur. Það margfaldast hins vegar í jákvæðri orku til okkar.“

Prófaðu nýja hluti

„Við getum orðið föst í viðjum vanans og þá upplifum við ekki lífið til fulls. Reyndu að komast að því hvað þú elskar að gera og gerðu mikið af því. Bættu við nýjum hlutum vikulega. Áður en þú veist af verður líf þitt orðið ótrúlega spennandi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál