Missti 35 kíló og líður mun betur

Marta Klein hefur grennst mikið undanfarin þrjú ár.
Marta Klein hefur grennst mikið undanfarin þrjú ár. Samsett mynd

Marta Jóna Erlingsdóttir Klein tók líf sitt í gegn þegar hún skellti sér á námskeiðið Nýtt líf og Ný þú hjá Júlíu Magnúsdóttur heilsumarkþjálfa hjá Lifðu til fulls. Marta hefur náð ótrúlegum árangri og líður mun betur en áður en hún glímdi við ofþyngd með tilheyrandi verkjum.  

Ég var orðin svo leið á hreyfingarleysinu og offitunni svo ég ákvað að hafa samband við Júlíu sem var að auglýsa ný námskeið á Facebook,“ segir Marta um upphafið á nýja lífinu. „Áður en ég breytti um lífsstíl var ég búin að prufa alla megrunarkúra sem til eru svo ég hugsaði að það sakaði ekki að fara til Júlíu,“ segir Marta sem sér ekki eftir því en síðan hún fór á fyrsta námskeiðið hjá Júlíu í október 2015 hefur hún misst 35 kíló. 

Marta hefur búið í Þýskalandi í rúm 40 ár sótti námskeiðið í gegnum netið en hún segir Júlíu virkilega hafa þurft að tala hana til þar sem henni leist ekkert á nýja mataræðið. „Fyrstu dagana langaði mig mikið í sykur og hélt að ég gæti ekki lifað án þess að fá kaffi en ég vandist því mjög fljótlega, eða bara á fimm til sex dögum. Stundum langaði mig samt að gefast upp af því að ég var svo vön að borða óhollan mat og fannst þetta hreina fæði ekkert spennandi.

Mörtu finnur mikinn mun á sér andlega og líkamlega eftir …
Mörtu finnur mikinn mun á sér andlega og líkamlega eftir að hún breytti um lífstíl.

Eftir þriggja vikna hreinsun fann ég hvað ég var hress á morgnana enda svaf ég rosalega vel, engin svitakóf á nóttunni og allir verkir farnir eftir nóttina. Þegar ég fór á vigtina eftir þrjár vikur voru tæp tíu kíló farin svo ég fór nú að trúa á þetta fæði,“ segir Marta sem öðlaðist meira sjálfstraust á framhaldsnámskeiði sem hún fór síðan á hjá Júlíu.

„Eftir hálft ár voru 18 kíló farin svo ég hugsaði að þetta væri nú ekki svo slæmt. Þannig að ég ákvað að halda áfram,“ segir Marta ánægð á nýja mataræðinu og segist ekki vera í neinni megrun. „Ég er alltaf södd og borða allan þann mat sem mig langar í sem ég matreiði eftir uppskriftabókinni hennar Júlíu,“ segir Marta og tekur fram á þennan hátt hrynji hreinlega af henni kílóin. 

Þrátt fyrir að vera ekki í megrun þá þurfti Marta að breyta algjörlega um mataræði og segist hún helst borða núna það sem telst hreint. Hún skipuleggur vikuna betur hvað varðar mat og tekur með sér nesti í vinnuna í stað þess að borða skyndibita en Marta er verslunarstjóri í pípulagningafyrirtæki sem hún á. 

Marta var vön að borð óhollan mat áður en hún …
Marta var vön að borð óhollan mat áður en hún fór á námskeiðið til Júlíu.

Marta hreyfir sig líka meira nú en hún gerði áður en fyrir þremur árum var hún hætt að geta hreyft sig vegna bakverkja, þurfti að stoppa á 100 metra fresti og hvíla sig. Nú hoppar hún á trampólíni tvisvar í viku og fer í göngutúra með hundana sína og fer í hjólreiðatúra með vinkonum sínum. 

Marta er ekki bara léttari á sér líkamlega heldur andlega líka. „Ég var hætt að hitta fólk og vildi helst ekki mæta í boð, þetta var þá þunglyndi sem ég var komin með út af offitu. Eftir að ég breytti um lífsstíl og var orðin 35 kílóum léttari er ég glaðari og alltaf á ferðinni, annaðhvort að hitta fólk eða bara úti að ganga. Eins er svo gaman að versla, nú þarf ég ekki lengur að leita uppi búðir fyrir stórar stelpur,“ segir Marta sem grenntist um sex fatastærðir.  

„Lykillinn að því að halda áfram er þessi vellíðan og holli matur sem ég vel mér sjálf. Stundum fer ég í matarboð hjá öðrum eða í kaffi og borða kökur en daginn eftir er ég þá með vindverki, klæjar í húðina og sef illa næstu daga.“

Marta ráðleggur fólki sem á erfitt með svefn og svitnar mikið á nóttinni eða er með beinverki að prófa að fara í matarhreinsun til Júlíu eins hún gerði og breyta um lífsstíl.

„Fólk sem hefur ekki séð mig lengi áttar sig ekki á hvað ég hef breyst bæði líkamlega og andlega,“ segir Marta í lokin og bætir því við að lífið sé æðislegt. 

Marta áður en hún tók lífstílinn í gegn.
Marta áður en hún tók lífstílinn í gegn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál