Fáránlegt að vigtin skilgreini okkur

Emmy Rossum.
Emmy Rossum. AFP

Shamless-stjarnan Emmy Rossum bendir á í forsíðuviðtali tímaritsins Shape hversu fáránlegt það sé að fólk skilgreini sig með því að stíga á málmhlut. Rossum er sjálf ekki upptekin af tölunni á vigtinni og borðar til að bæta líðan sína. 

„Ég held að það sé nauðsynlegt að við hættum að einbeita okkur að smávægilegum hlutum, eins og tölu, og byrjum að hugsa um virði okkar út frá því hvað við höfum afrekað sem og hlutunum sem gera okkur einstök og sterk,“ segir Rossum. „Framkoma þín er bara hluti af því sem þú ert. Hún ákveður ekki hver þú ert eða hvað þú ert fær um.“

Rossum segist hafa byrjað að hlusta á líkama sinn betur í fyrra. Hvaða æfingar og fæða léti henni líða vel og hversu miklum svefni hún þyrfti á að halda. Hún segist alltaf hafa hreyft sig á heilbrigðan hátt og það hafi hjálpað henni að minnka stress og kvíða. Nýlega breytti hún þó til og hætti að mæta í erfiða þrekþjálfun. Fannst henni eins sú hreyfing væri eitthvað sem henni bæri skylda til að stunda í stað þess að hún gæfi henni gleði. Í stað þess byrjaði hún að gera æfingar í ætt við pilates. Hún segist vera í betri tengslum við líkama sinn eftir að hafa stundað æfingarnar og hún bíður ekki eftir að tímanum ljúki eins og áður. 

„Ég áttaði mig líka á að áfengi er ekki gott fyrir mig. Það er ekki eins og það hjálpi mér að minnka stress. Í rauninni veldur það meiri kvíða næsta dag,“ segir Rossum sem minnkaði áfengisneyslu sína og segist hugsa með sér að ef hún fái sér ekki vín muni henni líða betur. 

Sumir borða þegar þeir eru undir álagi en Rossum segist elda og slakar þannig á. Hún segist vilja vita hvað hún borði. Hún segist meðal annars elda gulrætur, fisk og blómkálsgrjón. Lárperur og hollar olíur eru meðal þess sem hún borðar en hún hugsar um matinn sem eldsneyti. Rossum hefur verið með glútenofnæmi síðan hún var lítil en segist þó ekki getað ímyndað sér lífið án kolvetna. Hún borðar glútenlaust brauð og bakar eins og á paleo-mataræðinu. 

Emmy Rossum.
Emmy Rossum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál