Tóku hlé frá samfélagsmiðlum

Stjörnurnar hafa verið duglegar að taka sér hlé frá samfélagsmiðlum.
Stjörnurnar hafa verið duglegar að taka sér hlé frá samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Samfélagsmiðlar eru ekki bara af hinu góða en oft er talað um að samfélagsmiðlanotkun ýti undir kvíða hjá fólki í nútímasamfélagi. Það hefur reynst fólki vel að sleppa tökunum og hætta eða að minnsta kosti gera hlé á samfélagsmiðlanotkun sinni og stórstjörnur eru þar ekki undanskildar eins og fram kemur á vef UsWeekly. 

Selena Gomez

Söngkonan sem var eitt sinn vinsælasta manneskjan á Instagram tók sér hlé frá Instagram í september í fyrra stuttu eftir að æskuástin Justin Bieber gekk í hjónaband. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Gomez tók sér frí frá samfélagsmiðlum en hún gerði það sama árið 2016. 

Selena Gomez.
Selena Gomez. mbl.is/AFP

Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan tók sér hlé frá samfélagmiðlum eftir að hún var rænd á hótelherbergi í París árið 2016. 

Kim Kardashian.
Kim Kardashian. mbl.is/AFP

Jessie J

Tónlistarkonan og Íslandsvinurinn setti sér það áramótaheit í ár að taka sér frí frá samfélagsmiðlum. Hún var þó skýr með að fríið myndi ekki vara að eilífu enda er hún mætt aftur á samfélagsmiðla. 

Jessie J.
Jessie J. mbl.is/AFP

Cardi B

Þó svo að rappkonan hafi einungis hætt á Instgram í tvo daga í febrúar þá er það hugurinn sem gildir og gerði hún ágætistilraun. 

Cardi B.
Cardi B. mbl.is/AFP

Demi Lovato

Söngkonan hætti á samfélagsmiðlum í nokkra mánuði í fyrra. Hún mætti aftur á Instagram í nóvember eftir meðferð. Í byrjun árs reyndi hún að hætta aftur en gekk þó ekki mjög vel. 

Demi Lovato.
Demi Lovato. mbl.is/AFP

Aaron Paul

Breaking Bad-stjarnan ákvað í desember í fyrra að taka sér hlé frá samfélagsmiðlum. Ætlaði hann að nýta tímann í að einbeita sér að vinnu og fjölskyldu. 

Aaron Paul.
Aaron Paul. mbl.is/AFP

Sarah Hyland

Modern Family-stjarnan ákvað í desember í fyrra að taka sér frí frá netheimum eftir að neikvæð ummæli særðu hana. 

Sarah Hyland.
Sarah Hyland. mbl.is/AFP

Ruby Rose

Orange is the New Black-stjarnan hætti á Twitter í fyrra eftir að hún var gagnrýnd fyrir að hafa fengið hlutverk leðurblökukonunnar. 

Ruby Rose.
Ruby Rose. mbl.is/AFP

Pete Davidson

Saturday Night Live-grínistinn hætti tvisvar á Instagram í fyrra í tengslum við samband sitt við söngkonuna Ariönu Grande. Fann hann fyrir mikilli neikvæðni í sinni garð á netinu. 

Pete Davidson.
Pete Davidson. mbl.is/AFP

Millie Bobby Brown

Táningsstjarnan hætti á Twitter í fyrra eftir neteinelti. 

Millie Bobby Brown.
Millie Bobby Brown. mbl.is/AFP

Kanye West

Í október í fyrra eyddi rapparinn samfélagsmiðlasíðum sínum tímabundið. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem West lét lítið fyrir sér fara á netinu en ári áður hætti hann á Instagram þar sem heimildarmaður sagði miðilinn hafa haft slæm áhrif á hann. 

Kanye West.
Kanye West. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál