Spears gerir þetta til að léttast

Britney Spears vill lyfta lóðum til að léttast.
Britney Spears vill lyfta lóðum til að léttast. skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Britney Spaers vill heldur lyfta lóðum til að léttast heldur en að taka brennsluæfingar. 

Spears er í góðu formi og hefur einbeitt sér að andlegri og líkamlegri heilsu síðustu mánuði. Í nýjustu færslu sinni á Instagram segir hún að hún hafi stundað fimleika þegar hún var yngri. Hún sé því með gott vöðvaminni og á auðvelt með að gera margar endurtekningar af æfingum. 

„Lykillinn að æfingunum mínum eru endurtekningar, en það verður leiðinlegt svo ég er með bækling sem ég gerði með öllum uppáhaldsæfingunum mínum,“ skrifar Spears. 

Í myndbandinu hér að neðan blandar hún saman jógaæfingum og æfingum með ketilbjöllu, lóðum og líkamsþyngd.

Britney Spears.
Britney Spears. mbl.is/AFP
mbl.is