Adele búin að léttast um 19 kíló

Adele í afmælinu í síðustu viku.
Adele í afmælinu í síðustu viku. skjáskot/Instagram

Það var augljóst á myndum úr afmælisveislu tónlistarmannsins Drake í síðustu viku að tónlistarkonan Adele hafði misst nokkur kíló. Tónlistarkonan lítur gríðarlega vel út þessa dagana og hefur hugsað vel um heilsuna síðan hún skildi við eiginmann sinn Simon Konecki í vor. 

Adele er búin að vera dugleg í ræktinni og hefur misst 19 kíló á síðustu mánuðum. Samkvæmt heimildarmanni People hefur hugarfar hennar breyst mikið. „Eftir að Adele byrjaði að æfa, hefur hún ekki litið til baka. Hún breyttist strax strax og hugarfar hennar breyttist mikið,“ er haft eftir heimildarmanninum. 

„Hún var hikandi til að byrja með. Það var eins og hún væri að vega og meta hvort hún myndi njóta þess nógu mikið til að halda sig við þetta. En hún er búin að vera mjög dugleg. Hún hefur haldið áfram að æfa með einkaþjálfara. Og hún lítur mjög vel út,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Þetta snýst hinsvegar ekki um útlitið eða að missa ákveðinn fjölda kílóa fyrir Adele. „Hún vill vera heilbrigð fyrir son sinn, og þrátt fyrir að það hafi verið áskorun fyrir hana að vera í rútínu þá hefur hún haldið sig við hana,“ sagði heimildarmaðurinn. Adele á sjö ára gamla soninn Angelo með Konecki. 

Adele árið 2013.
Adele árið 2013. FREDERIC J. BROWN
Adele hefur misst 19 kíló.
Adele hefur misst 19 kíló. skjáskot/Instagram
mbl.is