Orðinn þreyttur á flösunni: Hvað er til ráða?

Íslenskur karl leitar ráða hjá Rögnu Hlín Þorleifsdóttur húðlækni á …
Íslenskur karl leitar ráða hjá Rögnu Hlín Þorleifsdóttur húðlækni á Húðlæknastöðinni.

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknstöðinni svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni sem þjáist af mikilli flösu. 

Sæl,

Ég hef verið kljást við flösu í hársverði í nokkur ár og er orðinn þreyttur á að vera með hvítar flyksur á öxlunum öllum stundum.  Auk þess er mig farið að klæja meira.  Ég hef reynt að skipta um sjampó og jafnvel fengið ráðleggingar frá hárgreiðslukonunni minni en ekkert virkar.  Hvað get ég gert?

Bestu kveðjur  Þ

Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.
Ragna Hlín Þorleifsdóttir húðlæknir á Húðlæknastöðinni.

Sæll Þ,

flasa er vandamál sem hrjáir marga og algengast er að fólk hafi svokallað flösueksem. Þetta er húðsjúkdómur sem leggst á húð þar sem mikið er af fitukirtlum eins og í hársverði, andliti, yfir bringubeini og fleira.  Helstu einkenni eru flasa, kláði og roði. Gersveppur sem kallast Malassezia leikur lykilhlutverk í uppkomu flösueksems og þess vegna er grunnmeðferðin gott flösusjampó eins og til dæmis Ketokonazol sjampó.  Hins vegar þegar roðinn og kláðinn er mikill er yfirleitt komin bólga í hársvörðin og þá þarf gjarnan að grípa til steralausna.  Ég myndi ráðleggja þér að leita til húðsérfræðings til að láta meta hársvörðinn þinn og útiloka aðrar orsakir flösu eins og t.d. psoriasis í hársverði.

Gangi þér vel,

Ragna Hlín, húðlæknir. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Rögnu Hlín spurningu HÉR. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál