Hætti að drekka og léttist í kjölfarið

Spjallþáttastjórnandinn Andy Cohen grenntist um nokkur kíló nýlega.
Spjallþáttastjórnandinn Andy Cohen grenntist um nokkur kíló nýlega. skjáskot/Instagram

Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Andy Cohen sá að hann þurfti að gera eitthvað í sínum málum í sumar. Segist Cohen hafa hætt að fá sér í glas með gestum í þættinum Watch What Happens Live with Andy Cohen og fór hann í kjölfarið að léttast. 

Cohen var spurður út í málið í morgunþætti í vikunni og viðurkenndi hann þá að hann hefði gert ákveðnar breytingar á sínu lífi í sumar að því fram kemur á vef E!. Cohen segist vera harður við sjálfan sig en vegna vinnu sinnar í sjónvarpi neyðist hann til að horfa mikið á sjálfan sig. Fannst honum jakkafötin vera orðin ansi þröng í sumar þegar hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum.  

Nokkur kíló eru farin hjá spjallþáttastjórnandanum sem þurfti þó að gera meira en að sleppa stöku drykk í spjallþætti sínum. „Ég missti fimm og hálft kíló og ég hef virkilega fylgst með því hvað ég borða,“ sagði Cohen. 

Það getur hjálpað til að minnka drykkju þegar aukakílóin eru annars vegar. Oft eru auka kaloríur í áfengi auk þess sem fólk á það til að borða misheilsusamlegar máltíðir daginn eftir. 

View this post on Instagram

Just putting this out there: I’d make a great Ball Boy. 🎾 #USOpen (📸: @elderordonez1)

A post shared by Andy Cohen (@bravoandy) on Sep 3, 2019 at 1:11pm PDT

 

mbl.is