75 kílóum léttari en stöðug vinna

Tina Minasyan hefur grennst mikið.
Tina Minasyan hefur grennst mikið. skjáskot/Instagram

Hin bandaríska Tina Minasyan er búin að léttast um 75 kíló en hún fór í aðgerð vegna offitu þegar hún var orðin 145 kíló. Hún leggur áherslu á nú, þegar fólk fer að huga að heilsunni í byrjun árs, að það sé ekki nóg að láta sig dreyma um lægri tölu á vigtinni. 

Minasyan er dugleg að birta svokallaðar „fyrir og eftir“-myndir á Instagram. Í desember greindi hún frá því að hún hefði alltaf óskað sér að grennast á áramótunum. Þegar hún lítur til baka sér hún að draumar gera ekki mikið. „Ef þú vilt eitthvað verður þú að vinna, klóra, svitna og þrauka þar til þú kemst þangað,“ skrifaði hún á Instagram og bar saman myndir af sér þegar hún var hve þyngst og hve léttust.

Minasyan segir í viðtali við Shape að hún hafi alltaf verið stærri en hinir krakkarnir í skólanum. Hún segist hafa reynt alla megrunarkúra sem til voru en þeir ekki virkað. Hún fór meira að segja til næringarfræðings sem gaf henni megrunartöflur sem hún átti að taka aðra hverja viku. Hún lærði ekki að borða rétt þær vikur sem hún tók ekki töflurnar og þrátt fyrir að léttast um 13 kíló bætti hún vel á sig þegar hún tók ekki töflurnar. 

Í júlí 2015 var hún orðin 145 kíló, þunglynd og skilgreind með sjúklega offitu. Eftir töluverða heimavinnu fór hún í offituaðgerð. Þar með var björninn ekki unninn og segir hún aðgerð ekki endilega auðvelda lausn eins og margir halda.

Minasyan var 80 kílóum léttari ári eftir aðgerð. Á sama tíma byrjaði hún í háskóla og fór í kjölfarið að slaka á mataræðinu. Eftir fyrsta árið hafði hún bætt á sig um 15 kílóum. Hún áttaði sig þá á að hún þyrfti að huga betur að því hvernig hún hugsaði um mat. 

Í dag er hún ekki á megrunarkúr en borðar í hófi. Hún er 75 kílóum léttari en áður en hún fór í aðgerðina og setur stefnuna á að léttast um tíu kíló í viðbót. Í dag veit hún að ferðalagið er hvergi nærri búið þrátt fyrir að kílóin hafi hrunið af henni. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál