Erfitt að vera á ketó um þessar mundir

Jenna Jameson segir það vera erfitt að halda sig við …
Jenna Jameson segir það vera erfitt að halda sig við ketó-mataræðið á þessum skrítnu tímum. skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Jenna Jameson segir að henni hafi gengið illa að halda sig við ketó mataræðið á meðan kórónuveiruheimsfaraldurinn geisar.

Jameson hefur náð gríðarlega góðum árangri með ketó mataræðinu síðustu árum og kalla sumir hana ketó-drottninguna. 

„Meira en tilbúin til að halda heilbrigða lífstílnum áfram. Þetta útgöngubann hefur haft skelfileg áhrif á ketó lífstílinn minn,“ skrifaði Jameson undir mynd af sjálfri sér á Instagram. Hún viðurkenndi fyrr í mánuðinum að einangrunin hafi ekki haft góð áhrif á hana en hún er í einangrum með fjölskyldunni sinni. 

Jameson byrjaði á ketómataræðinu árið 2018 eftir að dóttir hennar Batel Lu kom í heminn. Hún missti rúmlega 36 kíló í kjölfarið. Jameson hætti svo á mataræðinu um stutt skeið í lok síðasta árs og þyngdist um 9 kíló.

Hún segist þó aldrei gefast upp og hefur haldið áfram á mataræðinu á þessu ári og misst rúmlega sex kíló. Hormónar hafa verið að stríða henni en hún segist hafa byrjað aftur á blæðingum á þessu ári, þremur árum eftir barnsburð. 

„Ég er búin að missa 6 kíló en ég hef verið að þyngjast og léttast til skiptis. Ég held að hormónar séu að hafa mikil áhrif. Ég enn með barnið mitt á brjósti og byrjaði aftur á blæðingum eftir 3 ár. Þannig að mér líður vel og illa til skiptis, fæ hitaköst og langar í saltan mat,“ sagði Jameson í febrúar.

Jenna Jameson sést hér til vinstri áður en hún fór …
Jenna Jameson sést hér til vinstri áður en hún fór á ketómataræðið og til hægri er hún búin að vera á ketó í rúmt ár.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál