„Móðir mín hefði kallað kulnun leti og drullusokkshátt“

Kári Stefánsson var gestur í nýjum þætti, Podkast Sölva Tryggvasonar.
Kári Stefánsson var gestur í nýjum þætti, Podkast Sölva Tryggvasonar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kári Stefánsson segist ekki nenna að tala um kulnun í viðtali við Sölva Tryggvason í nýju Podcasti hans.  

Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.
Sölvi Tryggvason er byrjaður með hlaðvarp, Podkast með Sölva Tryggva.

„Kulnun er nokkuð sem móðir mín heitin hefði kallað leti og drullusokkshátt, þannig að ég nenni ekki að tala um það,“ segir Kári og bætir við að það lendi allir í því að verða stundum þreyttir og nenna ekki að vinna.

„Það er eitthvað sem gerist oft hjá fólki svona upp úr fertugu að það glatar draumnum og þú hefur ekki draum, þá er erfitt að lifa og erfitt að koma sér fram úr á morgnana,“ segir Kári, sem segir samt gott að við séum að ræða um streitu.

Hann segir jafnframt að tíðni geðsjúkdóma hafi ekki endilega aukist á Íslandi, heldur sé samfélagið bara orðið öðruvísi og greiningar orðnar fleiri

„Við umberum frekar fólk sem er með vandamál af þeirri gerð […] í gamla daga var bara sagt að fólk væri skrýtið, nú er það með einhverfu,“ segir Kári, sem er alls ekki viss um að streita hafi aukist í íslensku samfélagi.

Hér er hægt að hlusta á Podkastið á Spotify:  

mbl.is