4 ráð Nigellu fyrir auðveldara líf

Nigella Lawson.
Nigella Lawson. mbl.is/Facebook

Nigella Lawson gefur lesendum The Sunday Times fjögur skotheld ráð til að tileinka sér auðveldara líf.

„Listin að komast í gegnum lífið veltur á að greiða götu sína hvern dag frekar en að finna lausn á djúpum heimspekilegum vandamálum,“ segir Lawson.

1. Segðu nei strax

„Ekki tefja að svara þegar þú veist að þú vilt ekki gera eitthvað, bara til þess að særa ekki einhvern eða valda vonbrigðum. Það hjálpar engum og allra síst þeim sem heldur áfram að halda í vonina að þú kunnir að segja já. Þú verður því að læra að segja nei strax. Þannig gefurðu líka hinum aðilanum tíma til þess að finna einhvern annan,“ segir Lawson.

2. Notaðu þurrsjampó fyrir svefninn

„Besti tíminn til þess að nota þurrsjampó er ekki á morgnana heldur á kvöldin áður en þú ferð að sofa. Þá er ódýrt þurrsjampó alveg jafngott og dýrari gerðin.“

3. Maturinn þarf ekki að vera mjög heitur

„Hver réttur þarf ekki að vera heitur beint úr ofninum. Það þarf aðeins að tryggja að sósan sé heit.“

4. Gerðu það strax!

„Gerðu það núna. Þetta er dýrmætasta ráðið sem ég gæti nokkurn tímann gefið. Hvort sem um er að ræða þvottahrúgu sem á eftir að ganga frá eða eitthvert spennandi ævintýri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál