Var alltaf óvart komin á nammibarinn í Hagkaup

Júlía segir ótrúlega margt jákvætt gerast í líkamanum þegar einstaklingur …
Júlía segir ótrúlega margt jákvætt gerast í líkamanum þegar einstaklingur lifir sykurlausum lífstíl.

Júlía Magnúsdóttir heilsumarkþjálfi og hráfæðiskokkur drekkur hvorki kaffi né borðar sykur. Hún er í stöðugri framþróun sjálf og er eigandi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfun þar sem hún aðstoðar annað fólk við að losna undan sykri.

„Eftir áralangt nám í næringarfræði, heilsumarkþjálfun, matreiðslu og hinum ýmsu námskeiðum er tengjast heilsu, áttaði ég mig á því að sleppa hvítum unnum sykri er eiginlega það eina sem hefur samróma samþykki allra helstu fræðimanna í greininni.

Sérfræðingar og læknar í dag hafa sýnt fram á að helstu orsök offitu, sykursýki 2, þunglyndis og vanlíðan, streitu, liðverkja, meltingarvandamála og fleiri sjúkdóma er hvítur unninn sykur. Of mikill sykur breytist í fitu og er eitur fyrir líkamann.

Það gerast ótrúlegustu hlutir við að sleppa sykri. Orkan fer upp, húðin verður fallegri, líkaminn léttari, andleg líðan verður betri og skapið einni. Við upplifum meiri velliðan í stað verkja og betri meltingu.

Þessir þættir og nýfundin vellíðan - er ástæða þess að ég aðhyllist sykurlausan lífstíl og lofa hann við hvern sem vill hlusta.“

Hvernig var að hætta að borða sykur?

„Fyrst um sinn var það mjög erfitt. Ég reyndi það lengi án árangurs og gafst alltaf upp um helgar og var komin á nammibarinn í Hagkaup eða í Ísbúð Vesturbæjar.

Það var því nýfundið frelsi í fyrsta sinn sem löngunin í sykur var ekki að stjórna mér. Það gerðist eftir að ég tók þrjátíu daga hreinsun, sem ég kenni og leiði fólk í gegnum á ​Frískari og orkumeiri á 30 dögum námskeiðinu​. 

Það tekur sykur allt að þrjátíu daga að fara úr líkamanum og þar sem sykur er ávanabindandi hefur það þau áhrif að líkaminn kallar eftir meira. Því finnst mér svo mikilvægt að allir gefi
sér góðan tíma til að hreinsa líkamann, losa hann við eiturefni sem hafa safnast upp en það sem skiptir líka miklu máli er að allir finni sér holla staðgengla sem hægt er að nota í staðinn fyrir sykurinn.

Þegar þú ert komi með þá vellíðan sem fylgir því að vera laus úr vítahringnum, þá er ekki aftur snúið.“

Hvað finnst þér um sykurlausan september?

„Sykurlaus september er æðislegur. Að koma sykurlausum lífsstíl í umræðuna, jafnvel þó fólk sé kannski ekki tilbúið að prófa það strax eða fara alla leið er mikilvægt. Að opna augu þess fyrir mikilvægi þess að huga að heilsunni er svo veigamikið þar sem þetta er jú eini líkaminn sem við fáum þannig það er eins gott að hugsa vel um hann. Ég trúi því svo innilega að besta leiðin til þess sé í gengum sykurlausan lífsstíl fullan af náttúrulegri, óunninni, heilnæmri fæðu.“

Júlía Magnúsdóttir drekkur hvorki kaffi né borðar sykur.
Júlía Magnúsdóttir drekkur hvorki kaffi né borðar sykur.

Áttu ráð fyrir þá sem eru með löngun í sykur?

„Já svo sannarlega! Ég er með einföld ráð sem allir geta notað til að draga úr löngun í sykur og þar með hafið vegferð sína - í hollari lífsstíl. 

Ég mæli með að fólk drekki eitt glas af vatni þegar sykurlöngunin blossar upp. 

​Eitt glas af vatni þegar sykurlöngun blossar upp er gott ráð. Oft þegar við fáum sykurlöngun erum við í raun og veru þyrst. Ég mæli því með að drekka tvo til þrjá lítra af vatni á dag.

Eins þurfum við að gæta að svefni. Svefnleysi er gjarnan orsakavaldar sykurlöngunar. Svefnskortur dregur úr leptín hormónum sem gerir það að verkum að matarlöngunin eykst. Þetta útskýrir af hverju mörg okkar narta meira yfir daginn eftir lélegan svefn. Það er því mjög mikilvægt að ná góðum svefni fyrir fitubrennslu, afköst, orku og til að minnka sykurþörf.

Síðan myndi ég ekki sleppa úr máltíð og alls ekki sleppa hádegismatnum sama hversu mikið er að gera. Ef hádegisverðurinn er ekki borðaður þá leiðir það vanalega til þess að einstaklingurinn borði meira í kvöldmatinn og sækir þá ef til vill í sykur. 

Eins getur verið gott að fara í kraftgöngu. Það getur bæði dregið athyglina frá sykurþörfinni, minnkað streitu og aukið fókus og orku. Hreyfing styður við hjarta og æðakerfi þitt og kemur brennslu af stað fyrir daginn. Ég fer í tvær til þrjár stuttar kraftgöngur á dag og er alveg háð því. 

Að borða dökkgrænt salati aðstoðar við að endurstilla bragðlaukana og venja af sykri. Grænkál, klettasalat, spínat eða brokkoli er kjörið.

Svo má ekki gleyma fitunni. Mjög margir glíma við sykurþörf vegna þess að það er ekki nóg af hollri fitu í fæðunni. Fita veldur því að við verðum södd í lengri tíma og hjálpar að temja og halda sykurþörf í skefjum. Kókosolía, avókadó, feitur fiskur og hnetur eru dæmi um holla og góða fitu.

Síðan má minnast á hollari staðgengla. Að mínu mati er ekki hægt að sleppa því algjörlega að fá sér eitthvað sætt, annað væri bara eintóm leiðindi. Nú til dags eru til svo ótal margir hollir kostir sem hægt er að njóta í stað sykurs. Þú getur gert þér hollari smákökur, nammikúlur og fleiri sykurlaus sætindi! Ég vil hvetja alla til að fara inn á síðuna mína þar sem ég býð upp á rafbókina Sektarlaus sætindi sem gefa ljóma“

Sektarlaus sætindi sem gefa ljóma er rafbók sem hægt er …
Sektarlaus sætindi sem gefa ljóma er rafbók sem hægt er að nálgast á heimasíðunni Lifðu lífinu til fulls.
mbl.is