Hafnar tilboðum um stefnumót eftir þyngdartap

Kelly Osbourne er búin að grennast.
Kelly Osbourne er búin að grennast. Samsett mynd

Kelly Osbourne hefur losnað við tæp 40 kg eftir að hafa gengist undir magaermaraðgerð fyrir þremur árum. Hún segir að karlmenn hafi veitt sér meiri athygli eftir þyngdartapið en hún hafi hafnað öllum tilboðum þeirra um stefnumót.

„Við skulum orða það þannig að ég er að skemmta mér,“ sagði Osbourne í viðtali á dögunum. „En veistu hvernig það var? Allir karlmennirnir sem ég hafði áður sýnt áhuga en höfðu allir sagt eitthvað á þessa leið: „Já, hún er frábær en of feit ...“ komu allir til baka og ég vildi þá alls ekki.“

Þá segir Osbourne mikilvægt að hugurinn sé í góðu lagi áður en maður gengst undir breytingar sem þessar. „Ég var í meðferð hjá sálfræðingi í heilt ár áður en ég fór í aðgerðina. Þetta er engin skyndilausn. Maður verður að borða rétt og hreyfa sig. Maður verður að gera allt það sama og venjulega. Aðgerðin er bara til þess að ýta manni af stað í rétta átt. Maður verður að gjörbylta lífi og venjum og verða manneskjan sem maður vildi alltaf verða.“ 

Þá segir Osbourne það mikilvægt fyrir sig að vera opinská um ferlið. „Ég vil aldrei vera lygari. Ég verð aldrei ein af þeim sem vakna upp með nýtt andlit og þykist bara hafa keypt nýtt rakakrem. Maður á að sýna fólki að það sé hægt að verða það sem maður vill.“


View this post on Instagram

What a night!!! I had so much fun with my mum and my tits were trending on twitter 🙈

A post shared by Kelly Osbourne (@kellyosbourne) on Feb 10, 2020 at 4:14am PST

mbl.is