Er hollt að borða alltaf sama matinn?

Sumir borða bara sama matinn aftur og aftur.
Sumir borða bara sama matinn aftur og aftur. Unsplash/pablo merchan

Sumir sem eru að taka sig á eiga það til að borða alltaf sama holla matinn en er hægt að borða sama matinn dag eftir dag og viðhalda heilsu? Lífsstílstímaritið Body+Soul leitaði ráða hjá næringarfræðingnum Melissu Meier.

Kostirnir

Ef þú borðar sama holla matinn í morgunmat, hádegismat og kvöldmat aftur og aftur þá gengur þér betur en flestum. Rútínan kemur þannig í veg fyrir að þú stelist í ruslmat og það er af hinu góða.

Að vera samkvæmur sér í mataræði getur hjálpað til við að byggja upp heilbrigðar venjur og lífsstíl til frambúðar. Bráðum verður það þitt annað eðli að velja hollt umfram óhollt.

Þá getur það verið fjárhagslega hagkvæmt að viðhalda fastri rútínu í mataræði. Þá geturðu undirbúið þig til langs tíma og keypt í stærri og hagkvæmari einingum. Þá þarftu heldur ekki að kaupa mörg ólík hráefni sem svo skemmast.

Ókostirnir

Helsti ókosturinn er sá að ef þú borðar alltaf það sama þá hefur það ekki mikið næringarlegt gildi fyrir líkamann. Þú gætir verið að borða of einhæft. Þú þarft að gæta þess að borða nóg af prótíni til að fá nóg af steinefnum á borð við járn og sink. Þá eru ávextir mikilvægir fyrir heilsuna og ef þú takmarkar neyslu þína á ávöxtum missirðu af öllu því góða sem þeim fylgir. Þá þarftu líka að passa upp á að innbyrða nóg af trefjum.

Niðurstaða

Þetta er gott fyrir þá sem annars myndu borða enn verri mat. Þá er gott að halda sig við það sem er auðveldast og skapar góðar venjur. Það er þó ráðlegt að reyna að hafa mataræðið eins fjölbreytt og mögulegt er. Ekki bara til þess að passa að fá öll lífsnauðsynleg næringarefni heldur líka til þess að hafa ánægju af að borða matinn.

mbl.is