Framhjáhald með svipuðu sniði og fyrir kórónuveiruna

Flestir þeir sem stunda framhjáhald gera það með óbreyttu sniði …
Flestir þeir sem stunda framhjáhald gera það með óbreyttu sniði í dag þrátt fyrir kórónuveiruna. mbl.is/Colourbox

Þeir sem eru hvað spenntastir fyrir mótefni gegn kórónuveirunni eru þeir sem eru í framhjáhaldi ef marka má The New York Post. Upplýsingar um þetta kemur úr könnun sem stefnumótasíðan Ashely Madison gerði í miðjum faraldrinum. Af þeim 2.400 einstaklingum sem tóku þátt í könnuninni sögðu fjórir af hverjum tíu sem stunda framhjáhald vilja mótefni. 

„Í miðjum faraldrinum spurðum við meðlimi okkar hvort þeir sem væru inni á síðunni til að halda framhjá væri ennþá að hitta viðhaldið sitt. Margir sögðu svo vera, en sögðust vera að huga að örygginu þrátt fyrir það. Þeir nota handspritt, forðast fjölmenni, hitta viðhaldið utandyra og fara reglulega í kórónuveirupróf. 

Að fá mótefni við kórónuveirunni væri að bæta öðru lagi á þetta öryggi þeirra sem stunda framhjáhald,“ sögðu stjórnendur síðunnar. 

Réttlæting þeirra sem stunda framhjáhald er að kynlíf utan sambands sé einskonar sjálfsdekur. Þá er framhjáhaldið notað sem leið til að komast betur í gegnum streitu og óvissutíma. Síðan var hópur sem sagði framhjáhaldið vera leið til að forðast það að skilja. 

40% þátttakenda sögðu að kórónuveiran minnti á hversu hverfult lífið í raun og veru er. 63% þeirra sem halda framhjá sögðu hinsvegar framhjáhaldið vera með svipuðu sniði og árið á undan.

Ónefnd kona sendi orðsendingu á stefnumótasíðuna sem sagði:

„Það var ekkert í hjónabands sáttmálanum mínum sem talaði um aðstæðurnar sem hafa skapast á tímum kórónuveirunnar. Ég og maðurinn minn erum góð saman, en það hefur verið erfitt að vera svona mikið með honum. Þó við séum í góðu sambandi, þá getur hann ekki mætt öllum mínum þörfum, af þessum sökum hefur faraldurinn haft þau áhrif á mig að mig langar meira en áður að vera með öðrum mönnum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál