Fimm merki um hormónaójafnvægi

Hormónin hafa áhrif á margt og geta útskýrt afhverju þyngdin …
Hormónin hafa áhrif á margt og geta útskýrt afhverju þyngdin haggast ekki. Unsplash.com/Alexandra Gorn

Næringarfræðingurinn Susie Burrell segir að hormón séu oftar en ekki ástæða þess að þyngdin haggast ekki. Jafnvel þótt maður geri allt rétt. Hún nefnir fimm merki sem gætu gefið til kynna að hormón hefðu áhrif á þyngdina. 

„Það eru um 200 ólík hormón að störfum í líkamanum og hafa áhrif á allt, til dæmis skapið, kynhvöt og hungurtilfinningu. Þegar kemur að þyngdarstjórnun hafa mörg hormón þar áhrif eins og til dæmis leptín, kortisól og estrógen en aðalhormónið er þó insúlín.

Breytingar á insúlíninu hafa áhrif á hvar við geymum fitu, hvernig við brjótum niður sykur úr kolvetnum. Það hversu mikið insúlín losnar þegar við borðum kolvetnisríkan mat ákvarðar hvort vöðvar okkar geti brennt fituforða okkar eða ekki,“ segir Burrell í viðtali við Body+Soul og hvetur allar konur sem finna fyrir einkennum að láta heimilislækni sinn kanna hormónabúskapinn.

1. Þyngdin haggast ekki

Þetta á við þegar maður borðar hollt, hreyfir sig mikið en samt sem áður léttist maður ekkert. Þá er ef til vill ástæða til þess að skoða hormónin. 

2. Breytt fitusöfnun líkamans

Það er alltaf gott að veita því athygli þegar líkaminn breytist. Ef þú tekur eftir að þyngdin sé að færast á annað svæði en venjulega gæti það verið til marks um aukin áhrif hormónanna sem stýra efnaskiptum. 

3. Þig langar stöðugt í sætindi

Það er ekki eðlilegt að vera alltaf svangur, langa bara í sætindi og borða mun meira en aðrir. Stundum er þetta til marks um óreglu í blóðsykrinum.

4. Kynhvötin er horfin

Konur upplifa miklar sveiflur á kynhvöt eftir aðstæðum. Streita og svefnleysi geta haft mikil áhrif á þau hormón sem stýra kynhvötinni.

5. Skrítin einkenni

Kannski svitnarðu meira en venjulega, aukinn hárvöxtur á ólíklegustu stöðum eða miklar skapsveiflur. Augnþurrkur, svefntruflanir og þynnra hár. Allt eru þetta óljós einkenni sem gætu bent til óreglu í hormónabúskapnum. Hlustaðu á líkamann, það þekkir hann enginn eins vel og þú sjálf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál