Svona heldur Linda sér á beinu brautinni

Linda Pét­urs­dótt­ir lífsþjálfi fór í The Life Coach School í …
Linda Pét­urs­dótt­ir lífsþjálfi fór í The Life Coach School í Banda­ríkj­un­um þar sem hún öðlaðist þekk­ingu og mennt­un í því að hjálpa kon­um að ná þeirri þyngd sem þær dreyma um. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pétursdóttur er að slá í gegn um þessar mundir og fór fimmti þátturinn hennar í loftið í dag. Þátturinn fjallar um heilsuheimspeki Lindu þar sem í hvert sinn sem eitthvað er drukkið eða borðað ætti að velta fyrir sér spurningunni: 

„Mun þetta hafa jákvæð eða neikvæð áhrif á líkama minn?“  

„Að vera of stífur þegar kemur að mataræði og þyngdartapi virkar aðeins um hríð áður en það snýst í höndunum á þér. Þetta verður aldrei allt eða ekkert svo þú þarft að vera opin fyrir því að hugsunarháttur þinn og nálgun þurfi að breytast. Breytingar krefjast nýs viðhorfs og geta stundum verið bæði erfiðar og óþægilegar en það er allt í lagi. Þú ræður alveg við það sem er erfitt og óþægilegt.   

Þegar kemur að mataræði dynja á okkur svo mörg misvísandi skilaboð að við komumst ekki hjá því að vera svolítið ringluð í því hvernig best sé að næra líkamann svo hann verði heilbrigður og þróttmikill og í sínu besta mögulega ástandi. Við vitum að við þurfum að borða ferskan og næringarríkan mat, helst hreint fæði og aðallega lífrænt ræktað. Einnig að við ættum að forðast sykur, unninn mat, minnka rautt kjöt og drekka helling af vatni á hverjum degi. En daglega virðist nýtt heilsufæði skjóta upp kollinum; eitthvert kraftaverkaefni eða bylting gegn öldrun eða krabbameini sem fær okkur til að velta því fyrir okkur hvort við ættum að prófa það bara til öryggis.“

Linda segir það góða hugmynd að vera með opinn huga og fylgjast með nýjum straumum og stefnum, en það sem skipti meira máli er að setja heilsu og vellíðan í fyrirrúm. 

„Kynntu þér málin og haltu þig við það sem hentar þér. Ef þú þarft hjálp á þessu sviði, vertu þá viss um að velja þér heilsuþjálfa sem þú treystir til að vinna með þér. Það getur verið frábær leið til að koma heilsunni aftur á rétta braut og halda henni þar.  

Gerðu það að markmiði þínu að borða hreinan mat, aðallega úr jurtaríkinu. Grænmeti, prótín og fita eru þrír helstu fæðuflokkar sem ég mæli með. Mundu líka að matnum er ætlað að næra líkamann en einnig að fagna og njóta. Annað sem þarf að hafa í huga er að þú getur aðeins borðað það sem er tiltækt  þannig að ef þú ert bara með hollan og næringarríkan mat í ísskápnum, þá muntu vilja borða hann.  

Ef þú vilt markvisst skipuleggja þig og fyrirbyggja þyngdaraukningu og vanlíðan sem fylgir ofáti skaltu endilega hlusta á þáttinn og fá jafnframt nokkur ráð til að halda þig á beinu brautinni.

Það er því ekki eftir neinu að bíða. Settu heilsu þína í forgang og byrjaðu núna. Þú getur það, eitt skref í einu.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál