Sjáðu Bjarna Ben. taka 120 kíló í bekk

Bjarni Benediktsson lyftir 120 kílóum í bekkpressu.
Bjarni Benediktsson lyftir 120 kílóum í bekkpressu. Skjáskot/Twitter

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á dögunum í viðtali að hann tæki 120 kíló í bekkpressu. Eftir að afreki hans var slegið upp í fyrirsögn kviknuðu efasemdaraddir um að það stæðist skoðun. 

Fjölmiðlamaðurinn Gísli Marteinn Baldursson óskaði eftir sönnunum fyrir því og bauð Bjarna aftur velkominn í þáttinn Vikuna með Gísla Marteini. Kraftlyftingamaðurinn Júlían J. K. Jóhannsson var á sömu skoðun og Gísli Marteinn og sagði að þjóðin ætti skilið sönnun fyrir þessum tölu.

Bjarni hefur nú birt sönnun þess efnis að hann geti vissulega lyft 120 kílóum í bekk. Myndbandið birti Bjarni á Twitter. 

mbl.is