Orkugefandi ástarsamband!

Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti.
Inga Kristjánsdóttir næringaþerapisti. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

„Ég hef átt í ástarsamband við B12-vítamínið í áratugi, líklega það lengsta sem ég hef nokkurn tíma átt í og alveg örugglega það mest orkugefandi! B12-vítamínið er bara svo ótrúlega mikilvægt að það er ómögulegt að skilja við það. Það sem gerir B12 áhugavert er til dæmis það, að líkami okkar á í mörgum tilfellum í stökustu vandræðum með að taka það upp og nýta það,“ segir Inga Kristjánsdóttir næringarþerapisti í sínum nýjasta pistli á Smartlandi: 

Upptakan er háð ákveðnum aðstæðum í maganum sjálfum (Intrinsic Factor) og ef þær klikka verður sáralítil upptaka. Sú klikkun tengist oft erfðum, lyfjatöku og hve mikla eða litla magasýru maginn hefur til reiðu. Lítil magasýra – meira vesen.

Upptakan verður líka oft verri með aldrinum, gat verið, sem er mjög bagalegt og skortur meðal eldra fólks því mjög algengur og getur lýst sér með einkennum sem líkjast hreinlega einhverjum alvarlegum sjúkdómum og ástandi. Ég verð eiginlega að segja að ef þið eruð svo heppin að þekkja einhverja heldri borgara sem ykkur þykir vænt um, þá mæli ég með að benda þeim á B12.

Aðrir hópar sem þurfa sérstaklega á ást B12 að halda eru þeir sem taka sýruhamlandi magalyf, þeir sem eru vegan eða borða lítið kjöt, þeir sem eru blóðlausir, þeir sem eiga erfitt andlega og eiginlega bara allir sem komnir eru yfir fertugt!

B12-vítamínið er vatnsleysanlegt, sem þýðir að líkaminn nær illa að hanga á birgðum, það safnast ekki upp, og því nauðsyn að huga að inntöku þess mjög reglulega.

Vegna þessara vandkvæða í upptöku í meltingunni ráðlegg ég B12 í munnúðaformi (til dæmis munnúðann frá Nordaid), sem er þá spreyjað undir tungu eða inn á kinn og vítamínið frásogast beint í gegnum slímhúðina í munninum og þarf ekkert á meltingunni að halda.

Algengustu einkenni þess að líkamann vanti B12-vítamín geta verið þessi:

  • Þreyta og orkuleysi
  • Slæmt minni
  • Mæði og svimi
  • Slæm andleg líðan
  • Lélegt hár og neglur

Þetta eru þau einkenni sem hafa verið mest í umræðunni en eitt vandamál tengt lágu B12 í líkamanum hefur ekki verið rætt mikið.

Það eru áhrif B12 á hjartasjúkdóma! Mjööööög áhugavert!

Þegar prótín brotnar niður í líkamanum myndast ákveðin tegund amínósýru sem heitir homosystein og ef hún nær að byggjast upp getur það ástand valdið hjarta- og æðaveseni. Það er áhugavert að skoða að B12-skortur tengist aukinni áhættu á hjartaáfalli, rannsóknir hafa sýnt fram á það.

Því finnst mér mjög mikilvægt að allir yfir 40 árunum eða svo hugi að þessu og taki inn B12!

Það er enn mikið verið að rannsaka þetta og þið getið fundið alls konar spennandi ef þið sláið inn orðið homosystein í leitarvélar.

Önnur mjög alvarleg einkenni geta komið fram vegna skorts á B12 og margar rannsóknir eru í gangi eins og er, til dæmis á tengslum ákveðinnar tegundar flogaveiki og B12-skorti.

Ef þig grunar að þú sért með B12-skort þá er hægt að fá gildin mæld í blóðprufum hér á landi. Annars hafa bara flestir gott af því að taka B12!

Hafið það yndislegt í dag og bétólfum okkur nú inn í sumarið!

mbl.is
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál