Léttist um 30 kíló eftir að hann kynntist Allen

David Harbour var töluvert þyngri þegar hann kynntist eiginkonu sinni, …
David Harbour var töluvert þyngri þegar hann kynntist eiginkonu sinni, tónlistarkonunni Lily Allen. AFP

Stranger Things-leikarinn David Harbour var þéttur á velli þegar hann kynntist eiginkonu sinni, söngkonunni Lily Alllen. Hann léttist eftir það en viðurkennir í nýlegu viðtali við The New York Times að eiginkona sín hafi haft nokkrar efasemdir um breytingarnar.

Harbour hafði þyngst fyrir hlutver sitt í Stranger Things og var orðinn tæplega 130 kíló þegar hann kynntist konu sinni, með mikið skegg og hár. 

„Við fórum á stefnumót á Wolseley í Lundúnum og hún féll fyrir mér þegar ég var upp á mitt versta, líkamlega og hárlega. Sambandið þróaðist og ég byrjaði að grennast og æfa. Og hún hafði í alvöru efasemdir um það. Sem er gott í sambandi. Það er mjög gott að byrja í sambandinu á þeim punkti í stað þess að vera ungur, myndarlegur og horfa á sig úrkynjast með árunum.“

Lily Allen og David Harbour eru gift.
Lily Allen og David Harbour eru gift. AFP
mbl.is