Tilgangurinn er uppspretta hamingjunnar

Hver er tilgangur þinn og hvaða hlutverki gegnirðu?

„Við höfum öll tilgang og í dag hvet ég ykkur að skoða hvert þið eruð að fara, hvert för ykkar er heitið í lífinu. Tilgangurinn er vegferð ykkar og við þurfum að skilgreina þann tilgang. Takið ábyrgð á orkunni ykkar, frjálsum vilja og leyfið ykkur að velja þá vegferð sem leiðir ykkur til velsældar,“ segir Guðni Gunnarsson. 

Það er gott að taka blað og blýant, skrifa uppkast að tilgangi sínum og veita athygli hvort það fylgir ástríða eða vanmáttur þegar skrifað er niður. Ef því fylgir vanmáttur þá þarf bara að endurrita.

Guðni segist hafa trú á að allir viti sinn tilgang, hann sé einfaldlega ást, ljós og hvernig við þjónum tilverunni. Hvað það er sem við gefum af okkur því það gefur okkur margfalt til baka.

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is