„Ertu í flegnum kjól eða flíspeysu af gömlum vana?“

Linda leggur mikið upp úr því að búa á fallegu …
Linda leggur mikið upp úr því að búa á fallegu heimili og klæða sig upp á í huggulegan fatnað. mbl.is/Ásta Kristjánsdóttir

Hlaðvarp Lindu Pét­urs­dótt­ur er vin­sælt um þess­ar mund­ir og fór fer­tug­asti og sjöundi þáttur þess í loftið í vikunni. Þátturinn fjallar um sjálfsmyndina, flíspeysur og flegna kjóla svo eitthvað sé nefnt. 

„Sjálfmyndin skapar alla umgjörðina í lífinu okkar. Hvort sem það eru húsgögnin í kringum okkur, fatnaðurinn sem við klæðumst, snyrtivörurnar sem við notum eða maturinn í ísskápnum okkar. 

Grunnurinn að því að gera breytingar í lífinu er að vinna í sjálfsmynd okkar og hvað við hugsum um okkur sjálf. Trú okkar á okkur, framkallast af þeim hugsunum sem við hugsum ítrekað. Heilinn sannar alltaf hugsanir okkar réttar þannig að það er afar mikilvægt að vera meðvitaður um hugsanir okkar, um okkur. Það sem við hugsum um okkur verður nefnilega að veruleika,“ segir Linda í hlaðvarpinu. 

„Er klæðnaður þinn og útlit á pari við breytta sjálfsmynd? Er konan sem þú vilt vera alltaf í flíspeysu eða leggur hún metnað sinn í að velja fatnað sinn af kostgæfni?

Setur hún á sig skart og fer hún í fleginn síðkjól? Hvernig snyrtivörur notar hún? Tekur hún tíma til að taka sig til á morgnana eða lítur hún vart í spegil og klæðir sig í flíspeysuna, af gömlum vana?“

Hún segir núverandi venjur fólks endurspegla það sem fólk trúir um sig. 

„Venjur þínar munu annað hvort viðhalda núverandi sjálfsmynd þinni eða gefa með tímanum vísbendingar um nýja sjálfsmynd. Núverandi venjur þínar endurspegla þá manneskju sem þú trúir að þú sért. Til að breyta hegðun þarftu að byrja á að breyta skoðun þinni og trú um sjálfa þig. Það krefst þess að þú æfir venjur sem breyta sjálfsmynd þinni.“

Þú verður að ákveða hver þú vilt vera að mati Lindu. 

„Þá getur þú búið til nýjar venjur sem renna stoðum undir þá sjálfsmynd. Til að skapa tilfinningar og trú á nýja þig skaltu halda dagbók í anda þeirrar manneskju. Notaðu ímyndunaraflið til að skrifa úr framtíðinni. Tilgangurinn með þessari tegund skrifa er að breyta tilveruástandi þínu. Þú getur sem dæmi hugsaði eftirfarandi: Hvernið líður henni? Um hvað hugsar hún? Hverju er hún spennt fyrir? Hvernig hefur hún sigrast á hindrunum lífsins? Fyrir hvað er hún þakklát?

Málið er að þegar sýn þín á þér breytist, þá endurspeglar heimurinn það.“

Þátt­inn má nálg­ast í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál