Eva María tók sér ársfrí frá áfengi

Eva María Jónsdóttir starfaði lengi í fjölmiðlum en er nú verkefnastjóri Árnastofnunar. Hún er gestur í þætti Margrétar Stefánsdóttur, Heil og sæl, í Sjónvarpi Símans Premium. Eva María segir frá því hvernig hún upplifi að taka sér ársfrí frá áfengi en í þáttunum er rætt um heilsu kvenna. Í þessum þriðja þætti er áfengi til umræðu. 

„Konur þola áfengi verr en karlmenn og ekki er ráðlegt að nota það sem leið til þess að slaka á. Við gerum okkur kannski ekki endilega grein fyrir því hvað hófleg drykkja fyrir kvenfólk þýðir í magni; Einn drykkur eða minna á dag að jafnaði? Aldrei meira en fjórir drykkir í senn? Samanlagt minna en sjö drykkir á viku,“ segir Margrét umsjónarmaður þáttanna. Hún segir að víndrykkja sé normaliseruð í tilverunni og við notum áfengið stundum til að slaka á fremur en að fagna. 

Þátt­ur­inn er sýnd­ur fimmtudagskvöld kl 20.10 í op­inni dag­skrá en öll þáttaröðin er þegar kom­in í Sjón­varp Sím­ans Premium.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál