„Það sem þú gerir í dag hefur áhrif á framtíðina“

Una Emilsdóttir læknir.
Una Emilsdóttir læknir.

Una Emilsdóttir læknir er áhugaverður fagmaður sem lætur sér ekki í léttu rúmi liggja þau áhrif sem eiturefni geta haft á almenning. Hún er að kenna í fyrsta skiptið í skóla fag sem heitir eiturefnafræði í umhverfinu. 

Hallormsstaðarskóli stendur í einstaklega fögru umhverfi á Hallormsstað á Egilsstöðum. Þar er boðið upp á nám í sjálfbærni og sköpun á 4. hæfnisþrepi sem samsvarar fyrsta ári á háskólastigi. Námið byggist að stórum hluta á kennslu sérfræðinga sem veita faglega innsýn hver á sínu sviði. Á vörönn verður farið yfir heilsufræði, sem dæmi eiturefnafræði í umhverfinu, með Unu Emilsdóttur lækni í fararbroddi en hún hefur sérstakan áhuga á umhverfislæknisfræði.

„Þetta verður frumraun mín að kenna þetta í skóla, en ég hef haldið fyrirlestra um málefnið frá árinu 2015.“

Hvað er áhugavert við þetta fag?

„Fagið er gríðarlega áhugavert því nú erum við búin að átta okkur á því að það er ekki bara heppni, erfðir, mataræði og hreyfing sem hafa áhrif á heilsu okkar, heldur að stórum hluta einnig sem við fáum óumbeðið í líkamann í gegnum það sem við borðum, öndum að okkur, berum á húðina okkar og sem eru í umhverfinu okkar almennt. Allt þetta hefur áhrif á okkur sem lífverur og við erum að átta okkur á því í auknum mæli.“

Mikilvægt að vita hvaða efni geta haft skaðleg áhrif

Una leggur áherslu á að við höfum búið í heimi þar sem efnaiðnaður hefur aukist gríðarlega frá seinni heimsstyrjöldinni.

„Auðvitað er mikið af efnaiðnaðinum aðallega til að auðvelda okkur lífið, en því miður getur hann líka haft skaðleg áhrif á okkur sem lífverur og sér í lagi spilliefnin sem verða til og í raun og veru innihaldsefnin í vörunum sem við notum stundum dagsdaglega. Ég hef sérstakan áhuga á afleiðingum þessa á fóstur í móðurkviði, vegna þess að hér áður töldum við að fylgjan væri algjörlega skotheld og myndi verja fóstrið fyrir áreiti, en nú vitum við að svo er því miður ekki.

Saklausir hlutir eins og til að mynda flúor, sem fólk kemst í snertingu við í umhverfinu frá ýmsum áttum, virðist hafa áhrif á fóstur í móðurkviði, eins virðast varnarefnategundir sumar hverjar geta haft áhrif á taugakerfi fósturs í myndun, plastefni geta haft hormónaraskandi áhrif á fóstur og fleira. Þetta er mjög mikilvægt að skoða og veita fræðslu um.“

Hún segir námið í Hallormsstaðarskóla vera fyrir alla sem vilja fá aukinn skilning á þessu sviði og hún geti mælt með náminu fyrir þá sem vilja setja komandi kynslóðir í fyrirrúm og velferð þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál