Hvernig væri að læra að drekka vín eða leigja út íbúðina?

Það er hægt að fara á fjölmörg námskeið sér til …
Það er hægt að fara á fjölmörg námskeið sér til skemmtunar. Samsett mynd

Það er tilvalið að nýta meiri tíma í að bæta við sig þekkingu. Það þarf alls ekki að vera leiðinlegt að læra og óþarfi að hræðast falleinkunn. Nám getur verið alls konar, viðfangsefnin eru eins misjöfn og þau eru mörg eins og hér gefur að líta.

Lærðu að drekka vín!

Menningarhópur U3A Reykjavíkur, háskóla þriðja æviskeiðsins, býður upp á námskeið í vínsmökkun þann 29. nóvember. Þar tekur vínsérfræðingurinn Stefán Guðjónsson á móti gestum og kynnir fjórar tegundir af rauðvíni og fjórar þrúgur og hvernig á að lykta af og smakka vín.

mbl.is/Colourbox

Buongiorno! Góðan daginn!

Það er tilvalið að læra ítölsku í vetur og spreyta sig á tungumálinu fagra í Róm í sumar. Mímir býður upp á ítölskunámskeið fyrir byrjendur. Næsta námskeið hefst 15. janúar. Það er Ítalinn Stefano Rosatti sem kennir námskeiðið en hann er frá Genúa á Ítalíu.

Lærðu ítölsku áður en þú ferð til Rómar!
Lærðu ítölsku áður en þú ferð til Rómar! Ljósmynd/Unslpash.com/Mathew Schwartz

Lærðu að lána íbúðina!

Þegar fólk hættir að vinna gefst meiri tími til að ferðast. Það þurfa ekki allir að eiga hús á Spáni. Snæfríður Ingadóttir kennir fólki galdurinn við íbúðaskipti hjá Endurmenntun HÍ. Næsta námskeið hefst 21. febrúar.

Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda vita allt um íbúðaskipti.
Snæfríður Ingadóttir og fjölskylda vita allt um íbúðaskipti. Ljósmynd/Aðsend

Hefur þig dreymt um að eignast þjóðbúning?

Heimilisiðnaðarfélagið býður upp á kvöldnámskeið í að sauma þjóðbúning kvenna. Saumaður er upphlutur eða peysuföt 19. eða 20. aldar. Búningurinn er klæðskerasniðinn og máltaka er í fyrsta tíma, 12. desember, en saumatímar hefjast 9. janúar.

Það er gaman að eiga þjóðbúning.
Það er gaman að eiga þjóðbúning. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Allir geta stundað jóga!

Yogavitund á Garðatorgi býður upp á byrjendanámskeið í jóga fyrir 60 ára og eldri. Allir geta stundað jóga óháð styrkleika og formi. Það er aldrei of seint að byrja!

Jóga er fyrir alla.
Jóga er fyrir alla. Ljósmynd/Colourbox

Bon appétit!

Í staðinn fyrir að fara til Parísar með saumaklúbbnum er hægt að fara á námskeið í franskri matargerð hjá Salt eldhúsi. Matreiðsluskólinn býður meðal annars upp á námskeið í franskri matargerðarlist og makkarónugerð er einnig vinsælt námskeið. Bon appétit, eins og Frakkarnir segja.

Quiche Lorraine er franskur réttur.
Quiche Lorraine er franskur réttur. Ljósmynd/Unslpash.com/Bree Annne
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál