Vill frekar vera á sjötugsaldri en þrítug!

Bára Hafsteinsdóttir.
Bára Hafsteinsdóttir. mbl.is/Kjartan Þorbjörnsson

Bára Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur hjá Lancôme er 61 árs og segir að það skipti miklu máli að líða vel í eigin skinni til þess að líta vel út. Hún er þó ekki bara á einhverju andlegu hamingjutrippi heldur kann hún ákveðnar aðferðir sem hjálpa henni að vera með glóandi og fallega húð

„Ég vil ekkert endilega líta út fyrir að vera yngri en ég er en ég vil að húðin mín sé í sínu besta formi. Hún sé rétt og vel nærð. Þá lítum við vel út, að mínu mati, ég vil allavega ekki verða 30 aftur, það er geggjað að vera á sjötugsaldri og lifa lífinu,“ segir Bára.

Powerful Strength Line Reducing Vitamin C serum frá Kiehl's, Bye …
Powerful Strength Line Reducing Vitamin C serum frá Kiehl's, Bye Bye Pores frá IT Cosmetics eru sýrur og Bi-Facil frá Lancôme er sá hreinsir sem Bára notar á augun.

Bára er fylgjandi þess að þrífa húðina vel.

„Ég legg alltaf áherslu á að hreinsa húðina vel kvölds og morgna og gjarnan með tvöfaldri hreinsun. Einnig nota ég alltaf góðan augnfarðahreinsi eins og til dæmis Bi-Facil frá Lancôme því hann er sérhannaður fyrir augnhárin okkar sem verða þurrari, stökkari og veiklulegri með aldrinum. Það er því mjög mikilvægt að fara vel með þau. Falleg augnhár gera svo mikið fyrir ásýnd okkar,“ segir Bára.

Sólarvörn frá frá Kiehl's, næturkrem frá Helena Rubinstein og dagkremið …
Sólarvörn frá frá Kiehl's, næturkrem frá Helena Rubinstein og dagkremið Rénergie H.P.N 300-Peptide dagkremið frá Lancôme.

Spurð um húðrútínu sína segir Bára að hún noti sýru og C-vítamín á andlitið og svo er hún með ákveðna kremrútínu sem virkar vel fyrir hana.

„Ég nota glýkólsýru annan hvern morgun og C-vítamín hinn morguninn en bæði þessi efni auka ljómann í húðinni. Fallegur ljómi gerir svo mikið fyrir okkur. C-vítamínið styrkir ónæmiskerfið í húðinni og ver hana líka töluvert gegn útfjólubláum geislum og fleira. Svo eru bæði þessi efni líka að vinna gegn brúnum blettum sem er nú algengt að sjáist á húð okkar á besta aldrinum. Mínar uppáhaldsvörur þessa stundina eru Bye Bye Pores Glycolic Acid Serum frá IT Cosmetics og Powerful Strength Line Reducing Vitamin C serum frá Kiehl's,“ segir Bára og bætir við:

„Kremrútína mín samanstendur af Genifique-serumi, H.C.F.-seruminu, Rénergie H.P.N 300-Peptide-kreminu og Rénergie-augnkreminu. Þetta er skotheld blanda sem inniheldur öll þau efni sem húðin þarf til að viðhalda góðgerlaflórunni í húðþekjunni, styrkja kollagen og elastín og örva almennt endurnýjun húðarinnar. Ég nota sólarvörn með SPF50 alla morgna, allan ársins hring. Líka um háveturinn. Þetta er mjög mikilvægt skref í húðrútínunni. Mínar uppáhaldssólarvarnir eru Soleil Bronzer SPF50 frá Lancôme sem gefur jafnan og fallegan lit og Ultra Light Daily UV Defense SPF50 frá Kiehl's. Ég set sólarvörnina undir farða.“

Mikilvægt að klappa sér á bakið

Ertu með sérstaka kvöldrútínu?

„Já, ég hreinsa andlitið vel en líka háls, bringu og augu. Mikilvægt er að muna að njóta vel á meðan á þessu stendur og sýna sjálfri sér góðvild. Við verðum að hlúa vel að húðinni því hún er okkar stærsta líffæri.

Eftir hreinsun nota ég alltaf Genifique og H.C.F.-serumið en einnig bæti ég við góðu retínóli eins og til dæmis Fast Release-retínólinu frá Kiehl's. Retínólið nota ég um það bil þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég leyfi þessu að virka á andlitinu í tvo klukkutíma áður en ég set mitt allra mest uppáhaldsnæturkrem á andlitið. Það heitir Re-Plasty og er frá Helena Rubinstein. Ég nota augnkremið úr sömu línu undir augun og sef með það. Ég nudda húðina vel til að örva blóðflæði til húðarinnar og sogæðakerfið í leiðinni. Með þessari aðferð nýtir húðin betur það sem við erum að bjóða henni upp á. Svo er mikilvægt að brosa og gefa sér klapp á öxlina því við eigum það skilið,“ segir Bára og brosir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál