Amy Schumer sýnir línurnar eftir fitusog

Amy Schumer birti myndir af sér eftir fitusog á Instagram.
Amy Schumer birti myndir af sér eftir fitusog á Instagram. Skjáskot/Instagram

Grínleikkonan Amy Schumer er ánægð með sig en hún greindi frá því í vikunni að hún hefði farið í fitusog. Með frásögninni birti hún myndir af sér á strönd í langermasundbol. 

„Mér líður vel. Loksins. Þetta hefur verið ferðalag,“ skrifaði Schumer. Schumer, sem glímir við endómetríósu, viðurkennir að hún hafi aldrei getað ímyndað sér að hún færi í fegrunaraðgerð. „Talið við mig eftir að legið í ykkur hefur ekki dregist saman í yfir tvö ár og þið verðið 40 ára,“ grínaðist leikkonan. 

Schumer, sem varð fertug í fyrra, eignaðist sitt fyrsta barn í maí 2019. Hún hefur ekki verið fljót að jafna sig eftir fæðinguna. Henni gekk illa að eignast annað barn og í fyrra var legið fjarlægt. 

Hún greindi einnig frá því í sögu á Instagram að hún væri orðin 77 kíló. 

View this post on Instagram

A post shared by @amyschumer

mbl.is