Páfugl og Ugla skipuleggja veislu

Kökupinnar geta verið hin mest prýði á veisluborðinu.
Kökupinnar geta verið hin mest prýði á veisluborðinu. Colourbox

Það að halda stóra veislu getur verið mjög streituvaldandi og þess vegna skiptir máli að reyna að auðvelda lífið eins og hægt er. Það þarf ekki að vera flókið að töfra fram skemmtilega veislu án þess að fjölskyldulífið fari á hliðina. Hér eru nokkur atriði sem ágætt er að hafa bak við eyrað. 

Sumir myndu kannski segja að einfaldasta leiðin út úr fermingarveisluskipulagningu væri að panta veitingastað með þjónum, tauservéttum, lifandi tónlist og geta svo farið áður en búið væri að vaska upp. Páfuglinn sem hér skrifar myndi aldrei nenna því, þá væri ekki eins gaman. Fermingarveisla og fermingarundirbúningur á að vera eins og vítamínsprauta fyrir heimilislífið ekki afplánun. Auk þess vilja flestir foreldrar gera vel við barnið sitt þegar kemur að þessum tímamótum í lífinu.
Hér eru bleikar súkkulaðikökur á diski ásamt kókósbollum og jarðarberjum.
Hér eru bleikar súkkulaðikökur á diski ásamt kókósbollum og jarðarberjum. mbl.is/Marta María

Einhvern veginn virðist þetta hafa verið auðveldara í gamla daga. Þá var bara boðið upp á kalt borð með kjúklingaleggjum og fermingarfrönskum og svo var passað upp á að það væru sígarettur á hverju borði svo fólk gæti mökkað sig. Svo datt innismókurinn úr tísku, brauðréttir tóku völdin en svo þróaðist þetta út í það að enginn gat haldið veislu nema vera með „photo-booth“. Í gamla daga var fólk bara að reykja og tala saman í svona veislum og enginn spáði í því hvernig hann liti út á mynd (gömul myndaalbúm eru sönnun þess). Veislur með litaþema voru heldur ekki orðnar móðins og fermingarbörn þess tíma vissu ekki hvað húðrútína var.

Litlar kókflöskur með berjasafa eru fallegar á veisluborði.
Litlar kókflöskur með berjasafa eru fallegar á veisluborði. mbl.is/Marta María

Eftir að hafa haldið þó nokkrar veislur um ævina er Páfuglinn komin að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt að velja meðskipuleggjendur vel. Kjöraðstæður eru að alla vega tveir aðilar skipuleggi, annar með virkara hægra heilahvel og hinn með virkara vinstra heilahvel, helst Ugla eða Fálki. Hægra heilahvelið fær ómótstæðilegar hugmyndir, kann að búa til stemningu og töfra, matbúa og skipuleggja innkaup puðra peningum út um gluggann meðan vinstra heilahvelið býr til kostnaðaráætlun, tímaáætlun og er með próf í mannfjöldastjórnun. Það er til dæmis mjög gott að hafa slíkan aðila með í ráðum þegar halda skal veislu sem inniheldur fleiri en 100 því viðkomandi veit hvað þarf mörg salerni fyrir hópinn.

Sleikipinnar geta verið hið fínasta borðskraut. Þessi fæst í Allt …
Sleikipinnar geta verið hið fínasta borðskraut. Þessi fæst í Allt í köku.
Hægt er að panta makkarónukökur víða. Til dæmis í Kökuhúsinu.
Hægt er að panta makkarónukökur víða. Til dæmis í Kökuhúsinu.

Við hjónin ákváðum eftir síðustu fermingu á heimilinu að hann, vinstra heilahvelið, myndi framvegis búa til tímaplan. Það var ákveðið eftir að Páfuglinn var enn þá á nærbuxunum þegar fyrstu gestir komu í hús því það að útbúa heimagerða litla kjúklingaborgara tók aðeins lengri tíma en áætlað var. Páfuglinn gat ekki hugsað sér að þeir væru orðnir sveittir þegar þeir væru bornir á borð og fórnaði sturtu og fleiru svo það væri hægt. Þetta var að sjálfsögðu allt þess virði en pirraði vinstra heilhvelið á heimilinu dálítið því í hans huga var þetta að stefna í algert stjórnleysi.

Gamaldags snittur eru alltaf góðar. Þessar eru frá Smurðbrauðsstofu Sylvíu.
Gamaldags snittur eru alltaf góðar. Þessar eru frá Smurðbrauðsstofu Sylvíu.

Það hefur til dæmis gefist vel í veislum að panta snittur og pinnamat en bæta svo við sætndum sem útbúin eru á heimilinu. Mér finnst til dæmis ekkert jafnast á við gamaldags snittur með rækjum, roast beef, skinku og salati. Kransakökurnar og marsipanterturnar frá Kökuhúsinu eru líka dýrðin ein ef fólk vill vera visst um að kökurnar séu fullkomnar. Ef fólk vill útbúa eitthvað sjálft þá er sniðugt að baka sætindi í skúffum bakarofna, skera niður þegar það er orðið kalt og raða í box og geyma í frysti í nokkrar vikur. Þetta geta verið franskar súkkulaðikökur, Rice Krispies-kökur, hrákökur, Baby-Ruth-kökur eða kökupinnar. Prófaðu þig áfram og taktu gamla hefðbundna kökuuppskrift og settu í skúffu og sjáðu hvað gerist. Gott er að hafa nokkrar tegundir og raða svo saman á fallegan hátt á veisluborðið. Sörur sem bakaðar eru í skúffu eru líka mjög sniðugar því það er svo fljótlegt að baka þær í ofnskúffu, láta botninn kólna þegar hann er bakaður, búa til kremið og setja ofan á og loks setja súkkulaðið yfir. Þegar þetta er allt klárt er kakan skorin niður í litla bita og sett í box í frysti.

Þessar flöskur fást í IKEA. Þær eru mjög sniðugar í …
Þessar flöskur fást í IKEA. Þær eru mjög sniðugar í veislum.
Litlir hamborgarar, taco með fyllingu og sætir á borði.
Litlir hamborgarar, taco með fyllingu og sætir á borði. mbl.is/Marta María

Baby Ruth-skúffukaka

8 eggjahvítur

4 dl sykur

4 dl púðursykur

1 tsk. lyftiduft

1 tsk. vanilludropar

5 dl salthnetur, smátt saxaðar

40 stk. ritz-kex, mulið smátt

Stillið ofninn á 180°C.

Stífþeytið eggjahvítur og sykur saman. Bætið því næst salthnetum, ritz-kexi, lyftidufti og vanilludropum varlega saman við með sleif. Setjið bökunarpappír á ofnskúffu og dreifið vel úr deginu svo það sé jafnþykkt. Bakið í um það bil 30 mínútur og kælið.

Á meðan kakan er í ofninum er kremið búið til.

Krem

8 eggjarauður

150 g flórsykur

100 g smjör

200 g suðusúkkulaði

Þeytið eggjarauður og flórsykur vel saman, þar til það er ljóst og létt. Bræðið smjör og súkkulaði saman við vægan hita yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega út í eggjahræruna og blandið varlega saman. Þegar botninn er orðinn kaldur er kremið sett yfir og fallegt er að skreyta með salthnetum og kannski einhverju litríku kökuskrauti. Kælið kökuna með kreminu áður en hún er skorin í bita og raðað í box og sett í frysti.

Stórar krukkur með drykkjum eru fallegar á borði. Þessi fæst …
Stórar krukkur með drykkjum eru fallegar á borði. Þessi fæst í IKEA.
mbl.is/Marta María

Veisluhillur í hvern bílskúr

Páfuglar heimsins elska að halda veislur og ef þú ert einn slíkur eða býrð með einum gæti verið sniðugt að koma sér upp „veisluhillu“ í bílskúrnum eða uppi í efri skáp. Það er að segja ef þú sérð fram á að halda nokkrar veislur í framtíðinni. Hver vill að lífið verði eins og samfelldur vinnudagur? Það gerist ef fólk staldrar ekki við á tímamótum og heldur upp á þau (og tekur mynd). Í þessari veisluhillu gætu verið glerglös á fæti, diskar og skraut sem má nota aftur og aftur. Páfuglinn kaupir reglulega skrautpinna til að skreyta kökur með en vaskar þá upp eftir hverja veislu og geymir og notar ár eftir ár. Það getur líka verið gott að eiga nokkra vasa, krukkur eða flöskur sem hægt er að nota sem borðskraut með því að setja lifandi blóm í. Í gegnum tíðina hefur Páfuglinn oft keypt efni í IKEA og notað sem dúka á veisluborð. Oft þarf bara að falda kantana og strauja svo allt verði upp á 10. Eitt sinn keypti Páfuglinn litlar „kókflöskur“ í hlutafélagi við uppáhaldsfrænku sína sem er líka Páfugl. Þessar „kókflöskur“ rúma eins og eitt skot af skriðdrekaolíu eða ávaxtasafa fyrir þá sem eru á snúrunni. Það er ekki mælt með áfengisneyslu í fermingarveislum en það getur verið gott að eiga svona flöskur þegar fullorðnir hittast.

Blómavasar eru mikil prýði á veisluborði. Þessir vasar fást í …
Blómavasar eru mikil prýði á veisluborði. Þessir vasar fást í IKEA.

Þegar kemur að því að skreyta veisluborðið finnst Páfuglinum alltaf fallegt að hafa veitingar á nokkrum hæðum. Hægt er að kaupa pappadiska á hæðum í verslunum eins og Partýbúðinni eða Allt í köku. Slíkir diskar geta gert veisluborðið svolítið skemmtilegt en svo er líka hægt að kaupa sérstakt lím og líma fætur undir diska úr IKEA. Oft getur líka verið fallegt að setja speglaflísar á borð og raða veitingum á það því þá verður veisluborðið eins og hjá Kardashian-systrunum sem búa í Hollywood. Hver þráir það ekki?

Þessi flaska fæst í IKEA.
Þessi flaska fæst í IKEA.
Sælgætispinnar geta gert veisluborðið ennþá skemmtilegra.
Sælgætispinnar geta gert veisluborðið ennþá skemmtilegra.

Þegar fólk er búið að ákveða litaþema og borðbúnað getur verið stemning í því að kaupa sleikipinna, hlaup, kókósbollur, hraunbita, lakkrís, sykurpúða eða bara það sem fólki dettur í hug til þess að skreyta borðið með. Ef fólk er með ákveðið litaþema þá er um að gera að taka matarlitinn aðeins lengra með því að lita veitingarnar. Það er auðvelt að nota bleikt súkkulaði í staðinn fyrir brúnt. Hægt er að kaupa bleikt súkkulaði úti í búð eða kaupa hvítt súkkulaði og lita það með matarlit yfir vatnsbaði. Fólk þarf þó að hafa í huga að liturinn getur orðið aðeins daufari þegar súkkulaðið kólnar. Hin klassíska súkkulaðikaka með karamellu og súkkulaði verður til dæmis miklu skemmtilegri ef hún kemst í annan lit en brúnan. Það er þó betra að hægra heilahvelið framkvæmi þetta því vinstra heilahvelið væri enn þá að velta fyrir sér hvað færu nákvæmlega margir dropar af matarlit út í súkkulaðið og kakan hefði því ekki verið bökuð.

Litaþema í veislum nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.
Litaþema í veislum nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir.

Ef þú ert að fara að ferma afkvæmi þitt þá skaltu hoppa út í næstu matvöruverslun, kaupa egg, matarlit og hvítt súkkulaði og bjóða fermingarbarninu í óvissuferð inn í eldhús og sjá hvaða ævintýri bíða ykkar!

Hér er popp í bollakökuformum á bleikum pappa-bakka. Slíkir bakkar …
Hér er popp í bollakökuformum á bleikum pappa-bakka. Slíkir bakkar fást til dæmis í Partýbúðinni. Colourbox
Að setja spegla á veisluborðið kemur alltaf vel út.
Að setja spegla á veisluborðið kemur alltaf vel út. Colourbox
Það er auðvelt að búa til litlar marengskökur og raða …
Það er auðvelt að búa til litlar marengskökur og raða á bakka. Colourbox
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál