Í sömu þyngd og fyrir 50 árum

Jane Seymour hugsar vel um sig og hreyfir sig mikið.
Jane Seymour hugsar vel um sig og hreyfir sig mikið. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Jane Seymour segist vera í sömu þyngd og hún var þegar hún lék Bond stúlkuna Solitaire í Live and Let Die. Í viðtali við The Times segir hún frá því hvað hún gerir til þess að halda sér í formi.

„Ég stunda reglulega pílates og hef gert í rúm fjörutíu ár. Ég hef minn eigin kennara. Þetta er næstum eins og að fara til læknis eða sjúkraþjálfara því hver vöðvahópur fær svo mikla athygli. Svo er kennarinn minn líka aðeins örfáum árum yngri en ég og það finnst mér skipta miklu máli. Þessar tvítugu stúlkur skilja ekki endilega líkama eldri kvenna.“

Lyftir lóðum

Seymour lyftir líka lóðum en fer varlega í alla róttæka hreyfingu. „Ég hef glímt við meiðsli í gegnum árin og fer því varlega. Ég get ekki farið á fullt í cross fit eða slíkt. Ég nota til dæmis borð og stóla til þess að gera armbeygjur.“

Til þess að ná upp púlsinum fer Seymour í langa göngutúra, klukkutíma í senn, fjórum sinnum í viku. Seymour var efnilegur ballett dansari á sínum tíma en vegna hnjámeiðsla þurfti hún að hætta og gerðist leikkona í staðinn. „Þessi ballett grunnur gerir það að verkum að ég er mjög meðvituð um líkamsstöðu mína og geri teygjur við hvert tækifæri og barre æfingar, jafnvel á flugvöllum.“

Dansar um leið og hún vaknar

Seymour byrjar að hreyfa sig um leið og hún vaknar. „Danskennarinn minn kenndi mér að dansa eins og fiskur um leið og ég fer á fætur. Maður hristir allan líkamann til og frá. Það hjálpar heilmikið. Svo geri ég teygjur í heitri sturtunni.“

Seymour stundar golf og tennis með vinum sínum en segist ekki stunda jóga. „Ég meiddi mig einu sinni illa í jógatíma og þar sem ég er mikil keppnismanneskja þá fer ég í vont skap að sjá aðra gera jógastellingar sem ég kemst ekki í.“ Þá hefur Seymour enga trú á æfingahjólinu Peloton. „Það er ekki gott fyrir bakið að sitja svona hokinn þá er þetta sagt ekki gott fyrir grindarbotninn. Ég hef átt fjögur börn og síðustu tvö voru tvíburar, þannig að nei takk.“

Fastar í 16 tíma á dag

Seymour fastar í 16 klukkustundir á degi hverjum. Hún fær sér grænan safa á morgnana sem inniheldur kál, engifer, sellerí og gulrætur. Svo fær hún sér hádegismat um tvö leytið sem samanstendur af fiski með grænmeti. Örsjaldan fær hún sér pasta og segist aldrei neita sér um neitt. Á kvöldin dekrar hún við sig og fær sér dökkt súkkulaði, möndlur og rauðvínsglas.

„Þessi lífsstíll hefur hjálpað mér að endast svona lengi. Ég hef fulla orku og er almennt mjög hraust.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál