Segir að brjóstapúðarnir hafi myglað

Brjóstapúðar veita kannski skammvinna ánægju.
Brjóstapúðar veita kannski skammvinna ánægju. JUAN CARLOS ULATE

Í vinsælu myndskeiði á TikTok sýnir Bunnie brjóstapúða sem hún lét fjarlægja. Hún segir þá myglaða.

„Ég var með brjóstapúða í 13 ár. Allan tímann var ég búin að vera með margvísleg einkenni sem enginn læknir gat útskýrt,“ segir Bunnie sem lét svo fjarlægja púðana í lok árs 2020.

„Öll einkennin hurfu, nema kannski kvíðinn sem kemur annað slagið.“

Bunnie sýnir svo brjóstapúðana sem eru með alls kyns blettum.

„Sjáið þetta. Þetta fer inn í mannslíkamann. Sjáið mygluna. Engin furða að konur upplifi aukaverkanir í miklum mæli. Þetta er viðbjóðslegt.“

Ekki hefur fengist staðfest hvort um raunverulega myglu að ræða en Bunnie segist hafa upplifað mikil veikindi (Breast Implant Illness) með þessa brjóstapúða inn í sér. Fleiri hafa bent á ókosti brjóstapúða og bent á að þó svo að saltvatnsbrjóstapúðar séu hættuminni en sílíkon púðar þá sé samt hætta á að þeir mygli eða ýti undir bakteríuvöxt. Hrörnun á púðunum eða skaði getur hleypt bakteríum inn í þá til að vaxa og dafna.

„Þessi vökvi getur svo hæglega lekið út og dreifst um líkamann.“

Bunnie hvetur konur til þess að vera á varðbergi gagnvart einkennum. „Við eigum ekki að þurfa að þjást til þess að vera fullkomnar.

Brjóstapúðinn alræmdi sem olli Bunnie líkamlegum veikindum sést hér með …
Brjóstapúðinn alræmdi sem olli Bunnie líkamlegum veikindum sést hér með grunsamlega bletti. Skjáskot/TikTok
Bunnie sér ekki eftir að hafa fjarlægt púðana sem líta …
Bunnie sér ekki eftir að hafa fjarlægt púðana sem líta illa út. Skjáskot/TikTok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál