Tekur bara einn dag í einu

Elísabet Metta Ásgeirsdóttir eigandi veitingastaðarins Maikai.
Elísabet Metta Ásgeirsdóttir eigandi veitingastaðarins Maikai.

Elísabet Metta Ásgeirsdóttir eigandi veitingastaðarins Maikai hefur í nægu að snúast þessa dagana en hún og unnusti hennar Ágúst Freyr Hallsson opnuðu á dögunum nýjan veitingastað, Kualua, í mathöllinni á Hafnartorgi. Þegar mikið er að gera hjá Mettu tekur hún bara einn dag í einu í skipulaginu, en þegar það er rólegra finnst henni gott að skipuleggja alla vikuna fyrir fram. 

Hvað ertu að fást við þessa dagana?

„Við fjölskyldan vorum loksins að flytja í nýja íbúð eftir að hafa verið í nokkra mánuði í framkvæmdum og svo vorum við Áki einnig að opna annan stað í nýju mathöllinni á Hafnartorgi sem heitir Kualua en þar erum við að selja poke-skálar.“

Hvað getur þú sagt mér um uppáhaldsmatinn þinn?

„Ég elska góða steik og kartöflur með bernaise-sósu!“

Áttu þér uppáhaldsveitingahús?

„Já, en alveg nokkur, gæti ekki valið bara eitt þar sem ég elska að borða góðan mat. En t.d. eins og Sushi Social og Grillmarkaðurinn eru ábyggilega ein af uppáhalds.“

Hvernig hugsar þú um heilsuna?

„Ég vil helst byrja alla daga á æfingu, ég finn svakalegan mun á mér ef ég hreyfi mig ekki og hvað matarræðið fer þá bara í vaskinn. En yfir höfuð þá reyni ég bara að borða hollan og góðan mat en auðvitað leyfir maður sér inn á milli.“

Hvað færðu þér í morgunmat?

„Hafragraut eða acaí-skál.“

Ertu að safna þér fyrir húsgagni?

„Já, eða ég er reyndar enn að safna mér fyrir draumaeldhúsi sem er í vinnslu núna, það verður vonandi komið upp fyrir jól.“

Hvaða forrit notar þú mest í símanum þínum?

„Instagram og Canva.“

Er eitthvert lag sérstaklega mikið í spilun hjá þér núna?

„Nei ekkert neitt eitt sérstakt, ég er voða mikið að vinna með sama playlista sem eru mest pepp-lög, ég elska að hlusta á lög til að drífa mig í gang.“

Langar þig í einhverja nýja flík fyrir haustið?

„Já, mig langar mjög í góða kápu.“

Hvaða bók last þú síðast?

„Ætla nú ekki að skrökva en það er hrikalega langt síðan ég las bók fyrir mig sjálfa svo ég bara man það ekki. En ég las Stafakarlana í gærkvöldi fyrir son minn.“

Hvaða þætti ertu að horfa á núna?

„Enga sérstaklega í augnablikinu, er enn leið yfir því að Love Island sé búið svo ég þarf að fara finna með aðra þætti!“

Hvernig skipuleggur þú daginn þinn?

„Eins og staðan er núna tek ég bara einn dag í einu og reyni að skipuleggja morgundaginn kvöldið áður, það er allt frekar út um allt hjá okkur þegar við opnum nýja staði. Annars finnst mér gott að skipuleggja viku og viku í senn.“

Hvernig núllstillir þú þig?

„Fer í góðan göngutúr með AirPods og reyni að slaka vel á.“

Hvað reynir þú að forðast í lífinu?

„Að taka hlutum og því sem fólk segir ekki of persónulega, ég er enn að æfa mig í því en það er mjög mikilvægt, sérstaklega þegar maður er í rekstri, að taka ekki sumum hlutum persónulega og taka það með inn í daginn.“

Hvaða manneskja hefur haft mest áhrif á líf þitt?

„Það myndi vera hann Áki minn, en hann kom inn í líf mitt þegar ég var alls ekki á góðum stað og varð minn klettur í einu og öllu. Hann hvetur mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur og ég væri ekki á þeim stað sem ég er í dag ef ekki væri fyrir hann.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Guðrún Arnalds - Darshan
Guðrún Arnalds - Darshan
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Valdimar Þór Svavarsson
Valdimar Þór Svavarsson

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda