Segir líklegt að hann fái alzheimer

Chris Hemsworth er í miklum áhættuhópi hvað heilabilun varðar.
Chris Hemsworth er í miklum áhættuhópi hvað heilabilun varðar. AFP/Jon Koaloff

Viðhorf Chris Hemsworths til lífsins breyttist töluvert eftir að hann komst að því að hann væri í áhættuhópi til að þróa með sér alzheimersjúkdóminn. Þetta kemur fram í viðtali við Vanity Fair.

Hemsworth sem er 39 ára ber í sér tvö gen sem auka líkurnar á alzheimer og öðrum elliglöpum. 

„Flest viljum við forðast að ræða um dauðann. Svo fær maður þær fréttir að líklegt sé að þetta verði framtíðin hjá manni. Þá verður maður svo meðvitaður um eigin dauðleika.“

Það að Hemsworth sé með tvö eintök af geninu APOE4 bendir til þess að hann hafi hlotið það frá báðum foreldrum. Einn af hverjum fjórum er líklegur til að hafa eitt eintak af geninu. Hins vegar benda rannsóknir til þess að aðeins 2-3% séu með tvö eintök af umræddu geni. Hemsworth er því tíu sinnum líklegri til þess að greinast með heilabilun á efri árum.

Fréttirnar komu Hemsworth ekkert sérlega mikið á óvart en afi hans hefur barist lengi við alzheimersjúkdóminn.

„Ég er ekki viss um að hann muni nokkuð lengur. Móðurmál hans er hollenska og hann ruglar tungumálum mikið saman.“

Hemsworth hefur unnið meðvitað að ýmsum lífsstílsbreytingum til þess að styrkja heilann. Hann velur verkefni sín vandlega og setur fjölskyldu sína í fyrsta sæti.

„Ég er þakklátur fyrir þessar upplýsingar því þá get ég gert þær breytingar á lífi mínu sem ég þarf að gera. Ég get undirbúið mig.

Þegar maður er viðkvæmur fyrir einhverju þá snýst allt um góðan nætursvefn, halda streitu í lágmarki og passa upp á að fá góða næringu og hreyfa sig. Þetta eru alltaf sömu tólin sem þarf stöðugt að nota.“

mbl.is
Guðrún Arnalds - Darshan
Guðrún Arnalds - Darshan
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Ásdís Ósk Valsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Valdimar Þór Svavarsson
Valdimar Þór Svavarsson

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

Sigga Dögg kynfræðingur Betra kynlífs svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda